5.11.2008 | 12:27
Roosevelt-Kennedy-Obama.
Barack Obama fylgir í fótspor tveggja demókrata sem urðu forsetar á tímamótum í Bandarískri sögu þegar demókratar tóku við Hvíta húsinu af republikönum. Eins og F.D.Roosevelt tekur Obama við völdum á krepputímum, þó ekki eins alvarlegum og í kreppunni miklu. Kennedy tók hins vegar við blómlegu búi. Sumir óttast að Obama muni vegna verr en Kennedy af því að hann tekur við á erfiðum tímum.
Forsetatíð Roosevelts í samanburði við forsetatíð Kennedys sýnir hins vegar að sé forsetinn afburðamaður eins og Roosevelt var, getur hann skipað sér á fremsta bekk með forsetum Bandaríkjanna.
Roosevelt var fyrsti fatlaði maðurinn sem varð forseti. Kennedy var fyrsti forsetinn sem ekki var mótmælandi. Obama er fyrsti blökkumaðurinn. Ég fylgdist eins vel og ég gat með Obama í Bandaríkjadvöl í haust og þessi yfirlætislausi og yfirvegaði maður heillaði mig.
Ungur og ferskur boðberi nýrra tíma eins og Kennedy var og með svipaða persónutöfra.
Ekki síst er ferill hans í ferðum um heiminn lýsandi fyrir þennan mann. Þrátt fyrir ungan aldur hefur liklegast enginn Bandaríkjaforseti búið yfir jafn dýrmætri reynslu frá mismunandi menningarheimum eða misjafnari lífskjörum manna.
Það er ekki tilviljun að hann býr yfir þessum bakgrunni. Hann stýrði þessu lífshlaupi sínu sjálfur eftir því sem hann gat og hefur fyrir eigin verðleika komist í bestu aðstöðu sem nokkur annar í valdamesta manns heims til að leiða mannkynið á viðsjárverðum tímum.
Þetta afrek Obamas er sigur fyrir Bandaríkin, sigur fyrir lýðræðið og sigur fyrir mannkynið.
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.