"Við munum grafa ykkur."

Óheppilegur frambuður eða þýðing getur valdið slæmum misskilningi eins og framburður franska utanríkisráðherrans olli.

Vesturlandabúar hneyksluðust mjög þegar Nikita Krústjoff sagði í kappræðu við bandaríska ráðamenn 1959 þegar rætt var um samkeppni Bandaríkjamanna og Rússa: "Við munum grafa ykkur."

Það var ekki fyrr en löngu seinna sem menn áttuðu sig á því að bein þýðing túlks á orðum hans hafði valdið hrapallegum misskilningi. Krústjoff notaði rússneskt orðalag sem þýðir ekki beinlínis það sem felst í orðanna hljóðan. Orðalagið er samlíking og Krústjoff meinti einungis að Rússar myndu stiga Bandaríkjamenn af í þessari samkeppni. 

Sem hliðstæðu mætti nefna ef íslenskur ráðamaður segði við erlendan kollega sinn: "Við eigum eftir að steikja ykkur" eða "við munum salta ykkur". Það myndi það geta hljóðað mjög grimmilega í beinni þýðingu á þá leið að ætlun Íslendinga væri jafnvel að brenna keppinauta sína lifandi.    


mbl.is Ísrael mun éta Íran upp til agna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

l (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband