8.11.2008 | 10:25
Hefðbundin viðbrögð í lýðræðisríki.
Allt frá dögum Gandhis og síðar Martin Lúthers Kings hefur þróast ákveðið form þeirra þátttöku borgaranna í lýðræðinu að koma saman og mótmæla því sem fólk telur þarft að tjá sig um. Þetta er orðin hefð í öðrum löndum en hér á landi virðist einhver feimni við að nýta þennan sjálfsagða rétt og láta fulltrúana í fulltrúalýðræðinu vita af því hvað er að gerast í hugum fólks á fleiri stundum en rétt meðan kjörseðill er látinn detta í kassa.
Það er ekki gott fyrir Íslendinga út á við ef fólk, sem telur sig illa leikið, mótmælir aðeins erlendis. Ef ekki er hreyft samskonar andmælum hér landi styrkir það þá ímynd Íslendinga, sem sjá mátti spilaða æ ofan í æ í sjónvarpsfréttum erlendis, að íslenska þjóðin væri samansafn skúrka sem borguðu ekki, stæðu ekki við skuldbindingar sínar.
Útlendingar mega vel vit af reiðinni og óánægjunni sem sýður á þúsundum Íslendinga sem eru grátt leiknir.
Sameinast gegn Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mætum öll í dag og sýnum að okkur er ekki sama!
Úrsúla Jünemann, 8.11.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.