14.10.2008 | 13:11
Vinátta-óvinátta. Tryggð-svik.
"Þau voru verri" segir Guðjón Friðriksson um samskipti Ólafs Ragnars Grímsssonar og Davíðs Oddssonar, sem komast í nýtt ljós í forsetabókinni, sem hefur verið afturkölluð. Fyrir þá sem hafa lesið í nýlegum bloggpistli mínum um stjórnmálin og Íslendingasögurnar lýsingu eins af frammámönnum þjóðarinnar 1988 á því hvernig hans pólitík væri, koma þessi orð ekki á óvart.
Sögurnar og stjórnmálin fjölluðu að hans dómi og hafa síðan fjallað um andstæðurnar vinátta-óvinátta, tryggð-ótryggð, fóstbræðralag-svik. Ótrúlega oft hefur verið hægt að sklja atburði, viðhorf og viðbrögð út frá þessu.
Í frægum umræðum á Alþingi sagði Davíð Oddsson að hann myndi aldrei sitja í skjóli Ólafs Ragnars, - aldrei! Erfiðustu stundir hans hljóta þá að hafa verið að hafa þurft að forminu til að þiggja viðurkenningu Ólafs á setu sinni í embætti sem og hrópið góða í þingsetningu: "Heill, forseta vorum..." o. s. frv.
Já, Íslendingasögurnar og vígaferli Sögualdar og Sturlungaaldar eru í fullu gildi í íslenskum stjórnmálum.
Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vin sínum,
skal maðr vinr vera,
þeim ok þess vin;
en óvinar síns
skyli engi maðr
vinar vinr vera.
Þorsteinn Briem, 14.10.2008 kl. 14:14
Ólafur Ragnar og Davíð hafa verið svarnir andstæðingar í nánst öllu sem þeir hafa komið nálægt á undanförnum áratugum. Varla er unnt að hugsa sér ólíkari menn en þessa tvo.
Nú ætlar Davíð að vera þrásetinn í Seðlabankanum þó svo að fjármálafræðingar víða um heim botna ekkert í því hvers vegna þjóðin situr uppi með seðlabankastjóra sem greinilega hefur engar forsendur að gegna svo mikilvægu starfi. Þar skortir hann gjörsamlega bæði góða kosti á svið sérmenntun í hagfræði og þeirri víðsýni sem slíkan embættismann þarf að prýða. Davíð er og verður stríðsmaður. Hann hefur aldrei iðrast fremur en Jón Hreggviðsson og Gunnar á Hlíðarenda. Ef hann hefur tekið ranga ákvörðun skal hjún standa.
Ólafur Ragnar hefur þann góða kost að viðurkenna mistök. Hann hvatti þessa útrásarmenn og gerði sér ekki grein fyrir hversu miklar brauðfætur voru að baki. Ólafur er fyrst og fremst mjög fær stjórnmálamaður á alþjóðlegum vettvangi og þar hefur hann virkilega átt mikinn þátt í að bera hróður okkar Íslendinga. Nú tekur hann sig til og fer milli vinnustaða og annarra vettvanga og brýnir þjóðina til dáða að fallast ekki hendur þó móti blási í augnablikinu. Þó bnakar falli þá komi aðrir í staðinn. Öflugt og gott vinnuafl nýtist til að koma aflhjólunum samfélagsins aftur af stað. Við eigum fagurt land, ómótstæðilega náttúru sem við verðum þó að gæta vel að. Við eigum mikla orku, vatn og land sem víða er skortur á.
Já þeir eru ólíkir þessir tveir fornu féndur. Óskandi hefði verið að Davíð hefði borið sú gæfa að getað fundið sér e-ð til fyrirmyndar í Ólafi Ragnari.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2008 kl. 15:41
"Já, Íslendingasögurnar og vígaferli Sögualdar og Sturlungaaldar eru í fullu gildi í íslenskum stjórnmálum."
Já og hin helgu vé hjá Flokknum heita Valhöll .síðan eru það félögin Óðinn ,Þór, Hvöt, Vörður o.s.frv--allt úr heiðnum sið Það lifir lengi í gömlum glæðum
Sævar Helgason, 14.10.2008 kl. 15:59
Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:32
Ómar þessi bók var aldrei afturkölluð úr prentsmiðju. Það kemur fram í frétt frá Forlaginu. Afturköllun kemur reyndar aldrei fram í fréttinni, bara í fyrirsögn. Guðjón breytti bara fyrirsögn og eftirmála í ljósi síðustu atburða. Ólafur Ragnar stendur hins vegar upp úr í þessu öllu saman.
Haraldur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 21:10
Ég var á leið út úr dyrunum austur á hálendi þegar ég sá fréttina um afturköllun bókarinnar og notaði því þetta orð úr fyrirsögninni sem er að vísu villandi en ekki með öllu rangt, því að þrátt fyrir allt var bókin kölluð til baka úr prentsmiðju um stundarsakirr.
Ómar Ragnarsson, 14.10.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.