Ókostir fámennisins.

Það eru ýmsir kostir fólgnir í því að vera fámenn þjóð. Það getur oft eflt samkennd og samstöðu. En ókostirnir eru einnig stórir, svo sem öll þau hagsmunatengsl og klíkuskapur sem byggjast á því að flestir þekkja flesta. Ein helsta krafan nú hlýtur að vera að komast til botns í því hvað raunverulega gerðist og hvers vegna. Þá dugar ekki nein innlend "hvítbók" sem verði aðeins hvítþvottarbók.

Það er ástæða til að að halda þessari kröfu stíft fram og leyfa ekki undanbrögð. Mann grunar nefnilega að ætlunin geti verið að gera þetta á jafnónýtan hátt og gert var með stofnun Landsnefndarinnar svonefndu 1771 en í henni var aðeins einn útlendingur.

Ef þessu verður klúðrað verður það afdrifaríkt.  


mbl.is Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór
26. október, 2008 - 00:17

Sæll frænd úr Laxárdal

Aldrei hafa jafnmargir Íslendingar rekið við með öfugum enda á jafnsskömmum tíma.
Gerir virkilega enginn sér grein fyrir því við höfum ríkisstjórn og fjármálayfirvöld SEM EIGA AÐ SJÁ UM AÐ VIÐ SÉUM BÚIN UNDIR SVONA ÁFALL. Því miður er Ísland ekki í stakk búið til að sjá um að fjármálakerfi þjóðanna sé óbrigðult. Þið besservisserar sem eruð í raun ekkert annað en „frustreðarir looserar“ munuð Aldrei koma neinu í verk sem gagnast þessari þjóð, hvorki í mótlæti né meðlæti. Ég hef það á tilfinningunni að fáir sem hér ausa úr brunni visku sinnar og þekkingar Á ENGU, eigi um sárt að binda vegna þeirra hörmunga sem yfir hafa dunið. Ég lagði töluvert undir í von um skjótfenginn gróða. Það voru MíN mistök. Fyrir alla muni ekki taka upp hanskann fyrir mig og mina líka til þess eins að fá útrás fyrir ykkar ímyndaða ágæti og réttlætiskennd. Ef grannt er skoðað þá er megnið af þessum skrifum bull, í besta falli útrás fyrir eitthvað sem er ekki samboðið því sem ætti að vera það eftirsóknarverðasta í tilverunni: mannlega þættinum. Upphaf og orsök gyðingaofsóknanna fyrir síðari heimstyrjöld var nákvæmlega af sama meiði runnið og fárið sem nú dynur yfir Íslenskt þjóðfélag. Í stað þess að standa saman og vinna að lausn erfiðleikanna þá sitjum við hvert í sínu horni og rífum kjaft engum til gagns og örugglega engu til bjargar.

Lifið heil ef þess er nokkur kostur.

Halldór (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, við þurfum svo sem ekkert að bíða eftir því að stjórnvöld setji svona vinnu í gang.  Almenningur getur alveg aðstoðað.  Við getum byrjað að safna vitnisburði þeirra sem vilja segja frá.  Síðan væri það hlutverk hvítbókarmanna að sannreyna slíkan vitnisburð og nota hann til frekari rannsóknar.

Marinó G. Njálsson, 26.10.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvítbók er bók sem ríkisstjórn gefur út til að skýra afstöðu sína til einhvers tiltekins máls [sjá einnig Íslenska orðabók Menningarsjóðs] eða hvernig eigi að leysa núverandi eða komandi vandamál. Ríkisstjórn getur t.d. ákveðið að gefa út hvítbók um stefnu sína í orkumálum á 21. öld eða um efnahagsstjórn næsta áratugar og hvað beri að gera og hvað beri að varast svo dæmi séu tekin."

http://is.wikipedia.org/wiki/Hv%C3%ADtb%C3%B3k

Við vitum nú þegar að skýrari og betri reglur þarf um fjármálamarkaðina um allan heim. Það sem mönnum leyfist munu einhverjir gera, hversu heimskulegt sem það er fyrir þá eða aðra þegar til lengri tíma er litið.

Hafi hins vegar einhverjir gert eitthvað ólöglegt hér verða þeir dæmdir fyrir það, komist það upp á annað borð. Ríkissaksóknari lætur rannsaka þau mál og dómstólarnir dæma í þeim.

Hvað snertir uppgjör og yfirlit yfir "góðærið" hér undanfarin ár, sem Framsóknarflokkurinn var höfundurinn að, er hins vegar nóg að reisa styttu úr gulli af Halldóri Ásgrímssyni, í anda Saparmurat Túrkmenbasha, gegnt styttunni af Jóni Sigurðssyni, þannig að styttan snúi óæðri endanum að Alþingishúsinu og gefi skít í það í bókstaflegri merkingu, eins og hver annar mykjudreifari.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/05/03/gullstytta_af_turkmenbasha_fjarlaegd/

Þorsteinn Briem, 26.10.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Einar G. Harðarson

Verði haldið áfram á sömu braut þá mun slíkt efla samkennd og samstöðu til muna.

Ef fólk hefur ekki áhuga á að kjósa, þá hefur það ekki áhuga á að vera hér?

Við getum þá haft þetta allt innan fjölskyldunnar.

Einar G. Harðarson, 26.10.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband