20.10.2008 | 09:56
"Skömmin mun uppi um þúsundir ára."
Í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" sem rituð var snemma árs 2004 er fjallað um þann hluta græðgisfíknarinnar og ofbeldis gagnvart komandi kynslóðum sem snýr að virkjanaframkvæmdum og var upphafið á því fjárhagslega fíkniefnapartíi sem nú hefur endað með skelfingu.Ég tek nokkrar setningar á blaðsíðu 17 í kafla sem ber yfirskriftina "Skömmin mun uppi um þúsundir ára":
"Virkjanafíknin er óstöðvandi og auðséð að ekki er hægt að halda svona áfram endalaust. Og hvað tekur þá við? "Það verður viðfangsefni þeirrar kynslóðar sem þá lifir" er eina svar virkjanasinna. "Það lafir meðan ég lifi" sagði Frakkakonungur og hélt áfram á braut sem hlaut að enda með ósköpum. Það kom svo í hlut síðari kynslóða að fást við afleiðingar eigingirni hans. Nú er að hefjast eitt stærsta efnahagslega fíkniefnapartí í sögu þjóðarinnar. Strax í upphafi (áður en framkvæmdir hófust) varð þensla sem Seðlabankinn fann út að stafaði nær eingöngu af auknum viðskiptum á krítarkortum og á vordögum 2004 er eytt fjórfalt meira fé til uppkaupa á fyrirtækjum en til stóriðju. Það verður fjör og allir verða að vera með, - annars eru þeir ekki samkvæmishæfir."...
..."Og öllum líður svo vel í þensluvímunni, það er svo gaman."...
..."En það þykir henta að kalla þá sem andæfa svallveislunni öfgamenn. Og eins og oft vill verða í slíkum samkomum verður allt brotið og bramlað í húsnæðinu..."
Ef mig hefði aðeins grunað vorið 2004 þegar ég skrifaði þessi orð, hve stutt var í þessi endalok og að svallveislan yrði sú langstærsta í sögu þjóðarinnar og hlutfallslega einhver stærsta efnahagslega svallveisla heims með afleiðingum sem blasa við öllu mannkyni aðeins fjórum árum eftir að bókin var skrifuð.
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Útrásin og lánafylleríið er allt annar handleggur en uppbygging stóriðju.Hversvegna að blanda þessu saman?Stóriðjan er langtímafjárfesting 40-50 ár. Stóriðjan greiðir kostnaðinn við uppbygginguna í beinhörðum gjaldeyri. Stóriðjan er kjölfesta og hjálpar okkur við að halda þjóðarskútunni á floti.Virkjanir sem tryggja okkur orku næstu hundrað -tvöhundruð árin verða ekki byggðar án stóriðju. Deila má um hverjir hugsi betur um komandi kynslóðir stóriðju- eða umhverfisfíklarnir .
Tryggvi L. Skjaldarson, 20.10.2008 kl. 10:29
Hmmm.... Landsvirkjun tekur erlend lán til kaupa á túrbínum og öðrum tækjum, fær síðan einhverja portúgali til þess að setja þetta upp og smíða virkjunina. Síðan er Alcoa eða Rio Tinto seld þessi orka á tompóluprís (þeir hafa montað sig að því sjálfir á sínum vefsíðum hversu lágt verð þeir þurfa að borga á Íslandi).
Þær litlu tekjur af orkusölunni sem hinir vanhæfu stjórnendur Landsvirkjunar hafa samið um, eru notaðar til þess að borga vexti af hinum erlendu lánum en hrökkva varla til. Alcoa / Rio Tinto flytja allan hagnað af álframleiðslunni úr landi. Það sem eftir stendur af þessari hundruði milljarða fjárfestingu er að nokkrir tugir manna fá svokölluð hálauna/hátækni störf við að sópa kerskála, mikið umhverfisrask og mengandi verksmiðjur. Frekar lélegur business þetta.
Til að forðast allann misskilning, þá er ég enginn sérstakur umhverfissinni og kaus sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum.
Kjánarnir í Landsvirkjun neita síðan að gefa upp það orkuverð sem samið er um, enda ekki furða.
Fannar (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:05
Vegna lækkandi verðgildis dollarans er álverðið í raun komið niður í sem svarar 1500 dollurum tonnið. Samningunum er haldið leyndum sem "viðskiptaleyndamáli" fyrir þeim sem eiga virkjunina, íslensku þjóðinni. Vitað er þó að orkuverðið sveiflast með heimsmarkaðsverði á áli.
Meðan þjóðinni er ekki gerð grein fyrir orkusamningnum veit enginn hvenær orkuverðið nægir ekki lengur til að skila neinum arði vegna þess að stanslaust þarf að borga upp lánin.
En kannski ríkir sama ástandið á þessum vettvangi og ríkti meðan ofneyslubólan og skuldaspilaborgin hlóðst upp, - að það sé óþægilegt að vita sannleikanna.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2008 kl. 11:41
Við sem áttum enga aðild að óráðsíunni, venjulegir Íslendingar sem ekki lifðum um efni fram og ekki áttum fé í sjóðum, við skömmumst okkar. Gallinn er bara sá að við virðumst vera þau einu sem kunnum að skammast okkar...
Ísdrottningin, 20.10.2008 kl. 18:53
Þú ert haldinn hræðilegri þráhyggju um Kárahnjúka Ómar. Mætti halda að þér finnst bankaævintýrið vera smámál í samanburði við Kárahnjúkaverkefnið. Hvers vegna ætti virkjunin og álverið (sem var 100 milljarða erlend fjárfesting inn í landið) að vera minna arðbært en Búrfellsvirkjun/Ísal á sínum tíma.
Þegar þú nefnir það að "skömmin mun vara í 1000 ára", við hvern áttu þá ? Stjórnvöld, verkalýðsfélög og atvinnurekendur, Austfirðinga, alþingi (80% þeirra), fleiri Íslendinga ? Finnst þér þetta við hæfi minn góði ?
Þú stakkst uppá því á sínum tíma að við skildum sleppa fyllingu í lónið og leika okkur um stund í gangnahlaupi og bjóða ferðamönnum (í göngin ?). Ef við hefðum gert þetta, hvar værum þá stödd? Finnst þér enn þann dag í dag, þetta hafa verið skynsamlegt ?
Hvað þurfum við að gera í dag Ómar ? Auka útflutning, efla iðnað, fá erlenda fjárfestingu o.fl. Komdu nú frekar með uppbyggilegar jákvæðar og raunhæfar hugmyndir en endilega slepptu Kárahnjúka-þráhyggjunni. Hún skaffar mörgum Austfirðingum atvinnu sem og öll þjónusta við álverið, matvæli, smá-iðnaður og önnur almenn þjónusta.
Gísli (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:37
Ertu virkilega að halda því fram Ómar, að bankakreppan sé Kárahnjúkum að kenna?
Tinnsl: Upphaflega planið með Hvalfjarðargöngin var 25 ár. Væntanlega verður það eitthvað styttra vegna góðrar afkomu en það eru bara liðin 10 ár frá opnun þeirra, svo gjaldið verður örugglega í nokkur á í viðbót.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 00:13
bendi ykkur Gunnar stóriðjufíkil, Tryggva og Gísla að lesa þessa grein og segja okkur svo að það borgi sig að búa til ál á Íslandi! Endemis vitleysa og ég búinn að fá mig full saddan á því hvernig það á að nauðga landinu mínu!! Ég er 22 ára og mun ekki vinna í álveri ég þekki engann í kringum mig sem vill það, hættið að segja okkur ungu kynslóðinni fyrir verkum látið okkur um að ráða því hvernig land við viljum!
Takk Ómar haltu áfram nú er lag að stöðva þessu vitleysu!
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:45
þessa grein:
http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/680796/
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 09:50
Sjávarútvegurinn er skuldsettur umfram eignir og mikið í erlendri mynt og sömu sögu er að segja um ferðaiðnaðinn. Þú talar um að kaffihúsin skili 13 miljörðum en það kemur ekki allt frá erlendum ferðamönnum, er það?
Stóriðjan fær ekki 40% afslátt af "listaverði" orkufyrirtækjanna. Nær er að áætla að þau borgi innan við 10% af verðskrá almenningsveitna. Sumir segja að við séum að borga niður verðið til stóriðju en það er missklilningur. Það er frekar á hinn veginn. Kárahnjúkavirkjun og Búrfellsvirkjun standa vel undir sér í sölu til stóriðju.
Raforkuverð til almennings á Íslandi, er með því lægsta sem þekkist í veröldinni. Samantektin er góðra gjalda verð, en forsendurnar eru ekki réttar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.