Firring.

Geir H. Haarde var fjármálaráðherra og síðan forsætisráðherra allar götur frá 1999. Hann jók á í samvinnu við Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson það gerspillta kerfi sjálfltökustjórnmála, sem birtist á ótal vegu, ekki síst í sölu bankanna.

Hann gerði að vísu einn góðan hlut, lét ríkissjóð borga erlendar skuldir sínar. En hann spilaði með í því að þenja ríkisbáknið meira og hærra en þekkst hefur í sögunni, studdi upphaf þenslunnar með stóriðjuæðinu, húsnæðismálasprengingunni og síðar brjálæðislegri skuldasöfnun þjóðarbúsins erlendis í takt við ranga skráningu krónunnar sem bauð þjóðinni til veislu.

Hann var í stuttu máli einn af þremur aðalarktitektum kerfis kolrangrar og ábyrgðarlausrar efnahagsstefnu sem gat ekki endað nema með hruni.

Því er það hámark firringarinnar þegar Geir telur sig ekki bera neina persónulega ábyrgð. Og ver höfuðarkitektinn Davíð Oddsson með kjafti og klóm.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Manni er farið að verða líkamlega illt í maganum (ekki bara hugmyndafræðilega) af þessum viðurstyggilega hroka sem hann kemur fram með - hvað er hann RAUNVERULEGA að reyna? Vill hann að fólk fari út í blóðuga bardaga við saklausa lögregluna? Er hann að reyna að skapa óeirðir til að tryggja sér "sympathy" eða hvað? Og það þá á kostnað ALLMENNRA borgara?

Ég er alveg búinn á því að horfa á þenna mann og mér þykir sárt að fá stærri og stærri hrákslummur framan í mig með hverjum deginum sem líður - frá honum OG Ingibjörgu (sem þó virðist hafa örlítið meira vit á því að halda kjafti).

Þór Jóhannesson, 29.11.2008 kl. 16:25

2 identicon

Mér finnst ánægjulegt að hann skuli firra sig ábyrgð í samtali við erlendan fjölmiðil. Ég hef grun um að útlendingar myndu ekki trúa því ef maður segði þeim að forsætisráðherrann telji sig ekki bera ábyrgð. Það er því reglulega ánægjulegt að hann skuli sjá um það sjálfur. Nú vantar mig bara að finna þetta viðtal, senda það til vina og kunningja út um allan heim svo heimurinn sjái svart á hvítu við hvað sárasaklaus alþýðan á Íslandi glímir.

Helga (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

"lét ríkissjóð borga erlendar skuldir sínar"

Þetta er ekki alveg rétt. Hann tók bara annað lán í staðin.

Vandamálið var að það var bara aðeins stærra .. því miður!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Eldur Ísidór

Kannski er hugmynd að fólk fari að þýða þessar fréttir um Geir á ensku á bloggunum sínum og blogga á ensku líka. Því ég veit að fólk í Bretlandi hefur áhuga að fylgjast almennilega með hvað er að gerast á Íslandi; því BBC segir því miður ekki mikið frá, enda Íslandið lítið.

Þetta er hrikalegt ástand. 7.000 manns á Austurvelli jafngilda því að 2,1 % þjóðarinnar MÆTI á mómælin, (semsagt líklega um 5-6% kosningabærra þegna). Þetta jafngildir að 150.000 manns myndu mótmæla á Trafalgar Square hérna í Lundúnum. 

 Mig grunar að einn Herra Brown hefði þurft að leita sér að nýrri vinnu þá.....

segi bara svona....

Eldur Ísidór, 29.11.2008 kl. 16:54

5 identicon

Hann greiddi engar skuldir. 

Þetta er bókhaldshagræðing.

All var selt sem hægt var að selja.

Við erum ekki ríkari eftir en áður en Geir tók við og fór með sínum ráðgjöfum að semja eftirlitið með fjármálagerningum út úr öllum lögu.

Maðurinn er blindur ef hann ekki skilur hvað hann hefur tekið þátt í að gera. 

101 (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Tinnsl, í raun er þetta ekki svo flókið.

Sjálfstæðisflokkurinn er eiginhagsmunasamtök sem stjórnað er úr Valhöll. Í raun er þetta eins langt frá því að vara lýðræðislegur stjórnmálaflokkur og hægt er að ímynda sér. Það er í raun stærsta blekkingin í þessu öllu saman og fólk er farið að sjá (að vísu bara örlítið ennþá) í gegnum þessa blekkingu. Annað er ekki hægt þar sem pólitíski armur eiginhagsmunasamtakanna í Valhöll hefur brugðist þjóðinni sem kaus hann á þeim forsendum að þetta væri pólitískur flokkur sem hefði, þegar allt kemur til alls, hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi - sem nú hefur svo augljóslega komið í ljós að hann gerir ekki.

Árni Johnsen er bara einn af þessum mörgu - blindaður af spillingunni og ranglæti - peð í valdatafli eiginhagsmunasamtakanna úr Valhöll.

Þór Jóhannesson, 29.11.2008 kl. 19:43

7 identicon

Það þarf að fara með fjallið til Múhameds.  Það þarf að fá lækni eða lækna á vinnustaði í seðlabankann,  stjórnarráð og alþingi. Það þarf að ganga úr skugga um að þetta fólk  sem við höfum kosið eða skipað ""gangi heilt til skóar"" Þessir læknar eða sérfræðingar mega ekki koma úr M.R.  eða V.I.  Því það er ólíklegt að þetta fólk láti sér hætti öðru vísi en í böndum.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:51

8 identicon

Alveg ótengt Geir..

Þú sem gamall RÚVari, Ómar, hefur kannski áhuga á heitum umræðum um nýlegar uppsagnir á RÚV ?

http://helga.undraland.com/

http://mariakr.blog.is/blog/mariakr/

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gaman að heyra frá þér, Lana Kolbrún.

Mér er ekki sama um RUV.

Fyrsta leikritið sem ég samdi flutti ég ásamt Rósku og Jóhönnu Þráinsdóttur í RUV 1954, fyrir 54 árum.

Frá því ég man eftir mér hefur þessi stofnun verið mér ákaflega kær. Frá og með 1969 var þetta daglegur vinnustaður minn þar til í fyrra að frátölum sex árum á Stöð tvö.

Héðan af getur mér ekki orðið sama um RUV og það góða fólk sem hefur unnið þar. Langt í frá.

Ómar Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband