Hin mikla afneitun.

Jón Baldvin Hannibalsson fór á kostum í Silfri Egils í dag rétt eins og hann gerði fyrir einu og hálfu ári. Þá flutti hann líka í Hafnarfirði bestu ræðu um íslensk virkjanamál sem ég hef heyrt. Jón Baldvin er eini Íslendingurinn sem hefur lært sérstaklega í háskóla til að verða forsætisráðherra á sama tíma og Seðlabankastjóri okkar er viðundur meðal Seðlabankastjóra heimsins.

Ég hef margsinnis bent á í bloggpistlum mínum að fyrstur til að axla ábyrgð á strandi íslensku þjóðarskútunnar ætti að vera Davíð Oddsson í stað þess að þvælast fyrir, skrökva að þjóðinni að hann hafi hvergi nálægt komið og halda áfram að vera hindrun í vegi fyrir óhjákvæmilegri björgun með hjálp aðvífandi björgunarmanna. 

Trúi ég þá svo ótrúlegum hlut að seðlabankastjórinn þvælist fyrir? Því miður verð ég frekar að trúa því heldur en hinu alveg eins og ég neyddist til að trúa því sem ég sá með eigin augum í beinni útsendingu erlendis þegar hann rúði þjóðina endanlega öllu trausti á nokkrum mínútum.

Það er langt síðan að honum hætti að vera sjálfrátt, því miður. Það hefur gerst áður að gáfuðustu menn hafa neitað að horfast í augu við skipbrot sitt og afneitunin verið alger og yfirþyrmandi. Verst er þegar slíkt dregur hundruð þúsunda annarra með sér.   

 

 


mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Hefur bankamálaráðherran nokkuð sofið á verðinum, ber hann enga pólitíska ábyrgð á bankamálum? Hvað með fjármálaeftirlitið, einhver ábyrgur þar?

Elías Theódórsson, 19.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

með allri virðingu fyrir ágæti Jóns Baldvins þá var það merkilegasta sem kom fram í Silfri Egils  krafa Úlfs Erlingssonar um að allar upplýsingar yrðu lagðar strax á borðið fyrir almenning- fyrr en það hefur verið gert er ekki heldur hægt að  trúa því að eina lausnin sé Efnahagsbandalagið og IMF. Sérstaklega hljóta umhverfisverndarsinnar að vera tortryggnir gagnvart IMF - mun sjóðurinn ekki krefjast þess að orkan verði einkavædd?

María Kristjánsdóttir, 19.10.2008 kl. 15:13

3 identicon

Ég sá ágrip hér á blogginu, um ræðu mannsins og verð að segja að sjokkið hefur ekki minnkað. Að telja sig geta farið eins að og bandaríkin, fara síðan á fund rússa til að semja þar, vitandi vits að Bandaríkin og Evrópusambandið á í harðsvíruðum deilum við þá. Koma tilbaka med stúlku sem orðið hefur manni að bana, og segja í sömu setningu að hún sé mögulega eftirlýst þar og að Ísland framselji aldrei borgara.  Þetta er eins og léleg skáldsaga ... þar sem allir eru stórglæpamenn, og maður situr hérna í sjokki og trúir ekki sínum eigin eyrum eða augum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:18

4 identicon

Ég á að sjálfsögðu við Davið, ekki Jón Baldvin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Krafa Úlfs Erlingssonar er eðlileg. Ein aðalforsendan fyrir bata fíkilsins er sú að hann hreinsi til og geri upp við fortíðina.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í þeirri kröfu að Davíð víki felst það raunsæi að í stöðu stjórnenda Seðlabankans verða nú að koma menn sem alþjóðasamfélagið, björgunarsveitin, sem komin er á vettvang, geti treyst. Að ekki sé nú talað um ef hann þvælist fyrir á björgunarstað.

Síðan verður að finna erlenda menn til að búa til "svartbók" eins og Jón Baldvin kallaði hana. Og þá kunna fleiri en Davíð að verða að axla ábyrgð sína.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 15:47

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt JBH hafi stúderað til að verða forsætisráðherra, verður hann það aldrei úr þessu (hjúkk!).

Bjarne, þetta var slysaskot hjá stúlkunni, sem hlýtur að vera í miklu sjokki; tölum ekki óvarlega. 

Jón Valur Jensson, 19.10.2008 kl. 15:54

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir það að tala ekki óvarlega. Þó má minnast þess hve margir urðu hneykslaðir á því hér á landi þegar Rússar vildu ekki framselja grunaðan mann og vitnuðu í sín lög því til stuðnings.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 16:09

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Adenauer kanslari Vestur-Þýskalands var blómatíma sinn á áttræðisaldri og gerði mikið gagn. Gunnar Thoroddsen varð um sjötugt forsætisráðherra.

Jón Baldvin hefur að mínum dómi aldrei verið skarpari, öflugri og betri en nú.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 16:12

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Baldvin vill narra okkur inn í EBé, og þess er okkur sízt þörf.

Jón Valur Jensson, 19.10.2008 kl. 16:20

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á mótmælafundinum á Austurvelli í gær þar sem krafist var afsagnar Davíðs hitti Mosi JBH. Við erum nefnilega sveitungar! Kvaðst eg vera nýkominn frá Síberíu og svei mér ef ástand mála sé bara ekki skárra þar eystra en hér hjá okkur. Þá brosti JBH og skilur Mosi vel hagfræðinginn enda hann mjög vel að sér um öll þessi mál.

Í gamla daga var rætt um nauðsyn þess að kunna skil á hvenær vitjunartíminn væri kominn. Nú eru því miður stjórnvöld sem gera sér að því virðist ekki ljóst hvenær vitjunartími þeirra er uppkominn.

Í Frakklandi stýrði konungsveldið áfram þrátt fyrir að stjórarfarið Ancient regimé væri löngu komið af fótum fram. Í Rússlandi voru tveir síðustu zaranir mjög óhæfir stjórnendur og kúguðu þegnana ótæpilega. Úr varð bylting í báðum þessum löndum og jafnvel víðar. Byltingin át börnin sín og ekki varð nein vitræn framþróun um nokkra hríð. Sennilega þekkir hvorki Davíð Oddsson né Sjálfstæðisflokkurinn sinn vitjunartíma og mikil hætta er á að stjórnkerfið riðlast og úr verði öngþveiti sem engum kemur að gagni nema auðvitað þeim sem það vilja.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2008 kl. 16:21

12 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Til að hægt verði að ná tökum á þessu ástandi verður að skipta öllum seðlabankastjórum út.  Davíð á alls ekki að vera í forssvari fyrir bankann þar sem hann er rúinn öllu trausti og er mjög umdeildur.  Ríkisstjórinn ber líka ábyrgð og ætti að skipta um stjórn.  Þar sem við þurfum að byrja að byggja landið aftur upp er lang best að vera með nýtt fólk við stjórn og byggja þannig upp traust annarra landa.

Þórður Ingi Bjarnason, 19.10.2008 kl. 16:37

13 identicon

Mér virðist Jón Baldvin vera góður af því sem ég get lesið, og hefði manni aldrei dottið í hug hér áður. Að svo ætti eftir að verða, að rödd skinseminar ætti eftir að koma úr þeirra átt á örlagastund.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:09

14 identicon

Sammála með JBH, hann hefur aldrei verið skarpari en hann hefur einn meinlegan ókost. Hann er fyrrverandi STJÓRNMÁLAMAÐUR og fyrir mína parta er það síðasta stétt manna sem ég treysti til að laga ástandið. Því miður.

Og það þarf líka að sópa út úr ráðuneytunum. Og það skapar verulegan kaos.

Það þarf að skipta út öllum dómurum, yfirmönnum toll og löggæslu o.s.frv. o.s.frv.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 23:19

15 identicon

Ég vil vekja athygli ykkar á þessari staðreynd.
 
Samkvæmt  91. grein almennra hegningarlaga er Davið Oddson  lögbrjótur!

Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
 Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
 Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.
 
Lýsing refsiverðs verknaðar:

Í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn þann 7. október 2008 skýrir seðlabankastjóri Davíð Oddsson frá ráðagerðum og ályktunum ríkisins um málefni, sem heill þess gagnvart öðrum ríkjum er undir komin, og hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum.

Tjón vegna þessa verknaðar fyrir íslenska þjóð nemur 6000 miljarða ISK!

Embættismanni sem brýtur af sér á þennan hátt ber umsvifalaust að víkja úr starfi.

RagnarA (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:02

16 identicon

Ég skora á fólk að hringja eða senda tölvupóst til Ríkissaksóknara
og vekja athygli hans á broti Davíðs Oddsonar á 91. grein almennra hegningarlaga.
 

Ríkissaksóknari, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
Sími: 530-1600,
Bréfsími: 530-1606,
Netfang: rsak@tmd.is
Heimasíða; http://www.saksoknari.is/

RagnarA (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband