1.11.2008 | 21:15
Sá þetta utan frá.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var vestan hafs eins og ég þegar Davíð Oddsson gaf sjónvarpsstöðvum tækifæri til að spila aftur og aftur setninguna: "Við borgum ekki..." Ég veit ekki hvort hún upplifði svipað og ég, mikla persónulega skömm yfir því að vera Íslendingur og fá allt í einu framan í sig, þegar maður sagði útlendingum frá þjóðerni sínu: "Já, þú ert einn af þrjótunum sem ætla ekki borga eða standa við neitt."
Forsætisráðherra segir að ekki megi hagga við Davíð. Ef það má ekki, þá má auðvitað ekki hagga við neinum því að hann hefur gert flest og mest axarsköftin. Og ef Davíð víkur er röðin komin að fleiri.
Ljóst er að Samfylkingin ætlar að nýta sér veika stöðu Sjálfstæðisflokksins með því að aðgreina sig frá honum á þann hátt að velja sér atriði þar sem hún geti fiskað í gruggugu vatni og beint athyglinni frá eigin ábyrgð á því hvernig komið er, hafandi bæði viðskiptaráðherra og formann viðskiptanefndar.
Lokatakmarkið kann að vera að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn á þann hátt að meirihluti hans, sem vill evru og aðildarumsókn að ESB, taki völdin, og Davíð, Geir og LÍÚ-hópurinn kljúfi sig frá.
Athyglisvert er að þetta er fyrsta skoðanakönnunin í mörg ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki myndað stjórn með VG með þá stefnu að vera áfram utan ESB. Það veikir stöðu flokksins mjög ef hann getur ekki lengur spilað á það að geta í krafti stærðar sinnar valið sér samstarfsflokk í ríkisstjórn.
Það getur Samfylkingin hins vegar og er að þessu leyti komin í þá stöðu sem hefur verið sterkasta vopn Sjálfstæðisflokksins í allri sögu hans.
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Foringjadýrkun á Davíð hefur verið slík meðal innvígðra í Flokknum að afsögn hans er mjög stór biti að kyngja. Hannes Hólmsteinn skrifaði í vikunni grein í blað eingöngu til varnar Davíð. Svo er það spurning hvort það sé honum til bóta að faðir frjálshyggjunnar komi honum til varnar á þessari tímum.
Það hefur endurtekið verið spilað þessi vanhugsuðu ummæli seðlabankastjóra í Kastljósi. En forsætisráðherra Geir Haarde talaði á svipuðum nótum í ávarpi sínu til þjóðarinnar í aðdraganda neyðarlaga. Að tilgangur þeirra væri að slá skjaldborg utan um innlenda hagsmuni og að afstýra ábyrgðum á skuldum erlendis sem gætu stefnt´Íslandi í þjóðargjaldþrot.
Vissu þessir forystumenn ekki af alþjóðlegum skuldbindingum landsins gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum sem starfa í öðrum löndum?
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.11.2008 kl. 21:41
Sæll Ómar. "Mynni" mitt nær aftur til 1773. Þannig, að sögur sem mamma, amma, langamma, langalangamma og langalangalnaamma langalangalangalangaamma sögðu dóttur til dóttur lifa enn. Sú elsta Þuríður Pálsdóttir sem ég hélt eftir eðli saganna að látist hefði skömmu fyrir eða eftir seinna stríð lést óvart hundrað árum fyrr og var sonadóttir Mála-Snæbjörns.
Flestar sögurnar gengu út á ráðsnilld gáfur og hógværð þessara kvenna. Í öðru lagi fátækt og aftur fátækt.
Það sem verður öðruvísi hjá dætrum og dótturdætrum þessara kvenna sem nú lifa er:
Engin þessara formæðra skulduðu neitt, engin þessara formæðra fóru á vergang, engin þessara formæðra sultu (átu þó alls ekki hrossakjöt), engin þessara formæðra var atvinnulaus.
Það sem verður svipað: Þeim gengnu var ekki vel við sýslumanninn (undantek Skúla Thor.) dæturnar munu hata hann þegar hann ber þær út af heimilinu og þær fara á vergang með börnin í fyrsta skipti í tvær og hálfa öld.
En sameiginlegt eiga þær; að þeir stjórnmálaslæpingjar sem uppi vóru og eru, var og er nákvæmlega sama um hlutskipti þeirra.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 22:53
40% í könnuninni eru óákveðin. Svolítið skrítið að tæpur helmingur þeirra sem tekur afstöðu kýs flokka sem eru á móti ESB aðild, en svo eru 80% sem vilja aðild.
Þetta sýnir bara að fólk er ráðvillt og reitt og segir hvað sem er í könnunum við þessar aðstæður, segist jafnvel kjósa VG! En svo rjáttlar af fólki og það nær áttum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 22:59
"Svo rjátlar af fólki "__>" Svo verður lýðurinn jafnleiðitamur og fyrr" - Ætli megi ekki búast við því, G.TH.G., að sama fólkið lát teyma sig aftur í sama foraðið. - Gott að einhverjum er huggun i því.
H G, 1.11.2008 kl. 23:45
Ég reikna nú með að regluverkinu um bankana verð breytt í kjölfarið á þessum ósköpum. En Guð forði okkur frá því að VG komi mjög mikið að þeim reglubreytingum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2008 kl. 23:49
Á Guð nú að fara að skipta sér af bankamálum á Íslandi.
Máni Ragnar Svansson, 2.11.2008 kl. 00:31
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vor mun flokkurinn hugsanlega skipta um stefnu í Evrópumálunum. Þá kemur hestasveinn Stjána bláa á Akureyri aftur í bæinn.
Í fyrravor kveikti hann í Fröken Reykjavík en í vor verður eldsmaturinn annar og meiri. Og fleiri í slökkviliðsbúningi en borgarstjórinn í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 2.11.2008 kl. 00:39
Í knattspyrnunni er það þjálfarinn sem velur liðið, ákveður leikskipulag og stjórnar af hliðarlínunni. Ef liðið hans er rassskellt hvað eftir annað er hann yfirleitt látinn fjúka og annar ráðinn í staðinn.
Ef þjálfarinn er með óhæfa menn í liði sínu sem misnota hvert marktækifærið á fætur öðru og færa andstæðingunum mörk á silfurfati með götóttum varnarleik á hann að skipta þeim út og gefa varamönnunum tækifæri.
Forsætisráðherra skipar stjórn Seðlabankans. Ef stjórnarmenn gera sig seka um að kalla yfir hagkerfi landsins hryðjuverkalög með blaðri sínu á hann að hafa manndóm til að reka þá menn.
Hafi hann ekki manndóm til þess á hann að segja af sér sjálfur.
Theódór Norðkvist, 2.11.2008 kl. 02:07
Líst vel á þig Ómar. Orðinn beittur!
Gunnlaugur spyr spurningar sem vert væri að fá svar við: "Vissu forystumenn ekki af skuldbindingum landsin gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum sem starfa í öðrum löndum?"
Ef þeir vissu..hversvegna var ekkert gert í málinu?
Icesave reikningarnir voru stofnaðir meðan framsóknarflokkurinn réð bankamálum, samskonar reikningar voru stofnaðir í Hollandi eftir að samfylkinin tók við þessum málaflokki. Gerðu ráðherrar þessara flokki sig seka um "stórkostlega vanrækslu í starfi"??? Ef svo er? ....er þetta þá lögreglumál? ...Ef þetta væru læknar???......?
sigurvin (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:04
Davíð Oddsson er búinn að eyðileggja orðspor Íslendinga erlendis.
Á meðan hann og klíka hans hefur yfirráð yfir fjármálum Íslands fær landið enga fyrirgreiðslu.
Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3
Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.
(Ruv er því miður búið að taka þetta viðtal af vefnum)
Rússarnir eru á sömu skoðun.
Hlustið á þessi viðtöl úr Sænska útvarpinu
Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar.
Maður heyrir á Fredrik Reinfeldt að honum líst ekkert á að lána þessum vitleysingum pening.
Hann vill vera viss um að þessi hjálp komi almenningi á Íslandi til góða.
Hlusta;
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422352
Fortsatt väntan på stöd för Island
Det krisdrabbade Island får vänta ett tag på ekonomiskt stöd av sina nordiska grannländer.
De nordiska statsministrarna beslöt på ett möte i Helsingfors på måndagen att låta en arbetsgrupp utreda
hur Island bäst tar sig ur krisen innan man skickar pengar.
Fredrik Reinfeldt intervjuas.
Geir Haarde í hlutverki Gosa
Orsök hrunsins er ekki á Íslandi segir Geir!
Hvað er nefið á Geira Gosa orðið langt?
Alluri heimurinn veit að hann lýgur.
Hlusta:
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422082
Island förhandlar om nordiskt stöd
http://www.sr.se/cgi-bin/ekot/artikel.asp?Artikel=2404040
Fortsatt väntan på stöd för Island
http://www.sr.se/ekot/artikel.asp?artikel=2404349
Lánið sem Íslendingar verða núna að taka vegna vanhæfni Davíðs Oddssonar er 6 milljarðar $
6 x 244 = 1464 milljarðar ISK!
Niðurstaða af þessu er ótvíræð!
Það verður að efna til kosninga sem fyrst og koma hinni spilltu valdaklíku Geirs og Davíðs frá.
Þá er fyrst hægt að hefja endurreisn lýðveldisins.
RagnarA (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:55
Ekki dettur mér í hug að vera á móti Bretum sem þjóð, hvað þá breskum einstaklingum, þó forsætisráðherra þeirra hafi hagað sér umdeilanlega og krísa sé milli íslenska og breska ríkisins. Menn eiga ekki að gera misvitrum stjórnvöldum það til geðs að fara að verða illa við heilar þjóðir vegna milliríkjadeilna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.