Einhverjir aðrir en fíkillinn.

Flóttinn er hafinn frá þeirri staðreynd að íslensk áhættu- og bruðlfíkn var fyrst og fremst það sem lagði íslenskan þjóðarauð í rúst. Notkun Breta á hryðjuverkalögum er að sjálfsögðu fordæmanleg en það er mikil einföldun að samantekin ráð seðlabanka nágrannalandanna hafi ein fellt  hina íslensku spilaborg.

Þeim hefur að sjálfsögðu verið ljós sú staðreynd að íslenski seðlabankastjórinn var vanhæfur og viðundur meðal þróaðra þjóða, ráðinn á svipaðan hátt og gerist í hjá vanþróuðum þjóðum með landlæga spilingu.

Hann gerði hver mistökin af öðrum og með endemum var framganga þeirra Íslendinga sem lengst gengu í fylleríispartíinu og hrifu marga grandalausa með því að leyna staðreyndum. Nú stendur fyrir dyrjum að borga tjónið eftir því sem það er hægt og þrífa til.

Lítið er minnst á það að það eru einkum tveir aðilar sem eiga sök á því hvernig komið er fyrir okkur. Það eru annars vegar við sjálf og hins vegar kerfi undirmálslána, vogunarsjóða og spillingar í fjármálakerfi Bandaríkjanna. 

Þegar fíkillinn ekur ofurölvi á ofsahraða í hálku og stórskemmir bíla á bílastæði og höfuðkúpbrotnar kennir hann hálkunni um og tínir sem flest annað til en þá staðreynd að hann þurfi að fara í meðferð og endurhæfingu.

Þegar reiður eigandi bíls á stæðinu ræðst á fyllibyttuna og lemur hana verður þessi óafsakanlega árás að aðalatriðinu í huga fíkilsins að ekki sé nú talað um þá vanrækslu á því að eyða hálkunni við stæðið.  


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Takk fyrir pistilinn Ómar. Góður að venju.

Johann Trast Palmason, 19.10.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Lýðræði með vináttu og kunningja stjórn í hávegum er ekkert lýðræði. Þar sem alkahólismi og fíkn grasserar í húsi fara allir að kóa með alkanum/fíklinum til að forðast að það falli rykbletur á heimilið og aðra heimilismenn. Allir sýkjast á heimilinu og taka rangar ákvarðanir sem leiðir eingöngu til viðhalds á óstandinu. Það þarf kjark til að brjóta upp munstrið og þar tel ég alla ríkistjórnina hafa brugðist þjóð sinni.

Jóhanna Garðarsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:47

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir. Ég vil setja inn pistil Gunnars Rögnvaldssonar á bloggi Jóns Vals Jenssonar um Davíð.  Sjá einnig ´æst fyrir neðan pistil Sverris Stormskers.

Gunnar RögnvaldssonGunnar Rögnvaldsson 19.10.2008

"Þetta er frekar vanhugsað hjá þér Jón Valur Jensson. Það er enginn ábyrgur fyrir falli bankana nema stjórnendur bankana = bankastjórnir þeirra. Það var ekki hægt að fela greisðluþrot Glitnis með hvorki góðu né slæmu PR stunti eða með einu né neinu. Þetta er málið. Alveg sama hvort bankinn stóð vel til lengri tíma eða ekki. Peningarnir voru þornaðir upp og kassinn tómur. Það eru því miður örlög banka í lausafjárkreppu. Þetta þurfa þúsundir af venjulegum fyrirtækjum að upplifa á ári hverju. Payday er payday alveg sama hvað.

Staðreyndin er sú að alþjóðleg vaxtarstefna (international expansion strategy) íslenskra stór-banka var vanhugsuð frá upphafi því hún leiddi bankana út í þá aðstöðu sem þeir eru núna eru í. Það gat ekki orðið framhald á þessari alþjóðlegu vaxtarstefnu nema að Íslenska Lýðveldið hefði afsalað sér sjálfstæði sínu og sem svo hefði átt að gera þeim kleift að halda fast í einmitt þessa upphaflegu vanhugsuðu vaxtarstefnu. Þeir óskuðu samt eftir að geta áfram notið lágra skatta í Íslenska Lýðveldinu, vel menntaðs og atorkusams íslensks starfsfólks, og svo einnig áhugasamra fjármuna íslenskra hluthafa og fjárfestinga þeirra í íslenskum bönkum.

Selja selja selja hlutabréf í svona banka strax! En því miður er það of seint núna. ÞESS VEGNA ERU HLUTABRÉF ÞEIRRA VERÐLAUS NÚNA. Vegna vanhugsaðrar alþjóðlegrar vaxtarstefnu.

Þetta var svo átakanlega vanhugsað að það ætti að birta þetta í einhverju tímariti um alþjóðlega stjórnun og stefnumörkun.

Hlutafé var aflað til vaxtarstefnu alþjóðlegrar bankastarfsemi sem gat ekki gengið upp nema að heil þjóð fari úr fötunum og labbi allsnakin í duftið fyrir þessa nú svo dauðu starfsemi. Er það eitthvað fleira sem bankarnir hefðu óskað eftir að íslenska þjóðin gerði?

Þessi vanhugsaða vaxtarstefna gat ekki gengið upp nema að bankarnir hefðu flutt aðalstöðvar sínar til efnahagssvæðis með hærri sköttum og stærri seðlabönkum

AF HVERJU GERÐU ÞEIR ÞAÐ ÞÁ EKKI ??

Ef ég væri prófdómari í faginu "alþjóðleg stefnumörkun & vöxtur" þá hefði ég gefið bönkunum N Ú L L í einkunn í þessu fagi.

Því fór sem fór. Það er ekki við neinn að sakast aðra en bankana sjálfa - stjórnendur bankana. Þeir keyrðu bankana útaf því að þeir völdu vitlausa vaxtastefnu fyrir fyrirtæki sitt. Því eru þeir gjaldþrota núna.

Það er þvílík fásinna að kenna Seðlabankanum um, og eiginlega alveg ótrúlegt að einhver sé yfirhöfuð að reyna það.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson "

Sverrir StormskerSverrir Stormsker 10.10.2008 | 08:26

Kaupþingshrunið var því miður ekki Davíð að kenna

Hér má lesa lokasetninguna úr þessum pistli fyrir þá sem ekki nenna aðð lesa hann allan :

"Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem  raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.10.2008 kl. 12:53

4 identicon

Vel að orði komist, eins og vanalega.  Hef sjálfur verið reiði bíleigandinn, en þó getað forðast að berja fyllibittuna í klessu, þó freistingin væri stór.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Jonni

Þetta finnst mér nokkuð nákvæm samlíking. Það er íslendingum til minnkunar að koma með ásakanir um að þetta sé einhverjum öðrum að kenna. Hættum þessari afneitun og förum í meðferð.

Jonni, 19.10.2008 kl. 13:25

6 identicon

Þessi samsæriskenning er bara rugl!

Það vill engin þjóð eiga viðskipti við íslendinga nema við skiptum um fjármálastjórn.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir hafa verið tilbúnir með aðstoð í margar víkur en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum.
Enginn vill lána áhættufíklunum pening.
 
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast á ný fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Einnig frétt RUV 18.10.2008 14:14

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item232249/
Tilvitnun:
"hafa borist skýr skilaboð frá seðlabönkum sem leitað hefur verið til um lán, að lán verði ekki veitt nema að formlegu samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði komið á."
Tilvitnun:
"Það á þó eftir að koma í ljós hvaða skilyrði Gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni og hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við þeim."
 
Fyrsta skilyrðið verður að koma á ábyrgri fjármálastjórn = reka Davíð Oddsson!

Það má einnig geta þess að viðtalið við Davíð Oddsson í Kastljósi er talið hafa kostað hvert mannsbarn á Íslandi milli 10 og 20 milljónir ISK
300.000 x 20 millj = 6000 milljarðar ISK!

Vill einhver að Davíð Oddsson sitji áfram og hafi umsjón með fjármálum Íslands?

RagnarA (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:34

7 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Ómar

Það er margt til í þessu hjá þér. Hitt er svo annað mál, ástæðan fyrir því hvernig komið er er sú að fjölmiðlar og ríkisstjórn hafa svikið þjóðina á undanförnum árum! fjölmiðlar hafa stórkostlega vanrækt hlutverk sitt og verið handbendi eigenda sinna á sama tíma og Rúv hefur verið veikt að því er virðist meðvitað til að koma í veg fyrir gagnrýna umræðu. Rúv hefur ekki staðið sig í umræðunni þrátt fyrir að vera ríkisfjölmiðill og ekki því undir regnhlíf fjármagnseigenda og það verður að gera betur þar á bæ.

Einkamiðlarnir hafa starfað einsog gagnrýnislausar áróðursvélar útrásarinnar og nýfrjálshyggjunnar.

Ríkisstjórnin hefur ekki sinnt því að virkja félagsauðinn og uppfræða fólkið í landinu.

Afleiðinginin varð þjóð sem lá sofandi í nýja sófasettinu fyrir framan plasmaskjáinn, sem hafði ekki skoðun á neinu nema því sem hægt er að taka afstöðu til á tilfinningalegum grunni.

Sævar Finnbogason, 19.10.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband