Fyrirbærið í hnotskurn.

Þegar ég kom út úr Leifsstöð um helgina og horfði yfir bílastæðið fyrir norðan hana blasti við mér myndgert skipbrot lífsstíls okkar undanfarin ár. Á þessu eina bílastæði voru verðmæti upp á hundruð milljóna króna sem voru langt umfram þarfir eða jafnvel efnahag þeirra sem áttu meginhluta bílanna.

Svona hefur þetta verið á öllum sviðum þjóðlífsins, - einbýlishús um og yfir 100 milljónir hvert, 50 milljón króna sumarhús, lúxus og bruðl hvert sem litið var. Og fæst af þessu gagnast okkur nú. Það verður ekki hægt að flytja þessi hús til útlanda og kaupa önnur minni í staðinn. 

Ég þarf að fara að drífa í setja hér á síðuna ljósmyndir sem ég hef tekið af Range Rover, Porche, löngum amerískum torfærupallbílum og öðrum ofurjeppum svokölluðum, um og yfir þriggja tonna hlunkar með læstum drifum, upphækkanlegum vagni, ofurlágum skriðgírum, allt að 500 hestafla vélum og hverju eina. 

En þegar nánar er að gætt sést að undir bílunum eru dekk sem eru svo næfurþunn og lág, að aðeins 4-5 sentimetrarer eru frá malbikinu upp í felgu! Þessi svonefndu ofur-torfærutröllið komast sem sé ekki einu sinni út af malbikinu inn á venjulegan íslenskan malarveg og  var greinilega aldrei ætlað að fara um malarvegi eða vegleysur heldur vera myndarlegt stöðutákn.


mbl.is Aumingja Range Rover
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Við sitjum upp með skuldir, minnismerki og vegaskrímslin í ókomna framtíð.
Bíllinn okkar týnist á bilastæðunum.

Heidi Strand, 15.10.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Best að vera í strætó, finnst mér. Stór, dýr bíll og einkabílstjóri, hljómar ekki illa!

Guðríður Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér eru alla vega nokkrir sumarbústaðir:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/673189/

Þorsteinn Briem, 15.10.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil ekki nota orðin "vegaskrímsli." Það eru not af vegunum sem eru forsenda þess að nútíma samfélag virki. Margt þarft hefur sem betur fer verið gert í skuldasöfnunar"góðærinu" en því miður alltof miklu eytt í bruðl og tóma vitleysu.

Ómar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband