Gott að eiga góða að.

Bandarísku olíufyrirtækin hafa átt hauk í horni þar sem George W. Bush er. Fróðlegt hefur verið að sjá í heimildarþáttum og annars staðar hvernig menn fyrirtækisins hafa verið innstu koppar í búri forsetans, og til dæmis strikað óþægilegar setningar út úr skýrslum færustu vísindamanna um hlýnun jarðar og fengið eins öflugan stuðning við sig og forsetanaum var framast unnt.

Jarðefnaeldsneytið er enn langverðmætasta og jafnframt langvandmeðfarnasta orkulind jarðar. Bæði er auðlindin takmörkuð og veldur gríðarlegum áhrifum á lífsskilyrði jarðarbúa.

Það mun síðar skráð á spjöld sögunnar hvernig kynslóðir olíualdar (samanber steinöld, bronsöld) drýgðu þann glæp gagnvart afkomendum sínum að bruðla með þennan auð í takmarkalítilli eigingirni á kostnað komandi kynslóða. Við Íslendingar höfum verið hvað fremstir bruðlaranna hvað snertir bíla- og skipaflotann.  

Á spjöldum sögunnar um bruðl olíualdarinnar munu nöfn Exxon og Bush verða ofarlega á lista.


mbl.is Mesti hagnaður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta á bara við olíusölu, OPEC klíkan sem ég vill meina að séu glæpasamtök og ætti að leysa upp og ákæra fyrir alheimi fyrir morð á fólki í milljónatali ! OPEC leggja á ráðinn með verðsamráð um olíu sem kreistir upp verð á öllum lífsnauðsynjum og verður þess valdandi að þriðjaheimsríki hafa ekki efni á mat og fólk sveltur í hel.

Sævar Einarsson, 30.10.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við getum ekki breytt heiminum en við getum byrjað á því að taka til hjá okkur sjálfum. Notað strætó og látið duga einn heimilisbíl. Bruðlið með orkuna er mest hjá auðmönnum. Það er stundum merkilegt að horfa upp á fólk sem ferðast um á einkaþotum að predika um umhverfisvernd. Það þarf að breyta hugarfari. Það er hallærislegt að keyra um á stórum jeppum eða fljúga í einkaþotum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Tökum aftur í notkun seglskipin, handróum til að veiða fisk og hestaflutninga til að koma vörum á milli landshluta ....

Sævar Einarsson, 30.10.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er líka hægt að nota það sem er á milli eyrnanna á sumum og þróa valkosti við olíu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband