Þegar Bandaríkin hósta...

Það hefur stundum verið sagt um fjármálaheiminn svokallaða að þegar Bandaríkin hósti, fái önnur lönd kvef eða jafnvel lungnabólgu. Þetta er að gerast og maður hefði haldið að Íslendingar, skuldugasta þjóð verarldar, fengi að minnsta kosti flensukast úr því að stórþjóðir eins og Þjóðverjar hafa þurft að grípa til aðgerða eftir langa neyðarfundi.

Og bandarískir sérfræðingar tala um að þetta eigi eftir að versna, hafi ekki bara verið einn hósti heldur upphaf á kvefi og að fyrsti fjárausturinn úr ríkissjóði hafi aðeins verið þriðjungurinn af því sem muni þurfa að minnsta kosti.  

En þessu virðist ekki vera svona samkvæmt nýjustu ummælum Geirs H. Haarde. Ísland virðist að hans dómi hafa fengið smá hóstakast af svipaðri stærð og Bandaríkin fengu í upphafi og ekki þörf á læknismeðferð.

Í sumar sagði Geir að ummæli sumra um að aðgerðaleysið hefði borið árangur mætti í vissum skilningi nota yfir það fyrirbæri samdráttar og kreppu að innflutningur minnkaði.

Í þetta sinn mun aðgerðaleysið kannski bera þann árangur að þjóðlífið dragist svo mikið saman að líkja megi við blóðtappa og hægt að túlka minna blóðstreymi sem góðar fréttir. Minna blóðstreymi og hálfgert meðvitundarleysi krefst að sjálfsögðu minni orku og fæðu og þar með minni útgjalda, ekki satt?

Stundum hefur gengi krónunnar og úrvalsvísitölunni verið líkt við hitamæli. Vöruhamstur, gjaldeyrisskortur, bankaflótti (fólk keppist við að taka út innstæður) eru líka merki um alvarleg veikindi. Ekki verður annað séð en að hitinn hækki með hverjum degi.

Ef líkja má þjóðinni við verkamann í hópi þjóðanna sýnist það ekki líklegt til tiltrúar á vinnugetu hennar þegar hitamælirinn stefnir í óráðshita.

En þetta er víst allt missýning og misskilningur, -  "...ekki lengur nauðsynlegt að vera með sérstakan pakka með aðgerðum" segir Geir. Með öðrum orðum: Aðgerðaleysi er það besta sem hægt er að grípa til eins og á stendur. Skítt með hitamælana sem sýna óráðshita og aðvörunarbjöllur sem senn munu þagna þegar yfirspennan slær rafmagninu út.     


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, hann er eins og aparnir þrír:  Sér ekkert illt, heyrir ekkert illt og segir ekkert illt.

Ég held ég mæti hjá Bubba á miðvikudaginn.

Marinó G. Njálsson, 6.10.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband