Af hverju fékk Össur ekkert að vita?

Af hverju fékk Össur Skarphéðinsson ekkert að vita um bréf Davíðs? Eða öllu heldur, af hverju var það ekki rætt í ríkisstjórninni úr því að það var svona mikilvægt? Voru ríkisstjórnarfundirnir bara hugguleg teboð? Ég fæ ekki betur séð en ummæli Össurar feli í sér ádeilu hans á Geir H. Haarde og þá sem vissu um efni bréfsins.

Í flótta sínum undan ábyrgð á fjármálahruninu virðist hver beina spjótum sínum að öðrum, jafnt samherjum sem andstæðingum. Það ríkir vargöld í stjórnmálunum núna.


mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ekki benda á mig! Þekkir einhver þetta lag?

Úrsúla Jünemann, 18.11.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Nú hefur Björgvin bankamálaráðherra sagt að þessu tilefni í RÚV að hann hafi ekki hitt Davíð Oddsson allt þetta ár fyrr en í september og ekki fengið í hendur bréf eða skýrslu frá seðlabankastjóra eða vegna funda annrra ráðherra með seðlabankastjóra nema þær almennu t.d. frá því í maí sl.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ein spurning.

Trúir þú Össa??

Ekki ég.

Helgi Jóhann Hauksson

Trúir þú því, að bankamálaráðherran hafi ekki hitt Seðlabankastjóra í heila 9 mánuði??

Ef svo, þarf að láta bankamálaráðherra segja af sér með hraði.   Bankamálaráðherrar hitta lykilmenn í Seðlabönkum með reglubundnum hætti, ef okkar klikkar á því vegna óbeitar á Davíð  verður hann að hætta, það gegngu ekki, að menn tali ekki saman.

Bjarni Kjartansson, 18.11.2008 kl. 17:38

4 identicon

Össur veit ekki neitt, Íngibjörg Sólrún setið á sex fundum með seðlabankamönnum.  Eru þau ekki bæði í Samfylkingunni?  Hvað er með litla manninn hann Björgvin  bankamálaráðherra?   Hvað var látið hverfa af pappírum í bönkum og seðlabanka síðastliðnar vikur?   Skítalykt af málinu, fnykurinn um alla jörð.

j.a. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:59

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nýjustu fréttir eru að Geir og Ingibjörg hafi setið sex fundi með Seðlabankamönnum þar sem rætt var um alvarlega stöðu mála. Á maður að trúa því að þau hafi ekki sagt neinum öðrum ráðherrum frá því um hvað var talað og hvað var sett niður á blað?

Ómar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ef alvarlegir hlutir hafa komið fram á þessum 6 fundum með Ingibjörgu og Geir og þau hafa ekki upplýst t.d. viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra þá er það mjög alvarlegt mál sem þarfnast alvarlegrar skoðunar.

Í sama stíl er að viðskiptaráðherra var ekki hafður með og var svo eins og útá þekju þegar Glitnismálið kom upp og dreif sig ekki í bæinn hinn örlagaríka sunnudag Glitnismálsins fyrr en undir miðnætti þegar svili hans Sigurður G Guðjónsson rak hann í bæinn. Það var ekki eins og hann reiknaði með að þetta væri neitt sem snerti hann, eða þá ekki alvarlegt mál yfir höfuð. - Vissi kannski enn ekkert um málið þá.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 19:47

7 identicon

Í raun og veru verður maður að horfast í augu við þá staðreynd að ríkisstjórn og alþingismenn eru landráðamanneskjur.  Ég er ekki svo fróð í lögum,  en ætli ekki sé hægt að höfða mál á þessa einstaklinga?  Eg veit að þingmenn hafa þinghelgi, en ég meina á milli þinga. (Ég meina þegar kosið er.)  Eitt verður að gerast, og það er að kjósa fólk til starfa en ekki flokka. þetta verður að keyra í gegn á þinginu fyrir stjórnarrof. því þetta verður að fara tvisvar í gegnum þingið til að verða að lögum.

j.a. (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:12

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Af tvennu illu er skárra að kjósa flokk því þrátt fyrir allt kýs maður þá heilan pakka.

Þar sem kosnir eru einstaklingar er það venjulegast í einmenningskjördæmum t.d. í Bretlandi og USA. - Þar áttu þinn þingmann en hefur engin áhrif á kosnigu allra hinna einstaklinganna sem hver um sig er kosinn í sínu einmenningskjördæmi, og einstaklingar eru til muna líklegri til að svíkja stefnur en flokkar eru.

Það er spurning hvort menn vilja fórna því að hafa áhif á kosningu allra til að ráða meiru um kosningu eins. Því fylgir reyndar líka að oftast er þá bara val milli fulltrúa tveggja stærstu flokkanna þar sem aðeins einn er kosinn í hverju kördæmi og minnihlutasjónarmið eins og umhverfisvernd fá engan fulltrúa.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 23:35

9 identicon

Þetta er sorglegt, Ómar, þau vissu þetta ÖLL en enginn gerði neitt. Þ.e. ríkisstjórnin, seðlabankastjórnin, Fjármálaeftirlitið og bankastjórar. Hvers lags stjórnendur eru það sem sjá ekki fyrir afleiðingar þess sem þau vissu þá þegar. Ekki voru þeir vargar þá, en eftir að hafa sett þjóðina í gjaldþrot, svert sjálfsvirðingu hennar út á við, þá haga þau sér öll eins og vargar sem vilja rífa hvern annan á hol og sumir gera það í beinni útsendingu. Ég er í áfalli eftir allar fréttir dagsins, því smám saman birtist sannleikurinn, nakinn og sár: þau vissu þetta öll, en enginn gerði neitt.

Nína S (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:01

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég ætla að blogga sérstaklega um það sem ég kalla "úrslitavald kjörklefans."

Ómar Ragnarsson, 19.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband