5.10.2008 | 02:34
Ævinlega lágkúrulegt.
Mér hefur alltaf fundist það lágkúrulegt þegar verið er að grafa upp einhver mistök manna frá yngri árum og gera þau að stórmáli löngu síðar. Ásakanir Söru Palins á hendur Obama er þar að auki langsóttar. Clinton var sakaður um að hafa reykt hass, Bush um að hafa drukkið of mikið og heima á Íslandi var verið að núa Jóni Ólafssyni því um nasir að hafa verið í nágrenni við dóp.
Ég hélt að skilningur, umburðarlyndi og fyrirgefning væru ein af aðalatriðum kristinnar trúar og því er dapurlegt þegar kristið fólk fellur í þá gryfju að sverta samferðafólk sitt á þennan hátt. En þetta virðist oft gleymast.
Palin ræðst á Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona er þetta bara í tveggja flokka kosningabaráttu. Þegar það eru bara tveir menn að kljást um þetta þá fer það alltaf ítrekari í image og persónuleika karakteranna heldur en stefnumál þeirra. Menn kjósa ekki frambjóðandann sem er sammála þeim á flestum stjórnmálaskoðunum, þeir kjósa þann sem virðist vera betri gæinn.
MacGyver, 5.10.2008 kl. 15:38
Innflutning, dreifingu og sölu á fíkniefnum á ekki að fyrirgefa; aldrei.
En það væri kannski skemmtilegra að bíða með ásakanir og dylgjur þangað til sönnun liggur fyrir.
Hörður
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.