22.11.2008 | 21:33
Samfylkingin fórnar sér fyrir þjóðina!
Hversu oft hefur það ekki verið krafa að stjórnmálamenn, sem mistekst, víki og aðrir, sem höfðu rétt fyrir sér, taki við? Og viðbrögðin hafa oftast verið hin sömu: Þráast hefur verið við að víkja. Þetta er skiljanlegt en oft mjög bagalegt þegar menn geta ekki hugsað sér að missa völd, áhrif og stöðu.
En nú bregður svo við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir snýr þessu alveg við. Hún telur að það myndi henta Samfylkingunni afar vel ef hún féllist á kosningar í vor og afsalaði völdum sínum í hendur kjósenda en hins vegar ætli flokkurinn að fara þá leið sem hentar honum verr, sem sé að hanga áfram við völd vegna þess að hagsmunir flokksins víki fyrir hagsmunum þjóðarinnar.
Samfylkingin ætlar sem sé að fórna sér fyrir þjóðina með því að hanga á völdunum! Ég er áreiðanlega ekki sá eini sem segi við Ingibjörgu: "Kanntu annan!"
Athugasemdir
þessi ræða er eitthvað það arfavitlausasta sem ég hef heyrt undanfarið. Verra en hjá Davíð á dögunum. Hún er týnd konan. Hundurinn sagði ekki ég kötturinn s....
Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 21:55
"Fyrst fólkið og síðan flokkurinn" nú á að reyna að hanna atburðarásina með lýðskrumi.
Magnús Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 22:28
Ómar, margir menn í öllum flokkum eru hrifnir af þér. En athugaðu að Íngibjörg Sólrún var að gera alveg rétt. Ef þú skilur það ekki, þarftu að fara í íhugun, annars nærðu aldrei eins langt og margir velunnar þínir töldu þig geta náð.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:29
Við þurfum ekki þjóðstjórn. Við þurfum utanþingsstjórn með hæfasta fólki landsins við stjórnvölin. Við þurfum fagmann í stól seðlabankastjóra. Loks þurfum við kosningar með vorinu, þar sem hreinsað verður út á Alþingi.
Núverandi valdaelíta er búin með sín tækifæri. Henni mistókst að tryggja hér efnahagslegan stöðugleika og fyrir það þarf hún að gjalda.
Marinó G. Njálsson, 22.11.2008 kl. 23:30
Blessaður Nafni.
Ingibjörg sagði reyndar annað ennþá merkilegra þegar hún kvað flokk sinn enga ábyrgð bera. Í raun var hún að segja, að frá því júní 2007 hafi Samfylkingin verið valdalaus flokkur í ríkisstjórn Geir Harde og ráðherrar Samfylkingarinnar hafi þegið laun sín, en látið ráðherra Sjálfstæðisflokksins um stjórn landsins. Mig var reyndar farið að gruna þetta eftir að Össur sagðist engar skýrslur lesið um alvarlega stöðu bankanna og Björgvin kvaðst fyrst hafa frétt af þessu í lok ágúst. En samt trúði ég þessu ekki alveg þar til í dag.
Í þessu ljósi þarf að skoða yfirlýsingu Ingibjargar um að fórna flokknum fyrir þjóðarhag. Manneskjan telur greinlega að stefna Sjálfstæðisflokksin í efnahagsmálum síðustu 18 ár hafa reynst það vel, að flokkurinn þurfi að leiða þjóðina útúr þessum hremmingum. Hún veit eins og er að Sjálfstæðisflokkurinn er rúinn fylgi og fórn Samfylkingarinnar því nauðsynleg til að hún þurfi ekki að axla ábyrgð á stjórn landsins en "Sterki" flokkurinn haldi áfram um stjórnartaumana.
Það er ekki von að framtíð þessarrar þjóðar sé tvísýn ef slíkt lýðskrum sé tekið gillt af flokksmönnum "stærsta" (samkvæmt skoðanakönnunum) flokks þjóðarinnar að ráðherrar hennar sitji án ábyrgðar. Hingað til man ég eftir einum manni, fyrrverandi ráðherra sem sagðist bera mikla ábyrgð þó stutt hefði hann staldrað við. Það er Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknar, en hann hefur reyndar alltaf virkað á mig að vera ærlegur maður. Er hann eini ráðherrann frá upptöku EES samningsin sem er ærlegur. Hefur virkilega enginn annar núverandi eða fyrrverandi ráðherra sagst bera sinn hluta af ábyrgðinni? Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.11.2008 kl. 00:17
Ég taldi ávallt að Ingibjörg ætlaði að bæta siðferði í íslenskum stjórnmálum með samræðu stjórnmálum. Er EB sinni og hef ávallt kosið flokkinn en aldrei meir....
Gildunum er varpað fyrir róða því EB dyragættin er framundan. Forgangsröðin er þessi hjá Ingibjörgu: EB, Samfylkingin og þjóðin.
Það er ljóst að reiðin í þjóðfélaginu er orðin slík að stjórnin hröklast frá. Hún er búin að glata tækifærinu til sátta. Hroki og valdníðsla stjórnvalda virkar sem olía á eld við núverandi aðstæður. Vopnin eru farin að snúast í höndunum á ríkisstjórninni og dánartilkynningin mun fljótlega verða gefin út.
Brynjólfur Bragason, 23.11.2008 kl. 00:30
ISG er alveg búin að missa sig, nú sér hún möguleikana á því að knýja okkur inn í ESB. Það hefur jafnvel heyrst að ekki verði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB komi sá möguleiki til.
ISG blekkir mig ekki, hún blekkir engan sem ég þekki. Ég hef ef satt skal segja aldrei treyst þessari konu.
Ég segi burtu með allt þetta lið og fáum nýtt inn, hefjum samningsviðræður við Norðmenn og að gerast aðildarríki þeirra í stað þess að ganga til liðs við kúgunar félagið ESB.
Rekum ISG, GHH og alla hina. Nýtt fólk, Nýtt blóð. Og fyrir alla muni íslendingar hleypið ekki spilltu afsprengi spilltra ráðamanna í stjórnarstöður.
A.L.F, 23.11.2008 kl. 00:49
Ég held að ISG viti betur en svo að flokkurinn hennar fengi aukið fylgi í kosningum í vor. Fólk er búið að fá upp í kok af þessum brjóstumkennanlegu, siðspilltu og hrokafullu stjórnmálamönnum sem sitja enn við völd með allt niður um sig. Það hefur aldrei verið meiri eftirspurn eftir nýjum stjórnmálaöflum og trúverðugum einstaklingum. Ég spái því að gömlu flokkarnir þurfi allir að óttast mikið fylgistap þegar kosið verður í vor. Þangað til vil ég fá utanþingsstjórn sbr. ath. 6.
Sigurður Hrellir, 23.11.2008 kl. 02:03
Hér getur enginn talað fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Hér talar hver og einn fyrir sjálfan sig og enginn hefur rétt á að segja að þjóðin vilji þetta eða hitt. Fólk hefur alls kyns skoðanir og engin þeirra er rétthærri en önnur.
Alþingi er kosið af þjóðinni til fjögurra ára í senn, samkvæmt lögum, mikill meirihluti Alþingis styður núverandi ríkisstjórn og vilji meirihluti þingmanna að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið gerir hún það að sjálfsögðu.
Hér eru 63 þingmenn og einungis 20 þeirra eru í stjórnarandstöðu.
Samfylkingin hefur nú gríðarlega mikið fylgi, samkvæmt skoðanakönnunum, en landinu er ekki stjórnað samkvæmt þeim. Utanríkisráðherra Íslands heitir ekki Gallup.
Þorsteinn Briem, 23.11.2008 kl. 02:49
Steini Briem, hefur Samfylking gríðarlega mikið fylgi ? Aðeins um 17% þjóðarinnar treysta Samfylkingunni samkvæmt Fréttablaðinu í morgun. Fylgið fellur á ljóshraða á næstu dögum ef hún stendur ekki í lappirnar gagnvart Sjálfstæðisflokknum og spillingaröflunum...
Brynjólfur Bragason, 23.11.2008 kl. 17:19
Brynjólfur. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Samfylkingin gríðarlega mikið fylgi en landinu er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum.
Samkvæmt þessari skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi Samfylkingin, ef kosið væri nú, 23 þingmenn, Vinstri grænir 19, Sjálfstæðisflokkurinn 17 og Framsóknarflokkurinn fjóra þingmenn.
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn fengju því samtals 40 þingmenn af 63 en eru nú með 43 þingmenn. Samfylkingin bætti þar af leiðandi við sig fimm þingmönnum frá því sem nú er en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði átta þingmönnum.
Ríkisstjórnin myndi þannig tapa þremur þingmönnum af 43 og það skiptir engu máli til eða frá, enda er hér eingöngu um skoðanakönnun að ræða.
Og slík skoðanakönnun hefur jafn mikið gildi og að hringja í gamla kellingu uppi í Hreppum og spyrja hana að því hvort hún éti súrt slátur. Enda var aðalfréttin á forsíðu Fréttablaðsins daginn sem Glitnir hrundi og flugumenn Sjónvarpsins höfðu norpað alla nóttina fyrir utan bankana:
Steikt lifur í brúnni sósu er lostæti.
Þorsteinn Briem, 23.11.2008 kl. 18:02
Á sama hátt og úrslit kosninganna 2007 og stjórnarsáttmálinn byggðu á allt öðrum forsendum en nú eru til staðar, byggir skoðanakönnun Fréttablaðsins á vitlausum valmöguleikum. Þegar kosið verður í vor verða gömlu stjórnmálaflokkarnir klofnir, a.m.k. tveir þeirra og trúlega 1-2 ný framboð þar að auki. Samfylkingin mun ekki heldur ganga ósködduð til kosninga, svo mikið er víst.
Sigurður Hrellir, 23.11.2008 kl. 21:10
Sigurður Hrellir. Í fyrsta lagi eru mjög litlar líkur á að kosið verði til Alþingis í vor, enda kjörtímabilið þá einungis hálfnað, og í öðru lagi hefur Samfylkingin aldrei verið hressari en einmitt núna. Það sama verður hins vegar ekki sagt um Sjálfstæðisflokkinn.
Í skoðanakönnun er ekki hægt að spyrja um fylgi við stjórnmálaflokka sem eru ekki til.
Þorsteinn Briem, 23.11.2008 kl. 21:28
Bíddu við Steini. Tveir ráðherrar Samfó hafa lýst þessari skoðun og einhverjir þingmenn líka. Þrýstingurinn eykst með hverjum degi sem líður og margir halda þvi fram að það sé í raun skollin á stjórnarkreppa. Ef ríkisstjórnin heldur áfram að þrjóskast við og ISG skiptir ekki um skoðun fljótlega þá mun flokkurinn þinn aldrei upplifa sinn stærsta draum, að verða stærsti flokkur landsins. Ef þú trúir mér ekki skaltu fara í Háskólabíó í kvöld (mánudag) og komast að því hvað klukkan slær.
Sigurður Hrellir, 24.11.2008 kl. 01:00
Sigurður Hrellir. Ekki tapar Samfylkingin á þingkosningum í vor og ekki er ég á móti þeim. Vertu ekki að gera mér hér upp skoðanir, elsku kallinn minn.
Ég hef hins vegar enga trú á að kosningar verði hér í vor, enda hefur ríkisstjórnin 43 af 63 þingmönnum á bakvið sig, sama hversu mikið þú gapir hér og gólar.
Þorsteinn Briem, 24.11.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.