15.10.2008 | 20:12
Snýst um traust, en hvar finnst það?
"Stjórnmál snúast um traust" sagði Davíð Oddsson þegar hann var beðinn um að leggja mat á það hvort ákveðinn þingmaður ætti að segja af sér. Kannski ráðast kosningarnar á fulltrúum í Öryggisráðið að fleiri atriðum en trausti en þetta eru þó alþjóðastjórnmál.
Yfirlýsingin fræga um að við ætluðum ekki að borga og aðrir viðburðir sem hafa komið Íslandi á forsíður fjölmiðla í heiminum eru ekki traustvekjandi, heldur þvert á móti. Líklegast verður 5-600 milljónum sem varið hefur til kosningabaráttunnar sturtað niður í klósettið eins og svo mörgu öðru þessa dagana.
Ég lít ekki á slíkt sem stórt slys heldur nauðsynlega flengingu.
Og er það nokkuð slæmt? Kannski var það bara best að þetta og annað færi svona illa til þess að við eigum möguleika á að hreinsa til og koma endurnærð úr þeirri meðferð og endurhæfingu sem við þurftum greinilega hvort eð er meira á að halda en nokkru öðru.
Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég persónulega vona að við fáum ekki þetta sæti en ef svo fer, þá verður enginn friður hér innanlands með eyðsluna sem fylgir þessu. Þá geta andstæðingar Ingibjargar endalaust baunað á hana með þetta mál, verði henni að góðu.
Maður en hin seinni árin orðin ansi ruglaður í þessum upphæðum, en varla er búið að eyða 5-600 milljörðum í þetta, á ekki að standa þarna 5-600 milljónum.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:13
Ekki held ég nú að Tyrkir og Austurríksmenn séu betri eða merkilegri þjóðir en við Íslendingar. Ekki þverfótað fyrir nasistum í Austurríki, Tyrkirnir drápu í hjáverkum nokkur hundruð þúsund Armena, sem þeir hafa enn ekki beðist afsökunar á, og nýlega réðust þeir inn í Írak, blessaðir.
Þá held ég að það sé nú betra að friðelskandi þjóð sem gengur örna sinna á gullkömrum, stolnum eða ekki stolnum í Bretlandi, setji öryggið á kjarnaoddinn.
Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 21:25
Takk fyrir viðtalið í dag við Bylguna, frábært. Það er með ólíkindum að þjóðin skuli ekki flykkast á bak við þínar skoðanir sem byggðar eru á djúpri þekkingu og sem er eina leiðin fyrir þjóðina til þess að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsvirðingu. Þjóðin verður að koma út úr þessum vanda sterkari og sjálfstæðari en nokkurn tíma fyrr. Náttúra Íslands er okkar besta undirstaða fyrir farsæla framtíð, sú undirstaða sem enginn getur tekið frá okkur og er undanskilin allri markaðssamkeppni. Hvernig dettur fólki í hug að fórna þessari undirstöðu fyrir skjótfenginn en skammvinnan gróða. Það er ekki nokkur maður, hægri eða vinstri sinna, sem kemst af án þess að sinna undirstöðu eigin tilveru sem er jörðin sem við lifum á og sem við berum ábyrgð á fyrir hönd komandi kynslóða.
Gerður Pálma, 15.10.2008 kl. 21:28
5-600 milljarðar kr. !!! Þetta er svipuð fjárhæð og útgjöld ríkisins eiga að vera árið 2009 samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Ef þetta er rétt að kostnaðurinn sé orðinn svona hár, er ég ekki hissa á að þjóðin sé búin að hleypa sér í skuldir.
Björn Bjarnason, 15.10.2008 kl. 22:22
Til hamingju Ómar! Seacology umhverfisverndarverðlaunin í Kaliforníu.
Ævar Rafn Kjartansson, 16.10.2008 kl. 00:31
5-600 milljarðar!
Á maður virkilega að taka þig alvarlega? Fimmaurabrandararnir þínir eru ekkert betri en Davíðs kallinn minn, því miður.
Ekki það að ég hafi nokkurn tímann stutt þetta fáránlega framboð.
skúmur (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 01:52
Ég er sammála því að Íslendingar hafi nákvæmlega EKKERT að gera í Öryggisráðið. Þessi 320 þús. manna þjóð er þegar búinn að skandalisera nóg á alþjóðarvetfangi. Nema að hér sé verið að leita eftir nýju djobbi fyrir Davíð! Eitthvað þarf að gera fyrst að hann fékk ekki forsetastólinn!
Steini. Íslenskir eða Norskir útrásavíkingar voru engu skárri en Tyrkir eða Austurríkismenn. Ég gerði rannsókn á Grettir sterka á sínum tíma og kom þá í ljós að hann hafði drepið hátt í 100 manns, slatta af draugum og tröllum. Því miður, þá hefur þessi árátta yfirfærst yfir á peningahliðina með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 10:36
og til að klára mitt mál, þá yrði það stórkostlegt óráð að láta Davíð í slíka stöðu því að það gæti þýtt algjöra gereyðingu fyrir jarðarbúa alla!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 10:40
Kjartan minn Pétur. Þú ættir nú að senda þessa rannsókn þína og niðurstöður um Gretti sterka, drauga og forynjur, til allra annarra þjóða á jarðkringlunni með þeim sendimanni, sem best þekkir til þeirra allra, hinum afturgengna bóksala sunnlenskum, sem gapir sem nátttröll í ræðupúlti Alþingis.
Ætli það yrði ekki upplit á öðrum þjóðum þegar þeir sæju þann draug aftan úr grárri forneskju?!
Langafi minn, Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, var fyrsti formaður Framsóknarflokksins og jafnframt formaður Sambandsins. Og þegar þessi langafi minn reiddist fór hann upp í fjall og ruddi þar niður stórgrýti, í staðinn fyrir að brjóta öll húsgögnin á Álfgeirsvöllum.
Hann var því sannur karlmaður en ekki húnvetnskur brjálæðingur eins og Grettir "hinn sterki" Ásmundarson, sem "chillaði" með fuglum úti í Drangey. En Sambandið endaði í gullkrönum forstjórans í Reykjavík og Framsóknarflokkurinn í afturgengnum bóksala, Glámi nútímans, sem hefur sest að í púlti Alþingis.
Sannir Íslendingar, karlmenn og kvenmenn, eiga hins vegar gott erindi við heimsbyggðina en vilji útlendingar sjá draug koma þeir hingað á Alþingispallana með Icelandair og gnótt gjaldeyris í farteskinu. En ekki báxíthnullunga til raflostsmeðferðar í grjótmulningsvélum útlendinga.
Þorsteinn Briem, 16.10.2008 kl. 12:28
"Stjórnmál snúast um traust" segir maðurinn sem á sennilega einna minnst traust inni af öllum Íslendingum. Því miður er það svo að stjórnin er uppbyggð af lygurum og framapoturum sem allir dingla eins og puttabrúður á hendi Davíðs og annarra peningamanna þjóðfélagsins.
Stjórnmál snúast um traust.... ég myndi ekki treysta þessu fólki til að selja mér notaðan bíl, og enn síður treysti ég þeim til þess að stjórna landinu. Þvílík skömm sem það er að vera Íslendingur í dag.
Árni Viðar Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 13:43
500.-600 MILLJÓNIR!!!
Þessu er hún Solla samfylkingarkona búin að sóa í sitt einkasnobb
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:42
DoctorE. Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er ekki "einkasnobb" formanns Samfylkingarinnar, frekar en kirkjur landsins og prestarnir. Hvað kostar að reka það batterí allt á ári? Þú hlýtur að vera búinn að reikna það út, elsku kallinn minn.
Og hvernig gengur að leggja það niður? Þú hlýtur að vera búinn að ná einhverjum árangri í þeim efnum, eftir allt rexið og spásséritúrinn með prestunum í Svarthöfðaátfittinu, dúllusnúðurinn minn.
Þorsteinn Briem, 16.10.2008 kl. 15:02
13.11.2003.
Ræða Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um utanríkismál:
"Fyrr í haust var framboð Íslands til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna formlega tilkynnt aðildarríkjum samtakanna í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Af þessu tilefni er tímabært að fara nokkuð ítarlega yfir það hvað í framboðinu felst og hverjar áherslur Íslands verða í baráttu um kjör í öryggisráðið og síðar í starfi í öryggisráðinu. Kosningarnar fara fram haustið 2008."
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/raedurHA/nr/2026
"Framboðið er norrænt og taka öll Norðurlöndin virkan þátt í framboðsferlinu. Hefð er fyrir því að eitt Norðurlandanna sækist eftir setu í ráðinu á fjögurra ára fresti. Norðmenn og Danir hafa átt fjórum sinnum sæti í ráðinu, Svíar þrisvar og Finnar tvisvar. Setið er í ráðinu til tveggja ára í senn."
http://www.iceland.org/securitycouncil/islenska/frambod-islands/
Þorsteinn Briem, 16.10.2008 kl. 15:32
Ég biðst afsökunar á innsláttarvillu sem ég sá ekki fyrr en ég kom aftur til byggða í dag. Auðvitað eiga þetta að vera 5-600 milljónir og vona ég að sem flestir hafi séð það. Hitt er annað mál að upphæðirnar sem verið er að tala um þessa dagana eru sumar svo stjarnfræðilega háar að núllin geta farið á flug.
Ómar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 20:12
Leiðrétti sem snarast þessa slæmu innsláttarvillu.
Ómar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.