"Finnska leiðin" - tvær leiðir.

Þegar ég hóf að ræða opinberlega það sem kalla mátti "finnsku leiðina" átti ég við þá hlið endurreisnarinnar eftir kreppuna í Finnlandi sem laut að því að hætta við stórvirkjun og stóriðju og einbeita kröftunum að þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Í Lapplandi var 50% atvinnuleysi en þar tókst að koma þeim hluta Finnlands á þann stall að fleiri ferðamenn koma þangað nú yfir vetrarmánuðina eina en allt árið hér á Íslandi.

Á Austurvelli í dag var hins vegar í ræðu beðið um að gjalda varhug við "finnsku leiðinni." Þar var átt við hin hrikalegu mistök og ranglæti á félagslega sviðinu sem hafði skelfilegar afleiðingar fyrir fjölda fólks.

Ekki dettur mér í hug að mæla með þessari hlið þeirra rástafana sem Finnar gripu til. Að því leyti getum við lært af biturri reynslu þeirra og lært af henni til sem víti til varnaðar.

En við getum líka lært af þeirri góðu reynslu sem fólst í því að beisla hugvit, menntun og frumkvæði í þekkingariðnaði frekar en að fara út í stórkarlalegar stórvirkjanir og stóriðju. Það er sú "finnska leið" sem ég er að tala um, - ekki sú "finnska leið" sem fólst í stórkostlegu félagslegu ranglæti.


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er rétt hjá þér Ómar hlutirnir eru ekki alltaf svartir eða hvítir. Það má læra af því sem vel var gert í Finnlandi en henda öðru.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:20

2 identicon

Innlent | mbl.is | 25.6.2007 | 14:19

Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.

Afnám 10% álags vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandi til að bæta gráu ofan á svart

Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.

Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk. Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''

Eigum við að mótmæla því að Bretar þiggja byggðaaðstoð frá Íslendingum á kostnað landsbyggðarinar á Íslandi???

Hvað með að setja af stað aftur fiskiðnaðarskólann og í framhaldinu að finna leiðir til að fullvinna hráefnið hér á landi??

A.m.k þýðir ekki að við séum að reka byggðastefnu fyrir aðra á okkar kostnað eins og ríkisstjórnin gerir sem er hér við völd og sjá má hér ofar í frétt mbl. í fyrra.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:27

3 identicon

Um eignarhaldsrétt útgerðarfélaga á kvóta.

Lög nr. 38 1990 1. gr. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.”

Hér má sjá á þessum lögum að sjávarútvegsráðherra okkar Íslendinga fer ekki eftir vilja laganna. Í lögunum er verið að tala um byggðirnar á Fróni ekki erlendis. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Varðandi finnsku leiðina Ómar:  það er einmitt hárrétt að sú leið sem Finnar beittu upp úr kreppunni eftir hrun Sovét-tengdra viðskipt og bankakrísuna þeirra var leið sem lýsa má með þremur skrefum

  1. Aðild að ESB
  2. Markviss fjárfesting í menntun og rannsóknum og endurþjálfun vinnuaflsins
  3. Samstillt átak ríkisvalds og sveitarfélaga  og atvinnulífs í uppbyggingu á svæðisbundnu nýsköpunarumhverfi - - með vísinda- og tæknigarða í tengslum við háskóla

Þetta skilaði þeim efnahagslegum vexti - - um leið og þeir neyddust til að glíma við  ofboðsleg félagsleg vandamál á þeim svæðum sem mættu allt að 60% atvinnuleysi.

Hvernig var annars á Akureyri þegar Sovétmarkaðirnir hrundu og Sambandsiðnaðurinn sagðu upp öllu sínu fólki?????

Benedikt Sigurðarson, 8.11.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Sammála þér Ómar hugvitið og ferðamál það er málið, eins og ég hef sagt áður.

 Það virðist bara vera svo takmörkuð þekking hjá fólki, að það sér það ekki, sennilega vegna þess að það hefur ekki kynnt sér þær leiðir og getur ekki með nokkru móti séð það fyrir sér. Er ekki  oft talað um að við séum hrædd við það sem við vitum ekki, mæli með að fólk hugsi aðeins út fyrir ramman. 

Sigurveig Eysteins, 9.11.2008 kl. 01:35

6 identicon

Já , ég skil hvað þú ert að fara. Taka það besta úr finnsku leiðinni og aðlaga það að okkur, t.d. með því að leggja áherslu á menntun, nýsköpun o.s.frv. Engar nýjar virkjanir, ýta undir ferðamannaiðnaðinn, sprotafyrirtæki. Það er svo margt hægt að gera. En ástandið framundan er skelfilegt fyrir venjulegt launafólk, æ minna verður úr peningunum og hvenær kemur að biðröðunum sem hún lýsir hún Sólveig, heitir hún ekki það? Koma í veg fyrir að fólk svelti.

Nína S (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 03:41

7 Smámynd: Tryggvi Thayer

Hvaðan hefurðu það að Finnar hafi "hætt við" stóriðju? Vatnsorka var virkjuð þar eins og hægt var á áratugum áður. Jú, reyndar voru það að einhverju leyti umhverfisverndar sjónarmið sem varð til þess að þeir hættu því, en líka bara það að lega landsins hentar illa til vatnsvirkjunnar. Þess vegna hafa þeir snúið sér að kjarnorku.

Stóriðja er mikil í Finnlandi, t.d. málmiðnaður og pappírsiðnaður, og orkuþörf gríðarlega mikil. Þetta er heilmikið mál fyrir Finna og þeir þurfa að kaupa eldsneyti og orku í stórum stíl frá nærliggjandi löndum.

Finnar hættu ekki við stóriðju, heldur fóru þeir bara að leggja aukna áherslu á þekkingariðnað með ýmsum aðgerðum, s.s. að styðja við menntakerfið, velferðarkerfið og rannsóknir.

Tryggvi Thayer, 9.11.2008 kl. 06:15

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á í fórum mínum kvikmyndað viðtal við einn sérfróðasta blaðamann í umhverfismálum í Finnlandi sem ég tók 2003 eftir ráðstefnu á Hótel Esju, sem þá var. Hann greindi mér skilmerkilega frá því í þessu viðtali að þegar kreppan hófst hefði enn verið óvirkjað sem svaraði einni stórvirkjun í Norður-Finnlandi og það því komið upp á borðið að ráðast í hana.

Í staðinn hefði verið ákveðið að einbeita kröftunum í Lapplandi í ferðaþjónustu og selja á veturna þetta fernt: Kulda, myrkur, þögn og ósnortna náttúru.

Ég birti aldrei þetta viðtal vegna þess að ég varð ævinlega að gæta þess að hafa tilbúnar að minnsta kosti eina til tvær "jákvæðar" fréttir um þessi mál. Ákvað í staðinn að fara á eigin vegum til Lapplands og kynna mér þetta og sýna síðan í fréttum sjónvarps árangur ferðaþjónustunnar.

Ég varð að fara varlega við birtingu slíkra frétta til að komast hjá ásökunum um hlutdrægni og sleppti því viðtalinu um áformin um stórvirkjunarframkvæmdirnar.

Ómar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 07:08

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lauslega tengt þessu, þá vil ég benda á þettta:

Í þessu viðtali talar Tryggvi Þór um að gríðalegar eignatilfærslur eigi sér nú stað hjá bönkunum. Hann varar við því að flanað sé að neinu þar og kallar á gagnsæi. Nefnir afsal stórs hluta Nokia í erlendar hendur fyrir slikk í tilfellum Finna og illbætanlegt tjón af þeim sökum, sem þeir eru enn að sýta.

 Hvaða eignir er verið að selja hér og til hverra og fyrir hve mikið? Hve nærri heggur það sjálfstæði okkar? Hvaða risar eru að kaupa? Hverjir verða drottnarar okkar í náinni framtíð?  Þetta verðum við að fá að vita. Þetta er algert lykilatriði. Í bönkunum liggja hlutir í orkufyrirtækjum og orkudreifingu landsins og það jafnvel ráðandi hlutir. Þar liggja gríðarlegar landa og hlunnindaeignir, laxár og guð veit hvað. Þar liggur einnig stór hluti fiskveiðikvóta Íslendinnga og bréf í iðnaði og verslun. Öllu! Hreinlega fjöregg og framtíð þjóðarinnar á silfurfati.
 
Stjórnvöld tala um að borga ekki skuldir óreiðumanna en eru ekki í neinni aðstöðu til slíkrar kokhreysti.  Það er verið að gera það nú þegar með sölu á eignasafni og veðum bankanna. Eignasafni, sem snertir sameign okkar og sjálfstæði. Það er verið að borga skuldir óreiðumanna og það með útsölu á auðlindum okkar! Áttarðu menn sig á þessu?  Auðvitað verða erlend lán ekki notuð til að borga óreiðuna. Það veit raunar enginn hvað menn ætla að gera við þá peninga. Menn vita upphæðina upp á 0.1 milljarð dollara og ekkert meir. Það hlýtur að vera vitað fyrir hverju er verið að safna um allar jarðir?  Ekki veit ég það og ekki þú.

 Ef eitthvað þarf virkilega upp á yfirborðið nú, þá er það þetta.   Menn verða að fara að lesa rétt í gegnum stofnanamálið og laga-jargonið. Það er eins og að lesa í garnirnar á kjúlla, en það er verið að segja okkur mikið á milli málsgreina, sem hefur úrslitaþýðingu fyrir landið okkar.

Eignastýring, eignasöfn, eignatilfærsla. Vilja menn vita hvað það þýðir? Nú er kominn tími til að spyrja.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 08:39

10 identicon

Ég tek undir með Tryggva Thayer hér á undan. Ég kannast ekki við að nokkur umræða hafi verið um virkjanir á árunum 1990 - 1996 en þá átti ég heima í Finnlandi og fylgdist vel með þjóðmálaumrædu. Eins og Tryggvi réttilega bendir á er Finnland mjög flatlent til suðurs og lítil fallhæð ,enda búið að virkja t.d. við Kotka og þarf að fara alla leið norður að Kemi älv til þess að finna eitthvað verulega bitastætt að virkja.
Búið var að byggja efnaverksmiðju og olíuhreinsunarstöð í Sköldvik( Neste).
Hins vegar eru þegar 5 kjarnorkuver ( reaktorer) í Finnlandi.

Að vísu var "Gröna förbundet" að bæta vid sig fylgi á þessum árum en það var sökum kjarnorkuveranna.

 Mig furðar á þessari umræðu.

benediktus (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:31

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í Ingå (Inkoo) er kolaraforkuver sem brennir 180.000 tonnum á sólahring þegar kaldast er og framleiðir 250-300 MW og er áformað að loka því 2016.   Þá þarf að finna nýa leið til að framleiða rafmagn, þá kemur til greina að byggja enn eitt kjarnorkuverið.  Er þetta finska leiðin sem Ómar er að tala um.

http://www.yle.fi/svenska/nyheter/sok.php?id=141007&lookfor=&sokvariant=arkivet&advanced=yes&antal=10


Raforkuverið í Ingå er um 50 km í sjónlínu frá miðborg Helsingfors.  Þegar ég hef verið að fljúga með finnskan mág minn um hálendi Íslands að vetri til, dáist hann af hvita snjónum sem við höfum hér.  Hann býr í um 10 km fjarlægð frá Ingå og þar er snjórinn alltaf grár af kolasallanum, - aldrei hvítur. 

Hann öfundar okkur mikið af hreina loftinu og vatnsaflsstöðvunum sem við höfum.

Benedikt V. Warén, 10.11.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband