29.11.2008 | 01:40
Slæmar fréttir fyrir fréttirnar.
Það er hægt að taka undir það með Óðni Jónssyni að á þeim tímum þegar aldrei hefur verið þörf á öflugri frétta- og blaðamennsku skuli niðurskurður í fjölmiðlum bitna mest einmitt á þeirri starfsemi sem helst er undirstaða lýðræðis og réttlætis.
Undanfarin ár hefur komið vel í ljós hvernig græðgisæðið blindaði jafnt fjölmiðla sem aðra. Enginn fréttamiðill eða fjölmiðlamaður þóttist maður með mönnum nema að einblína á glæsifréttir og æsifréttir úr viðskiptalífinu, sem stundum tóku alla athyglina í heilu fréttatímunum.
Ég hef áður í bloggpistlum lýst því hvernig þetta fréttamat valtaði yfir mikilvægari málefni.
Einmitt núna, þegar menn eru að átta sig á því sem fór úrskeiðis og vilja gera betur, kemur kreppan, sem meðal annars stafaði af ónógri upplýsingagjöf, og kæfir þetta í fæðingu. Já, nú má segja það sem sagt var fyrir einni og hálfri öld að "Íslands óhamingju verður allt að vopni."
Kemur á versta tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega svona bera menn ábyrgð í þessu samfélagi. Sama var uppi á teningnum hjá Árvakri og þar eru menn að ,,leita allra leiða til að borga laun" !!!
Hjá 365 var fólki sagt upp og því gert að lækka í launum að öðrum kosti vera rekið!
Það er verið að kúga starfsmenn fjölmiðla alls staðar.
Enginn yfirmaður tekur pokann sinn.
Enginn yfirmaður fær undir milljón á mán í laun.
En, jú, þeir eru að bera ábyrgð, já með því að reka feður og mæður!!
Staða fjölmiðla á Íslandi er sannarlega orðin arfaslæm. Yfir 100 blaða og fréttamönnum hefur verið sagt upp á þessu ári. Það er meira en 20% af allri stéttinni!!
Hafi fjölmiðlar verið veikburða eru þeir nú algjörlega rúmfastir!!
Lára (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 02:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.