30.10.2008 | 17:59
Myndin skýrist.
Upplýsingar Geirs H. Haarde um það hann hefði viljað stuðla að sameiningu Glitnis og Landsbanka í ágúst en forráðamenn bankanna talið það ástæðulaust sýnir hve andvaralausir bankamennirnir voru á þeim tíma og fullir afneitunar.
Þegar Geir hinsvegar segir að tilboðið fræga á ögurstundinni um svipað efni hefði verið ómögulegt er á hitt að líta að svo virðist sem ekkert hafi verið gert af hálfu ríkisins til að koma með breytingartillögur við tillögurnar. Kannski fannst þeim í of mörg horn að líta, - kannski var tímahrakið of mikið.
Ef það er rétt hjá Björgólfi sem ekki hefur verið mótmælt, að forstöðumaður sjálfs Fjármálaeftirlits Bretlands hafi verið í útkalli hinn örlagaríka sunnudag til að koma Icesafe undir breska lögsögu á fimm dögum er ljóst að það var mikið ólán að hér heima virtist ekkert aðhafst í því máli.
Við sjáum hér atburðarás sem sýnir að á flestum stigum málsins voru einhverjir aðilar þess og stundum allir alls ekki með á nótunum og klúðruðu hugsanlega tækifærum sem hefðu gert lendinguna eitthvað mildari. Það munar um innistæðurnar á Icesafe, sem nú eru eins og sker, sem nágrannaþjóðirnar Bretland og Ísland hafa nú strandað á.
Athugasemdir
Viðhorfsbreyting hjá Breska fjármálaeftirlitinu þurfti ekki að koma á óvart eftir að Sir Adair Turner kom þar til forystu. Það er maður sem sýndi strax virkan vilja til að snúa ofan af öllu ruglinu og byrjaði t.d. á því að banna skortsölu hlutabréfa. Bloggaði um þessi sinnaskipti hér á dögunum.
Sennilega hefur íslensku ríkisstjórninni ekki verið ljóst að með skipan Adair Turner í embætti og með flokksþingi Breska Verkamannaflokksins í september sl. þá var sleginn breyttur taktur í glímunni við ofþenslu og áhættu fjármálafyrirtækjanna og hinn mjög svo vafasömu "fjármálaafurðir" - sem settu skriðuna af stað.
Benedikt Sigurðarson, 30.10.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.