Skamma stund varð hönd höggi fegin.

"Skamma stund verður hönd höggi fegin" segir máltækið og það hefur átt við um Breta þessa dagana. Þeir reiddu hátt til höggs gegn Íslendingum í stundarbræði og atkvæðasnapi gerðu með því aðeins illt verra fyrir sjálfra sig.

 Atburðir gerast hratt þessa dagana og áhrifin koma undraskjótt fram á tækniöld. Sem dæmi má nefna að við eftirgrennslan hef ég komist að því að frá því að ef áhrifamaður í einhverju landi segir eitthvað markvert í fjölmiðlum er það komið út um allan heim á innan við 30 mínútum, í fjölmiðla og til allra stofnana og fyrirtækja sem skipta máli. Tökum sem dæmi ummæli Davíðs Oddssonar í frægu Kastljósviðtali.

Ég var staddur í Bandaríkjunum og þar var hægt að fylgjast beint með samtalinu á netinu um klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma á vesturströndinni. Hin einstæða og ótrúlega frétt um þjóðina, sem ætlaði ekki að borga, var komin á sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum að kvöldi þess sama dags og nú rétt í þessu er Breti einn einmitt að lýsa íslensku þjóðinni sem vanskilamönnum í viðtali í Kastljósi.

Viðleitni til leiðréttinga hafa ekki ratað í fréttir því að það er ekki frétt að einhver ætli að standa við skuldbindingar sínar, - það á jú að vera almenna reglan.  

Davíð hélt að hann væri að brillera gagnvart íslenskum áhorfendum með glæsilegri höggafléttu hrífandi málflutnings þegar hann í raun var að sturta orðstír og viðskiptavilja þjóðar sinnar niður í klósettið fyrir framan agndofa heimsbyggðina.  


mbl.is Bretar lána Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband