Erfiðara að eiga stórt.

Þegar draga þarf saman seglin eftir ofneyslu er það þeim mun erfiðara sem ofneyslan var meiri. Ef framundan eru tímar þar sem komast þarf af með minna verður það erfiðara hjá fólki sem á stórar íbúðir og stóra bíla, sem ekki er hægt að losna við. Það er dýrarar að reka stóran hlut en smáan, stóra íbúð og hús heldur en litla íbúð og hús. Þótt þjóðin eigi svosem miklar eignir verða þær að stórum hluta til gagnslausar þegar að kreppir. Það er ekki hægt að selja húsin til útlanda og jafnvel heldur ekki lúxusjeppana.

Smátt er fallegt þessa dagana sem ævinlega.  


mbl.is Veislan búin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sæll, Ómar,

ég er fegin því að eiga bara litla íbúð, gamlan bíl og er frekar ódýr í rekstri eins og maðurinn minn segir. En hitt er annað mál: Ég átti dálitið af hlutabréfum og svolítið af peningum í banka . Þetta átti að vera fyrir efri árin. En þetta er allt að verða verðlaust. Þökk þeim sem stjórnuðu efnahagslífið siðastu árin.

Úrsúla Jünemann, 5.10.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Úrsúla. Hlutabréf eru ekki verðlaus fyrr en þú selur þau eða viðeigandi fyrirtæki fer á hausinn. Þetta hlýtur að lagast einhvern daginn.

Villi Asgeirsson, 5.10.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú hreyfir við því alvarlegasta, sem getur gerst, Páll. Það er sú hætta sem Íslandshreyfingin fyrst og mest allra varaði við fyrir síðustu kosningar að á endanum lenti Ísland og auðlindir þess í eigu erlendra stórfyrirtækja.

Bæta má við þeirri hættu að lífeyrissparnaði eldra fólksins verði fórnað ásamt ómetanlegum verðmætum sem afkomendur okkar ættu að erfa eftir okkur. 

Verði þetta þrennt gert, landin og auðlindunum fórnað og níðst á eldra fólkinu og afkomendunum yrði það mesti glæpur sem nokkur íslenski kynslóð hefði drýgt.   

Ómar Ragnarsson, 6.10.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband