Eftir 50 ára baráttu...

Eftir hálfrar aldar baráttu KSÍ og tugi tilrauna við að koma íslensku landsliði á stórmót voru það konurnar sem létu drauminn rætast!

Ef ég syngi Jóa útherja upp á nýtt og skipti út kalli Egils rakara: "KR-ingar, þið eigið leikinn!", og líka svariinu: "Þegiðu, Egill, þetta er landsliðið!", þá  myndi þetta hljóma svona núna úr munni Bjarna Fel: "Áfram, strákar, þið eigið leikinn!" Og svarið yrði: "Þegiðu, Bjarni, þetta eru stelpurnar!"

Til hamingju, stelpur! Hvern hefði órað fyrir þessu fyrir tíu árum.  


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mig óraði nú alveg fyrir þessu fyrir tíu árum. Það hafa þá verið kynórar.

Þorsteinn Briem, 31.10.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ómar ... lífið er yndislegt!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.10.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Ómar, hvet þig eindregið að endurútgefa þetta til styrktar landsliðinu!  Snilldarhugmynd.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábær leikur hjá stelpunum og skemmtilegur.   Það eina leiðinlega við leikinn var þegar þeir sem lýstu honum í sjónvarpinu sögðu að írsku stelpurnar væru lélegar, þegar staðan var orðin 3-0 fyrir okkur. Það voru þær alls ekki, þó íslensku stelpurnar væru greinilega sterkari aðilinn í leiknum. "Engin er sterkari en andstæðingurinn leyfir", sagði einhvers staðar og það átti við í þessum leik.

Til hamingju stelpur, þið voruð stórkostlegar! Og ég er farinn að bíða spenntur eftir úrslitakeppninni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 01:51

5 Smámynd:

Þetta var nokkuð góð hugmynd   Þær voru jú alveg ótrúlega flottar, stelpurnar okkar.

, 31.10.2008 kl. 09:53

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vonandi höfum við efni á að senda þær út.

Baldur Gautur Baldursson, 31.10.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Ómar stelpur eru flottar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband