Pattstaðan vegna ESB.

Svo virðist sem andstaðan við stöðu Davíðs Oddssonar sé meiri í Samfylkingunni en hjá Vinstri grænum. Það má einnig sjá það í skoðanakönnun Fréttablaðsins að þrátt fyrir fylgistap eru Sjallarnir og VG með meirihluta atkvæða. 

Staðan er því að því leyti óbreytt frá í kosningunum 2007 að Davíð (sem sagt er að hafi þá viljað samstarf með VG ) hefur það ennþá uppi í erminni að þessi tveir flokkar geta stöðvað áform um að tengjast ESB. 

Með þessu er Samfylkingin læst í faðmlagi Davíðs og Geirs, - hún getur ekki myndað stjórn með VG nema falla frá sívaxandi áherslu sinni á inngöngu í ESB, nú síðast í ályktun ASÍ. 

Meðan svona er málum háttað er varla annað að sjá en að eini möguleiki VG að komast í stjórn sé með Sjálfstæðisflokknum, svo mótsagnakennt sem það kann að sýnast. Ef halda á þeim möguleika opnum er nauðsynlegt fyrir VG að atast ekki of mikið í Davíð. Þeir kunna að þurfa á honum að halda. 

Kannski hef ég rangt fyrir mér en á taflborði stjórnmálanna þar sem menn sækjast eftir því að komast til áhrifa í ríkisstjórn og segja að það hafi aldrei verið brýnna en þegar viðfangsefnin eru mest krefjandi, - á slíku taflborði kann að vera óheppilegt að ryðja burtu mönnum af borðinu sem hafa sterk ítök í sínu liði.

Það verður ekki annað séð en að Davíð hafi Geir og forystu flokksins í vasanum, samanber eindregin ummæli Geirs í Kastljósinu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

VG eru miklir sigurvegarar í skoðanakönnunum...lengra nær það nú ekki hjá þeim.

Um leið og kosningabarátta hefst og málefnin fara að koma fram... minnkar fylgið fljótt... alveg öfugt við Samfylkinguna- hún kemur alltaf öflugri út í kosningum en skoðanakönnunum...

Sævar Helgason, 26.10.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Spurning er hvort að Sjálfstæðisflokkurinn klofni. Virðast vera sterk öfl innan hans sem vilja ESB. Hamfarirnar undanfarið hrekja þjóðina kanske með góðu eða illu inn í sambandið.

Davíð virðist hafa sterk ítök ennþá. Hann varð þó að beygja sig fyrir aðstoð frá Alþj.gjaldeyrissjóðnum.

Málið er kanske ekki svo flókið: Við höfum líklega ekki úrslitavald um hvort við viljum hanga á handónýtri og stórskaðlegri krónu. Þeir sem eru að skera okkur niður úr snörunni munu örugglega setja okkur skilyrði um að taka upp nothæfan gjaldmiðil.

Jón Ragnar Björnsson, 27.10.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband