30.9.2008 | 19:46
Davíð við stýrið, aðrir í farþegasætum?
Það er athyglisvert að fylgjast með atburðum heima á Fróni úr fjarlægð vestan úr Bandaríkjunum. Hér vestra er það forsetinn, æðsti fulltrúi framkvæmdavaldsins, sem tilkynnir um það sem er að gerast og talsmaður þingsins tilkynnir um úrslit mála á þingi. Um er að ræða svipað og heima: Björgunaraðgerðir sem felast í ríkisstuðningi við ákveðin stórfyrirtæki.
Úr fjarlægð sé ég ekki betur en að Davíð Oddsson sé allt í öllu heima, rétt eins og það var meðan hann var forsætisráðherra. Hann stefnir hann Geir og öðrum ráðamönnum og stjórnmálamönnum til sín í Seðlabankann að kvöldi og fram á nótt og stillir þeim upp við vegg: Þetta verður að gera eins og ég vil, hér og nú, um hánótt áður en dagurinn rennur.
Það er líka Davíð sem heldur blaðamannafund að morgni og afgreiðir þetta fyrir fjölmiðlum og öllum öðrum. Tilgangurinn á að vera að hækka vísitölur, gengi og önnur viðmið fyrir þjóðina. Síðan kemur í ljós að þetta fer allt á aðra lund. En það breytir því ekki að Davíð í krafti stöðu sinnar sem Seðlabankastjóri er við stýrið.
Aðrir virðast sitja í farþegasætum og fylgjast með. Davíð virðist vera réttur maður á réttum stað ef þetta snýst um að hann hafi forystuna og ráði ferðinni. Það var sagt þegar hann varð Seðlbankastjóri að nú gæti hann notað þægilegt djobb til að dunda við að skrifa bækur. Þetta væri jú bara silkihúfustarf fyrir stjórnmálamenn, sem vildu hafa það náðugt.
Annað hefur komið á daginn, enda hefði annað verið ólíkt Davíð.
Krónan veiktist um 5,3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skyldu þeir vera með öryggisbelti??
Já örugglega.og axlabönd líka.
Ingunn Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 21:05
Davíð virðist vera Guð almáttugur í augum sinna fylgismanna og getur ekki gert neitt rangt.
Sagan segir okkur að svipað hafi gerst á síðustu öld í öðru landi... og ekki endað vel.
Sorglegt, svo skelfing sorglegt.
Góða skemmtun úti Ómar
Ísdrottningin, 30.9.2008 kl. 21:09
Er ekki löngu komin tíminn að fella hann úr leður sætinu?
Andrés.si, 1.10.2008 kl. 00:14
Það má nú alveg velta því fyrir sér í ljósi atburða síðustu daga hversu sjálfstæður Geir er í sínu embætti......
Þór Ólafsson, 1.10.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.