"Mótmælin snerust upp í..."

Í fréttum var sagt að mótmælin á Austurvelli hefðu "snúist upp í það að kasta eggjum í Alþingishúsið og að mannfjöldinn hefði veist að lögreglunni, sem var fáliðuð. Sömuleiðis mátti halda af myndum og frásögn að á friðsamlegum fundi við Ráðherrabústaðinn um daginn að liður í mótmælafundinum þar hefði verið að brenna fána.

Fánabruninn hófst á vegum fámenns hóps eftir að fundinum hafði verið slitið og var því alls ekki hluti af fundinum.

Síendurteknar frásagnir af þessu tagi varpa röngu ljósi á hegðun nær allra fundarmanna á mótmælafundunum. Fundurinn á Austurvelli í dag var auglýstur sem friðsamlegur fundur þar sem fluttar yrðu nokkrar ræður og fundi síðan slitið. Við þessa dagskrá var staðið í einu og öllu.

Tiltölulega fámennur hópur lét hins vegar til sín taka upp við Alþingishúsið og nær allir fundarmenn komu þar hvergi nálægt, heldur komu, voru og fóru á eins friðsamlegan hátt og hægt var. Fundurinn "snerist ekki upp í það" að ráðast á Alþingishúsið og mannfjöldinn, 4-5 þúsund manns, veittist ekki að lögreglu.

Enn ríkir frelsi hér á landi til að tjá skoðanir sínar á almannafæri og engir aðstandendur funda hafa til þess vald né aðstöðu til að koma í veg fyrir að einstakir einstaklingar eða örlítill hluti þeirra sem eru á svæðinu kjósi að fylgja ekki dagskrá fundarboðenda, heldur mótmæla á sinn hátt. Það er þeirra mál.

Þegar fundinun hafði verið slitið á Austurvelli í dag gekk ég í áttina að Geir Jóni Þórissyni yfirlögregluþjóni, vini mínum, sem stóð vestan við Alþingishúsið til að forvitnast hvað um væri að vera, heilsaði honum, og hélt þaðan í átt frá húsinu. Ég tel mig ekki hafa "veist að" Geir Jóni, lögreglunni né nokkrum öðrum, hvað þá nær allir fundarmenn sem komu og fóru friðsamlega af vettvangi á sama hátt og ég.


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Sæll, Ómar.

Mikið rétt hjá þér að á Íslandi ríki tjáningarfrelsi og ef það eru einhverjir sem kjósa að nota aðrar aðferðir til að mótmæla ástandinu en aðstandendur mótmælanna telja að sé æskilegt þá mega þeir gera það.

Það er slæmt að ekki sé hægt að tala um íslenska fjölmiðla sem rödd alþýðunnar þegar þeir reyna að brjóta hana niður með því að einblína á það sem fór fram utan dagskrár mótmælafundarins.

Mbk.
Vilhelm Smári

Vilhelm Smári Ísleifsson, 9.11.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var einnig viðstaddur mótmælafundinn í gær á Austurvelli. Hann fór mjög vel fram og búið var að slíta honum þegar þessi uppákoma við þinghúsið hófst. Fundarmenn voru hvattir til að ganga vel um og skilja ekkert rusl eftir og var það til mikillrar fyrirmyndar.

En það hefur aldrei þótt sérstaklega fréttnæmt að segja frá fundi sem fer friðsamlega fram. Dálítill hópur fólks sem sýnir af sér hegðun sem er því ekki til fyrirmyndar er það sem fréttamenn leggja áherslu á. Þetta er ekki góð fréttamennska.

Mosi  

Guðjón Sigþór Jensson, 9.11.2008 kl. 09:50

3 identicon

Ekki gleyma einu.  Sjálfstæðisflokknum finnst staða fréttastjóra sjónvarps svo mikilvæg að hún er talin ígildi ráðherradóms enda hefur þeim aldrei verið sama hver skipar það embætti. 

Munið að sá síðasti var sóttur úr feitu embætti úti í bæ til að komast hjá að ónefndur þáverandi innanbúðarmaður á RÚV fengi starfið.

Hann er hlýðinn og trúr sínum yfirboðurum en svíkur eigendur sína, það er okkur.

Um aðra fjölmiðla þarf ekki að ræða. "Saurgun" Baugsfánans var á þeim bænum meiri frétt en tilefni fundarins að ég nú ekki tali um ræðu Einars Más Guðmundssona.

 Fréttamenn fengu allir falleinkunn í gær. 

101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:34

4 identicon

Lögreglan var ekki fáliðuð Ómar, það voru Econolinear í röð fyrir aftan Alþingishúsið, fullar af lögreglumönnum, þeir voru bara hafðir fáir fyrir framan húsið, sennilega til að ögra ekki mótmælendum um of.

Arngrímur (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 12:32

5 identicon

Kemur þér á óvart þessi umfjöllun?

Ertu búinn að gleyma mótmælunum við Rauðavatn? Þar sá lögreglan til þess að gera allt brjálað, til þess að hafa afsökun til að sýna "vald" sitt. Í imbakassanum var alltaf talað um aðfarir að lögreglunni, en heyrðist "hin" hliðin á málinu?

Eigum við kannski að rifja upp mótmælin, skoða upptökurnar og tala við fólk sem var handtekið?Eigum við að skoða betur hvernig lögreglan hagaði sér þá?

Svo er oft talað um aukningu á afbrotum....hefur þú Ómar skoðað tölur Ríkislögreglustjóra og hvort þær styðji þær fullyrðingar? Hvernig var til dæmis "atvikið" við Rauðavatn skráð? Voru handtökurnar þar skráðar sem brot gegn valdstjórninni og "aðfarir að lögreglu"???

Hvernig hefur umfjöllun fjölmiðla um rafbyssurnar verið? Lögreglan og imbinn telja til fagurgala um byssurnar beint af vefsíðu Taser, en er til önnur hlið á því máli? Hvað hefur t.d. Amnesty um þetta mál að segja? Erum við í Kína eða Rússlandi, afhverju má ekki athuga hvað Amnesty hefur að segja?

Hvers vegna er ekkert talað um "hryðjuverkafrumvarpið" hans BB, sem nú rennur í gegn um Alþingi? Er ekki fólk búið að sjá hvernig svona lög eru misnotuð? Hvað með leynifrumvarpið hans BB sem ekki má tala um nema í einhverjum leyninefndum, með "forvirku rannsóknarheimildunum" og fleiri gullmolum? Hvers konar þjóðfélag viljum við hér?

magus (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: hefner

Réttur fólks til að láta í ljós sínar skoðanir á að vera mjög ríkur í líðræðisríki.  Einnig er mjög mikilvægt að lögreglan hafi burði til að bregðast við ef minnihlutahópar ganga of langt í mótmælum sínum með því að brjóta þær reglur sem við sem samfélag höfum sett okkur.

Ég er þess fullviss að Ómar og nánast allir hinir sem mótmæltu friðsamlega hafa ekkert við það að athuga að passað sé upp á að reglur samfélagsins séu haldnar enda ekki hægt að segja að lögreglan hafi gengið of langt í aðgerðum sínum í gær.

En mikið finnst mér þú bitur magus og einharður í þínum ádeilum á lögregluna. 

Ég held að það sé engin stétt í okkar landi sem eins ríkar reglur gilda um þeirra störf og lögreglan.  Gleymum því ekki að margir þessara manna eru jafnvel á sömu skoðun og við hin og langar kannski bara að vera með í mótmælunum.  Þeir aftur á móti eru í vinnunni á meðan við hin mótmælum og framfylgja skipunum yfirmanna sinna.  Ef við erum ósátt við aðgerðir lögreglu þá skulum við ekki láta reiði okkar bitna á framvörðunum, látum frekar þá sem stjórna aðgerðunum heyra það.

hefner, 9.11.2008 kl. 14:45

7 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Geir Jón yfirlögregluþjónn stóð sig mjög vel.  Hann er alþýðlegur og fínasta manneskja.  Með því að halda lögreglunni á "Hold", var komið í veg fyrir meiri röskun á almannareglu, en annars hefði getað orðið.  Geir Jón á þakkir skildar fyrir það.  Hægt er að spúla Alþingishúsið og hreinsa það af eggjaklessum, það er lítið mál.  Bónusfáninn sem settur var upp, var svo tekinn niður og ungi ofurhuginn handsamaður, lítill skaði þar skeður og ég óska stráknum alls hins besta.  Saurgun, menn tala um saurgun, eins og húsið sjálft hafi mesta þýðingu, en ekki það sem fer fram þar innandyra, sjálfvirkt afgreiðslukerfi fyrir framkvæmdavaldið.  Tími er kominn til að fólk geri greinarmun á umbúðum og innihaldi, yfirborði hluta og þess sem virkilega skiptir máli.  Hvað margir meðal þjóðarinnar vilja að núverandi seðlabankastjórn víki ?  Og ef það er meirhluti fyrir því, af hverju er henni þá ekki vikið frá.  Jú af því við ráðum engu um það.  Hér hafa verið framdar afdrifaríkari skyssur, en þær að draga upp bónusfána á Alþingishúsið, sá sem dró upp fánann, var handtekinn, en enn hafa þeir sem framið hafa stærstu glæpina, ekki verið handteknir, en það er ekki sama séra Jón og bara Jón sem dregur fána að hún, svona af sígildri menntaskólahrekkvísi.  Það var nú smá húmor á bakvið þetta atvik, en það er lítið sem maður getur hlegið að öðru sem fram hefur farið í þessu samfélagi.

Máni Ragnar Svansson, 9.11.2008 kl. 14:51

8 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Sem gamall fréttahaukur veistu að friðsöm mótmæli þykja ekki fréttnæm. Eggjakastið og uppsetning Bónusarfánans var kremið sem vantaði á kökuna.

Jóhann G. Frímann, 9.11.2008 kl. 14:59

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Það fór allt friðsamlega fram meðan ég var þarna ,

Ólöf Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 15:12

10 identicon

Hæ hér er lag og teikning tileinkað ÍSLANDI

http://www.youtube.com/watch?v=rxF3MdcxwgQ

bylting (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:10

11 identicon

Sæll Ómar.

Ég var staddur þarna, og eins og aðrir furða ég mig á fréttum um þetta. Engin maður sem var þarna á staðnum hefði hugsanlega geta miskilið ástandið svona.

En ég verð að viðurkenna að mér finnst þessar smávægilegu óspektir nokkura einstaklinga, skiljanlegar og mjög smávægilegar...það var settur upp fáni og nokkur egg brotin...enginn skaði skeður. Hvernig væri nú að vera ekki að velta sér upp úr svona smámunum ( og þar með talið þeim skelfilega glæp að henda frá sér sígarettustubb ), og einblína frekar á þann verulega skaða sem ráðamenn okkar bera alla ábyrgð á, hvort sem þeir orsökuðu vandan, bættu á hann eða voru of sofandi til að átta sig yfir höfuð á því að það væri eitthver vandi.

Nokkrir aðilar gengu lengra en við flest viljum. Reyndar varð ég vitni að því sem gerðist þarna bak við hús þegar flaggararnir voru teknir, og skil það að það hafi fokið svolítið meira í fólk....það allavegana fauk í mig.

En áður en við forum að hneygslast of mikið á þessum litla hóp....hvað höfum við sjálf þolinmæði til að mótmæla kurteisislega lengi, á meðan ráðamenn hlusta varla á okkur og jafn vel gera lítið úr mótmælum okkar í fjölmiðlum ???

Kanski verðum við að horfast í augu við það fljótlega að við verðum að sýna meiri hörku....hver dagur sem líður án þess að gripið sé til aðgerða, kostar fleiri störf, fleiri fyrirtæki stefna í þrot, fleiri fjölskildur fara á götuna.

það er bara mánuður síðan allt hrundi.....og nú þegar erum við að drukna, en við eigum langa leið eftir enn...

Gunnar B. Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:21

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar sést af frásögn Fréttablaðsins að blaðamaðurinn var ekki sjálfur vitni að því sem hann segir frá. - Ég var þar við að taka myndir sbr. bloggið mitt hér. Forsíðumynd Fréttablaðsins sýnir ekki aðsúg að lögreglu eins og segir í texta heldur tók lögregla allt í einu uppá að ryðja forvitnum áhorfendum í burtu og er þar að því.

Deilur við lögreglu um stigann sem notaður hafði verið til að fara uppá þakið snérust um að lögreglan tók stigann svo maðurinn á þakinu komst ekki niður. Vinir hans kröfðust þess að fá að reisa stigann fyrir hann svo hann kæmist ofanaf þakinu. Þó nánast væri slegist um stigann var eins og lögreglan áttaði sig allt í einu og leyfði að stiginn yrði reistur á ný til að maðurinn kæmist ofanaf þakinu.

- Geir Jón stóð sig vel að láta ekkert æsa sig til óyndisúrræða.

Frásagnir að aðsúg eru hinsvegar ýmist rangar, stafa af misskilningi eða stórlega ýktar. Þær eru hinsvegar hættulegar að því leiti að ef yfirstjórn lögreglu og stjórnmálamenn fá rangar hugmyndir um hvað var í gangi myndu t.d. gasmenn með hjálma og skyldi ekki bæta ástandið heldur virka sem hrópandi skotmörk fyrir egg og skyr.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.11.2008 kl. 17:30

13 identicon

Sæll Ómar; ég var á fundinum og eftir að hafa séð hluta af fréttaflutningi fjölmiðla, m.a. sjónvarpsstaðnanna var mér hugsað til greinar þinnar um daginn (Tvær aðferðir, 7.11.2008) þar sem þú fjallar um vinnubrögð fjölmiðla og fréttamanna. 

Þessi framsetning núna er skólabókardæmi um það hvernig hægt er að bjaga þá mynd sem áhorfendur / lesendur fá af viðburði sem þessum. Fyrir þá sem ekki voru þarna var múgurinn æstur og allt orðið vitlaust.

Ég leyfi mér að fullyrða að hér er um mjög óvönduð vinnubrögð fjölmiðla að ræða og skal ég útskýra:   Stóra fréttin hér er sú að núna er fólkið að rísa upp - rétta úr bognu bakinu - þrælslundin víkur.  Nú gegn því botlausa rugli sem er í gangi hér og þessi fundur er sönnun þess að svo er - mikil aukning er  á fjölda þátttakenda milli vikna og stemmingin almennt (yfir 99,5 % þáttakenda) eru friðsælir mótmælendur. Enda vinnst best með kurteisi en ákveðni og það skiljum við sem þetta land byggjum.

Við Íslendingar eru ekki bjánar og það þurfa fréttastjórar miðlanna að fara að átta sig á.

Nú - ég sé í auknum mæli myndir af ábúðarfullum lögreglþjónum með kylfu í hönd og lögregluskildir eru oft á vefnum sem fylgimyndir fréttaskota.  Ómar - er viljandi verið að hræða landslýð frá því að mæta á svæðið ?

Með bestu kveðju, hakon.johannesson@gmail.com

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:40

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég skrifaði mína kenningu hér. Vissulega vafasöm, en?

Víðir Benediktsson, 9.11.2008 kl. 17:58

15 identicon

Vil benda á skrif Kristínar Þorsteinsdóttur á Ejubloggi Hallgríms Thorsteinssonar

http://hallgrimur.eyjan.is/p/284

Gæti verið að Ómar kannist við eitthvað þessu líkt frá sinni tíð hjá RÚV.

Burt með alla Loga og Boga  

101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:13

16 identicon

"Enn ríkir frelsi hér á landi til að tjá skoðanir sínar á almannafæri og engir aðstandendur funda hafa til þess vald né aðstöðu til að koma í veg fyrir að einstakir einstaklingar eða örlítill hluti þeirra sem eru á svæðinu kjósi að fylgja ekki dagskrá fundarboðenda, heldur mótmæla á sinn hátt. Það er þeirra mál."

Ómar, þetta viðhorf þjónar vissulega sínum tilgangi sem er að fría sig ábyrgð.

Þeir sem skipuleggja fundi sem eru til þess ætlaðir að koma á framfæri mjög þörfum mótmælum bera mjög mikla ábyrgð.

Það er mjög mikil þörf fyrir mótmæli og það er mikil þörf fyrir málefnaleg mótmæli. Ég get ekki sagt að réttu einstaklingarnir fari fyrir mótmælendum. Þeir eru að tjá sig fyrir hönd almennings en gera það ekki með þeim hætti sem skilar neinu og alls ekki fyrir mína hönd.

Hvað er verið að knýja á um? eitthvað sérstakt? Eða er bara verið að að öskra spilling spilling svona eins og krakkar segja ullabjakk ojbara piss og kúkur og flissa svo? 

Það sýnist mér.

Skipuleggjendur bera víst ábyrgð. Þeir bera sömu ábyrgð og allir þeir sem fara fyrir hópi manna. Hún felst m.a. í því að koma í veg fyrir að fylgismenn verði fyrir hnjaski.

Ábyrgðin er siðferðisleg.

sandkassi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:59

17 identicon

Fjölmiðlar í einkaeigu auðvaldsins segja frá "neikvæðum" atburðum til þess að við mótmælendur komum illa út enda þeir að verja stöðu sína, vilja hvorki missa auð né völd. Fjölmiðlar í ríkiseigu segja svipað frá undir sömu formerkjum í raun líka því þeir eru einnig að verja sömu hagsmuni auðvaldsins sem eru í hagsmunatengslum við hina og þessa sem standa að ríkinu.

Ari (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:08

18 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Tek undir orð þín Ómar!  Manni virðist lögreglan oft nota STÓR orð.  Séu þessi orð of oft notuð hætta þau að bíta.  Enginn veittist að neinum.

Friðsamleg mótmæli sem fóru vel fram. 

Baldur Gautur Baldursson, 9.11.2008 kl. 21:38

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kemur það ykkur virkilega á óvart að svona fundir leysist upp í ofbeldi? Þegar ræðumenn steyta hnefann í átt að Alþingishúsinu og tala um spillingu og jafnvel glæpamenn, þá er það ávísun á að einhverjir unglingar hagi sér með þessum hætti.... og þetta er bara byrjunin því svona hegðun á eftir að smitast í fleiri.

"You aint seen nothing yet"

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 23:59

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Svona hegðun." Ertu þá að meina utan - eða innan- dyra á Alþingishúsinu Gunnar?

Árni Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 01:06

21 identicon

Gunnar Th. nei það hlaut að koma að þessu með vörubíla og skellinöðrulátum. Þetta ætti bara ekkert að líða. Fullorðið fólk að æsa upp unglingana og bendir svo á unglingana eins og Guðmundur hjá Rafiðnaðarsambandinu gerði í fréttunum.

Við höguðum okkur svo vel, það voru bara nokkrir unglingar-:).

Árni, ja það er nú hægt að koma þeim skilaboðum til þingsins með öðrum og áhrifameiri hætti en þetta. Það mun enginn hlusta á þetta rugl.

Hvernig eigum við að fara að því að ala upp unglinga ef að fullorðið fólk hagar sér eins og ómálefnalegir idiotar. Það eina sem við eigum er upp í hausnum á okkur. Það er það eina sem við getum notað gegn Bretum og Hollendingum og það er það sem mótmælendur eiga að nota, hausinn á sér.

Þetta er ekkert Vietnam og það er ekki verið að stofna Black Panthers. Hendrix er steindauður og sem betur fer. Við eigum fyrst og fremst að sinna börnunum okkar og unga fólkinu sem skortir skilning og þroska til að höndla þessar aðstæður sem eru vissulega skelfilegar.

En hlífiði mér við þessu vörubíla og skellinöðrukjaftæði. Þið eruð fullorðið fólk.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:37

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vinstrimenn vilja læti og ofbeldi (sumir) og þeim mun takast að æsa fólk upp á þessum fundum, það er markmið þeirra. Það er eðlilegt að fólk sé reitt við þessar aðstæður og andrúmsloftið er eins og púðurtunna. Öfgafullir vinstrimönnum mun takast að kveikja í þessari púðurtunnu, sannið þið til.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 03:08

23 identicon

"Réttur fólks til að láta í ljós sínar skoðanir á að vera mjög ríkur í líðræðisríki. Einnig er mjög mikilvægt að lögreglan hafi burði til að bregðast við ef minnihlutahópar ganga of langt í mótmælum sínum með því að brjóta þær reglur sem við sem samfélag höfum sett okkur.

Ég er þess fullviss að Ómar og nánast allir hinir sem mótmæltu friðsamlega hafa ekkert við það að athuga að passað sé upp á að reglur samfélagsins séu haldnar enda ekki hægt að segja að lögreglan hafi gengið of langt í aðgerðum sínum í gær.

En mikið finnst mér þú bitur magus og einharður í þínum ádeilum á lögregluna.

Ég held að það sé engin stétt í okkar landi sem eins ríkar reglur gilda um þeirra störf og lögreglan."

Ritar maður er vill kalla sig" Hefner"

Hvaða minnihlutahópa er Hefnerinn að tala um? Þessir mótmælendur tala nú líklegast fyrir hönd mikils meirihluta Íslendinga, nema kannski að við tölum um Íslendinga sem minnihlutahóp?? Úr hvaða fílabeinsturni ert þú að tala vinur?

Hvaða reglur var verið að brjóta? Eru menn í alvörunni að grenja yfir nokkrum eggjum og nokkrum unglingum? Löggan hér hefur aldrei lent í neinum alvöru óeirðum hér, hvað eru menn að genja?

Kjaftforir unglingar og eggjakast!! Miðað við hugarfarið þá er nú bara eins gott að stjórnvöld passi upp á það að fólk hafi ekki ástæðu til þess að efna til óeirða.....

Það var nú ekki verið að tala sérstaklega mikið hér um vonda framkomu lögreglunnar í þetta skiptið, Hefner. Hér er talað um það hvernig fjölmiðlarnir reyni að láta líta út fyrir að fólk hafi ráðist á lögregluna, sem er ekki satt.

Um lögregluna og meintar reglur Hefner, þá er kannski einfaldast að segja að það skiptir engu máli hversu margar og strangar reglur eru í gildi, þegar engin fer eftir þeim, og sérstaklega þegar það er ekki einu sinni fylgst með því hvort farið sé eftir reglum.

Þetta er leiðindarmál, lögreglan hér, vegna þess að auðvitað eru góða menn og konur þarna að finna, en það eru bara allt of margir þarna í vinnu sem ekkert hafa að gera í þessi störf, og spillingin hefur fengið að vaða uppi óáreitt. Það þarf að hreinsa vel og duglega til í lögreglunni hér til þess að hún geti notið virðingar almennings.

Lokaorð Hefners voru þessi:

"Gleymum því ekki að margir þessara manna eru jafnvel á sömu skoðun og við hin og langar kannski bara að vera með í mótmælunum. Þeir aftur á móti eru í vinnunni á meðan við hin mótmælum og framfylgja skipunum yfirmanna sinna. Ef við erum ósátt við aðgerðir lögreglu þá skulum við ekki láta reiði okkar bitna á framvörðunum, látum frekar þá sem stjórna aðgerðunum heyra það."

Þarna hitti kannski hefner óvart naglann á höfuðið! Auðvitað er ekki hægt að yfirmenn lögreglunnar séu skósveinar spillingarinnar, það þarf að hreinsa til! Hverjir bera ábyrgð á því að ástandið í lögreglunni er eins og það er? Eru það ekki yfirmennirnir, og svo yfirmaður þeirra Björn "þeir ákveða sjálfir hvort þeir séu vanhæfir" Bjarnason?

magus (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 03:45

24 identicon

Eins og margir sem hafa skrifað athugasemd við þessa síðu þá var ég á mótmælunum. Mér fannst meinfyndið að sjá Bónusfánann dreginn að húni á Alþingishúsinu. Sá svo að eitthvað var á seyði bak við það og gekk þangað.  Það sem ég sá vakti athygli mína.

Fánamaðurinn sat upp á þaki með andlitið hulið, en stigann vantaði hálfa leið. Tveir lögreglumenn, Geir Jón og aðstoðarmaður virkuðu ráðvilltir.  Vegna þess að fánamaðurinn komst ekki niður myndaðist umsetursástand og mikil reiði magnaðist hjá þeim sem fylgdust með.

Þetta voru greinilega mistök hjá löggunni, þeir hefðu þurft að tryggja að fánamaðurinn kæmist niður strax, áður en  allt náði suðupunkti. Dramanu lauk svo með því að borgarar tóku stigann af löggunni og hjálpuðu manninum niður. Hann strauk síðan.

Fánamaðurinn ber hinsvegar nokkra sök. Með því að bera grímu og strjúka svo af vettvangi breytti hann borgaralegri óhlýðni í hrekk. Það að flagga bónusfánanum á Alþingishúsinu er hnyttin yfirlýsing og eftir slíkan gjörning eiga menn að láta lögregluna taka sig. Það er einmitt mergurinn málsins í borgaralegri óhlýðni. Menn eiga að ganga hnarreistir og stoltir í fang lögreglunnar, eins og sá sem veit að réttlætið er hans megin. 

En Ómar minn.... þar sem ég stóð og fylgdist með þessu þá datt mér í hug að nú þyrfti Ómar Ragnarsson til að mæta á staðinn og leiða fjöldann í söng: "Komdu niður, komdu niður....", - það hefði kannski dregið úr æsingnum og hjálpað löggunni að ná áttum.

Halldór (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:20

25 identicon

jæja,

ég vona svo sannarlega að þessi mótmæli fari eðlilega fram héðan í frá. Nafni minn Th. ég held að það sé óþarfi að ganga út frá því sem vísu að hér eigi eftir að vera einhver Gúttóslagur á hverjum Sunnudegi.

Við höfum nú sjálf ansi mikið að gera með það hverslags framkomu við sýnum. Ég er í alveg sömu aðstöðu og allir aðrir með fjármálin og hef fyrir fjölskyldu að sjá.

Ég er aftur á móti ekki að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti og tala því af nokkurri reynslu. Þið skulið varast að hlusta á plast-predikanir Jóns Baldvins um reynslu hans frá Finnlandi því hann hefur aldrei dýft hendi í kalt vatn, kvað þá heitt.

Gengið féll um 250% í Mexíkó 1994 og það var engin skemmtun. Þetta gengur allt yfir og enginn ástæða til að vera að lýsa yfir einhverjum óeirðum. Það er bara óábyrgt.

Fánalög voru brotin, vonandi gerist það ekki aftur því það er ljótt að sjá.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:21

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hafa margir mært "finnsku aðferðina", m.a. Ómar. Ég hef lítið getað rökrætt hana vegna þess að ég þekki hana ekki nógu vel. En hvað kemur svo í ljós þegar málið er skoðað í nokkrar mínútur? "Finnska efnahagsundrið" er tómt píp!

Efnahagur Finnlands fyrir fall Sóvétríkjanna var að stórum hluta byggður á stóriðju og verslun við björninn í austri. Það var því nauðsynlegt en ekki val, að líta til annarra þátta í atvinnuuppbyggingu. Menn hafa talað um Nokia sem eina af lausnunum, en Nokia er eldra og Finnar seldu það "sprotafyrirtæki", eins og Finlandsundrin kalla það, frá sér í þrengingum sínum. Atvinnuleysi var mjög lengi viðvarandi í landinu og það virtist ekki vera brýnasta úrlausnarefnið í undrinu. Og svo líta menn í lotningu til Finnlands!

Satana bergala!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 17:43

27 identicon

já og ekki hefur ESB aðild þeirra verið til að bæta það

sandkassi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband