13.10.2008 | 13:45
Nauðasamningar.
Síðustu daga Hitlers trúði hann því statt og stöðugt að þýska þjóðin myndi farast með sér. Borgir landsins voru í rústum og í hans huga blasti við miklu verri staða en eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar aldrei hafði verið barist á þýskri grund en óraunhæfar stríðsskaðabætur gerðu Þjóðverjum samt lífið óbærilegt eftir styrjöldina.
Hitler sá það ekki fyrir að menn höfðu lært af mistökum fyrri tíma. Það eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í því að refsa þjóð, - það er ekki hægt að læsa hana inn í fangelsi og það er engum til góðs. Hins vegar getur þjóð farið í meðferð, endurhæfingu og í betrunarvinnu þar sem hún leggur sitt af mörkum til samfélags þjóðanna, öllum til hagsbóta.
Þetta gerðu Þjóðverjar og sigurvegararnir í stríðinu í sameiningu og eftir rúmlega tíu mögur og erfið ár uppskáru þeir einhverja mestu efnahagslega endurreisn og uppgang sem sagan kann frá að greina.
Þetta var ekki þjóðargjaldþrot eins og Hitler hélt að það yrði heldur skynsamlegir og sanngjarnir nauðasamningar. Þannig má líta á stöðu íslensku þjóðarinnar í dag. Við förum í svipaða nauðasamninga, meðferð, endurhæfingu og tökumst á við afleiðingar gjörða okkar og annarra í sameiningu og eindrægni og sé rétt að þessu staðið verður þjóðin sterkari eftir tíu ár en hún var í græðgisvímu liðinna ára.
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jamm, sumir byggðu hér hús sitt á sandi og höfðu klósettgluggann stærstan. Rétt er það, Ómar minn.
Þorsteinn Briem, 13.10.2008 kl. 14:17
"Þetta var ekki þjóðargjaldþrot eins og Hitler hélt að það yrði heldur skynsamlegir og sanngjarnir nauðasamningar".
Ekki alveg. Þýskalandi var skipt í áhrifasvæði. Stór sneið þýskalands varð kommúnistaríki með stirð samskipti við restina af landinu. IMF ætti kannski að krefjast austurlands til uppbyggingar stóriðju? Það væru sanngjarnir samningar, ekki satt?
marco (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:19
Best væri ef skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir lánveitingu til Íslands nú yrðu betra eftirlit og strangari leikreglur hvað ábyrgðir íslenska ríkisins erlendis snertir, gott aðhald í ríkisfjármálunum, bankarnir hér verði seldir fljótlega aftur og byggðir upp með dreifðri eignaraðild, til dæmis lífeyrissjóða og einstaklinga.
Íslensk fyrirtæki þurfa á fé lífeyrissjóðanna að halda og það gengi að sjálfsögðu ekki að senda 12% af launum landsmanna úr landi í hverjum mánuði.
Þorsteinn Briem, 13.10.2008 kl. 14:27
Ég var ekki að tala um Austur-Þýskaland heldur Vestur-Þýskaland. Austur-Þjóðverjum var refsað alla tíð enda hrundi þjóðfélagskerfi kúgunarinnar um síðir.
Ég óttast einmitt að í ljósi hins hræðilega bréfs 1995 þar sem stóriðjurisum heimsins var boðið upp á lægsta orkuverð heims með sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum, sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af, verði reiknað með því nú að Íslendingar skríði sem aldrei fyrr fyrir þeim útlendingum sem hugsa bara um eigin stundargróða og er skítsama um sanngirni eða rétt komandi kynslóða.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 15:08
Eg gerdi forensic analysu a thvi sem David Oddson sagdi i Silfri Egils thridjudaginn sidasta og hef fundid sokudolginn.
Amman a sokina!
David vidurkennir ad hafa latid leidast af lexiu ommu sinnar en hun bryndi fyrir honum aldrei ad greida skuldir oreidumanna. Tharna valt litil thufa hlassi heillar thjodar en einstrengislegri og ofravikjanlegri reglu gomlu konunnar beitti David blint og an tillits til kringumstaedna.
Eg tel thad hins vegar skiljanlegt thvi ekki er a thad minnst ad gamla konan hafi tiltekid undatekningar s.s. thegar storar voldugar thjodir eiga i hond sem hafa fullan hug a ad standa vord um hagsmuni thegna sinna og hafa fjarrad og herafla til ad fylgja thvi eftir. Thetta var slaem yfirsjon af halfu theirrar gomlu sem leiddi David til ad tala fjalglega um oreidumenn og tvimaelalaust abyrgdarleysi thjodarinnar a skuldum theirra, hver svo sem i hlut aetti.
Erum vid haettir ad nota drekkingarhyl?
Logi Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:03
Logi Gunnarsson: Fáðu þér íslenskt letur, það nennir engin að lesa þig, þú ert svo þvoglumæltur.
Benedikt Halldórsson, 13.10.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.