17.10.2008 | 20:14
Mátti kannski stela okkar Davíð í nokkra daga (eða lengur)
Kannski hefði maður sloppið hjá því að vera niðurlægður erlendis sem Íslendingur ef einhver Íslandsvinur hefði stolið okkar Davíð í nokkra daga meðan hann var að sturta áliti þjóðarinnar niður í klósettið í beinni útsendingu í sjónvarpi um víða veröld, hrópandi: Við borgum ekki! Við borgum ekki!
Davíð konungi í Vorrar frúarkirkju stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það yrði ekki erfitt að finna þjófinn, bláfátækan og úthýstan.
Annars er til þessa lítil von, því að ekki seldist hann frekar en styttan og það yrði seint til fjár að bræða hann. Spikið mundi reyndar brenna lengi og loftið mundi pípa úr honum drjúga stund en ekkert verða eftir nema úr grjóthjartað og sálin svarta.
"...en orðstýr deyr aldregi
hveim sér góðan getur."
Mikið rosalega hlýtur Davíð, Geir og félaga að hlakka til arfleifðar sinnar. Börn voru ekki skírð Mörður svo árhundruðum skipti var mér eitt sinn sagt, sökum fyrirlitningar á vargnum úr Njálu. Er ástæða að ætla svikurum nútímans eitthvað svipað, eða hvað?
Rúnar Þór Þórarinsson, 17.10.2008 kl. 20:57
Hún er reyndar umhugsunarverð þessi niðurlægjandi framkoma sem er farin að spyrjast gagnvart Íslendingum, af völdum þjóðernisins eins og sér. Fólk hrökklast beygt og smáð undan skranmöngurum á Strikinu sem derra sig með belgingi og háreisti.
Það hefur víðast á Vesturlöndum náðst samstaða um að leggja bann við að ráðist sé með ofbeldi, skömmum og spotti á fólk af tilteknum þjóðfélagshópum, svertingjum, múslimum, hommum, vangefnum o.s.frv. Er virkilega ekki nóg að vera einfaldlega manneskja til að njóta virðingar?
Fimmta valdið (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:59
Þeir geta fengið okkar leigðan. Það er sama hvaðan gott kemur.
Heidi Strand, 18.10.2008 kl. 12:41
Niðurlægingin felst meðal annars í því hvernig Wall Street Journal fjallar í háðungarskyni um ummæli Davíðs svo og birting þeirra með þýðingum á prenti og YouTube
Ómar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.