Var olía í slökkvifroðunni ?

Eitt stærsta viðfangsefni óvilhallra erlendra sérfræðinga sem óhjákvæmilega verður að fá til að skoða bankahrunið íslenska verður að athuga hvort aðgerðir og yfirlýsingar íslenskra og breskra yfirvalda 6. og 7. október hafi verið misráðnar. 

Neyðarlögin íslensku áttu að vera froða á elda bankakreppunnar en Björgólfur Guðmundsson færir að því rök að tímasetningin hafi verið kolröng og niðurstaðan orðið þveröfug við tilganginn, - þessi fordæmalausu lög hefðu virkað sem olía á eld sem læsti sig um alla íslensku bankana.

Á sama hátt eru breskir kunnáttumenn farnir að tala um að hryðjuverkalaganotkun Breta hafi verið vanhugsuð fljótfærnisaðgerð sem muni ekki ná þeim tilgangi sem að var stefnt heldur þvert á móti.


mbl.is Aðgerðir Breta sköðuðu alla bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér fannst þetta einmitt áhugavert í þessu viðtali.  Björgólfur hélt greinilega, eins og við hin, að menn vissu betur hvað þeir ætluðu að gera.  Hann heldur því raunar fram að FME hafi ekki haft hugmynd um hvað átti að gera!  Eða þannig skil ég orð hans.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég hef ekki enn sé frétt um fjölmenn mótmæli fyrir framan ættaróðal Björgúlfsfeðga. 

Á litli Bjögginn peninga eða á hann bara skuldir eins og hann reynir að telja fólki trú um? Ef hann á peninga og flytur þá ekki ALLA heim til Íslands nú þegar á að lýsa hann útlægan skógsmann.

Þeir peningar sem þessir Björgúlfsfeðgar eru skráðir fyrir eru okkar peningar. Fríkirkjuvegur 11 er okkar hús. Opnið það strax og gerið það að félagsmiðstöð fyrir fólk sem vill hittast, styðja hvert annað í vandræðum sínum og ræða framtíðina.

Vilhelmina af Ugglas, 26.10.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband