Hrakningar og strönd í skerjagarði krónunnar.

Eftir að LÍU hefur nú gefist upp á fjótandi eða sökkvandi krónu virðist forsætisráðherra loksins vera að sjá að áframhaldandi hrakningar á sökkvandi krónu getur ekki verið framtíðarsýn Íslendinga. Hefði mátt viðurkenna það fyrr.

Hörmingarsaga krónunnar hefur verið stanslaus síðan hún var losuð úr samfloti við dönsku krónuna árið 1922.
Þótt hún væri stækkuð hundraðfalt árið 1981 stefnir danska krónan í að verða þrjátíu sinnum verðmeiri en sú íslenska en það þýðir í raun að íslenska krónan hefur fallið 3000-falt (100x30) á 86 árum miðað við þá dönsku.

Í framhaldi af því að losa íslensku krónuna frá þeirri dönsku kom gengishækkun sem hafði svipuð áhrif og of há staða krónunnar 2004-2008, með mikilli framkvæmdagleði sem byggðist þá að hluta til á óraunhæfri skráningu.

Þegar kreppan skall á með tilheyrandi gjaldeyrishöftum 1931 varð krónan að einu helsta vandamáli íslenskrar hagstjórnar næstu 77 ár.

Þjóðstjórnin neyddist til að fella hana 1939 og hún var síðan aftur felld 1950 og búið til aldeilis fáránlegt kerfi margfaldrar skráningar með svonefndum bátagjaldeyri og sífellt flóknara kerfi hafta og spillingar sem viðreisnarstjórninni tókst að afnema án þess að höftin og mismununin hyrfu alveg.

Viðreisnarstjórnin felldi krónuna um 13% árið 1961 og aftur tvívegis árið 1967. Þá söng ég undir lagi úr söngleiknum Mary Poppins: "Fella gengið hrika ganta gríðar yndislega!"

Svonefnt "Bronkó-æði" 1966 sem stóð í meira en áratug stafaði af því að hér var haldið uppi kerfi mismununar í tollum og aðflutningsgjöldum á bílum.

Raunar hefur það kerfi aldrei verið afnumið samanber stórfelld fríðindi varðandi pallbíla sem hinir allsráðandi verktakar hafa viðhaldið.

Loksins hillir þó vonandi undir það að í stað hrakninga og stranda í skerjagarði krónunnar verði loks tekin ákveðin stefna í stað þess að láta reka á reiðanum.


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þegar ég flutti til Svíþjóðar fyrir 4 árum stóð gengi íslensku krónunnar í 1 SEK = 8 ISK.  Í dag stendur það í 1 SEK = 17,82 ISK.  Segir þetta ekki mikið um óráðsíuna?

Baldur Gautur Baldursson, 29.11.2008 kl. 23:18

2 identicon

Life is what happens when you are busy doing other things, kvað Lennon forðum.

(Það liggur nú við stuðlum og höfuðstöfum hjá Hrútnum, mehehe) Well. well, well...sagði Ækvaran í hellinum forðum. Já, einmitt, þetta er sérdeilis hnitmiðuð og hnyttin grein hjá þér Ómar! Ég er svo feginn að mér sýnist að bölmóðnum sé farið að linna. Borgarafundurinn í h-bíó kom sumsagt þannig út að 1/3 trúði því að stjórnin sé að vinna. Það sýnir mætingin á bókaauglýsingu aldarinnar (ævisaga HT) í dag. Þar var ekki veðrinu um að kenna.

 Svo óska ég þér ánægjulegs Kötlugoss og mér komandi fengitíma! Mehehe

Hrúturinn (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta tangarhald sem LÍÚ hefur á sjálftektinni er með ólíkindum.. 

ég vil losna við þessa krónu sem fyrst því hún er það versta sem fyrir þessa þjóð hefur komið síðan í móðuharðindunum..

Farðu vel með þig Ómar. 

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 00:51

4 Smámynd: Sævar Helgason

Já bátagjaldeyririnn sem var ein tegund gjaldeyrsihafta á árunum 1953- 1960 . Af því fyrirbrigði hafði ég nokkra reynslu sem ungur farmaður á árunum 1956-1960. Farmenn fengu talsverðan hluta launa sinna greitt í þessum bátagjaldeyri. Verðið var um 40 kr á dollar- en þennan sama dollar var síðan hægt að selja innanlands á svörtum markaði á 130 kr.  Á þessum haftatímum þurfti innflutningsleyfi fyrir öllum vörum m.a bílum. Afar fáum leyfum var úthlutað til bílakaupa. En þeir sem sannarlega höfðu eignast gjaldeyri með löglegum hætti - gátu fengið innflutningsleyfi fyrir bíl þegar innflutningsverðmæti bíls var náð- á pappírunum.  Þetta var mikill kostur fyrir þá sem höfðu gjaldeyrisleyfi eins og farmenn. Þetta urðu mikil verðmæti- á svörtum markaði. það var hægt að selja þessi bílaleyfi fyrir offjár. Sem dæmi um það þá kostaði VW bíll á þessum árum um 35 ús. kr. Sá sem átti bílaleyfi gat selt sitt leyfi á 15 þús. kr.   Já gjaldeyris og innflutningshöft kalla á mikla spillingu- vonandi vara þessi nýsettu höft stuttan tíma...

Sævar Helgason, 30.11.2008 kl. 09:41

5 identicon

Ég er að greiða til Danmerkur eitt meðlag sem er 1094 danskar krónur. Þann 19. nóv. 2006 borgaði ég 11.60 íslenskar krónur fyrir dönsku krónunna sem gerði 12.690 íslenskar krónur á mánuði en í dag er ég að borga 24.50 íslenskar sem gera 26.803 íslenskar á mánuði. Ég hef mikla trú á því að danska krónan fari í 40 krónur íslenskar fljótlega þá ef það yrði gerði meðlagið sem ég er og á að greiða 43.730 íslenskar krónur á mánuði.  

Fiskvinnslukona í Danmörku er með í dag 120 krónur danskar fyrir hvern unnin dagvinnutíma  eða 2940 krónur íslenskar fyrir utan orlof sem er 12%. Ef spá mín gengur eftir að danska krónan fari í 40 krónur íslenskar á næstunni þá yrðu launin hjá fiskvinnslukonunni í danaveldi 4800 krónur íslenskar fyrir hvern unnin dagvinnutíma án orlofs.  

Þar sem margir hér á Íslandi telja að það sé króunni að kenna hvernig komið er hér á landi og að upptaka á evru eða dollar komi okkur til hjálpar vil ég koma með spurningu til allra sem treysta sér að svara henni.

Ef evra, dollar og eða dönsk króna sem dæmi yrði okkar gjaldmiðil 1.des 2008 fengi þá fiskvinnslukonan hér á landi útborgað 1.jan.2009 eins og hún hafi haft 4800 krónur íslenskar fyrir hvern dagvinnutíma án orlofs????  

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ert ekki alveg með þessi mál á hreinu Baldvin, þótt danska fiskverkunarkonan fái skv genginu í dag í íslenskum krónum 4800 isk á tíman þá fær hún ekki borgað í íslenskum krónum heldur dönskum.. þar er hún ENN með 120 kr á tímann.

ef við skiptum um gjaldmiðil þa fer verðmæti hans eftir upprunalandi td Euro.. sem er skráð í noregi nálægt 9 NOK.. sem þýddi fyrir okkur að gjaldmiðill okkar mundi fara á það level.. 

Ef ég fer til noregs og vinn þar fyrir 40.000 norskar á mánuði, þá þýðir það ekki a'ð ég hafi 800.000 isk á mánuði.. jú ef ég eyði peningunum á íslandi þá er það raunveruleikinn en ég mundi vera að eyða norskum krónum í noregi.. og þar er blákaldur veruleikinn sá að noregur er talsvert dýrt land að lifa í.. svona svipað og ísland fyrir kreppu.. svo þú sérð Baldvin að svona samanburður stenst ekki.. en ef ég væri þú þá mundi ég kanna atvinnumöguleika í DK og fá þá tilsvarandi lækkun á lifikostnaði ásamt því að hagstætt er að borga niður íslensk lán frá DK og NO.

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 12:02

7 identicon

Sæll Óskar

ESS samningurinn er efnahagsvæði 30 þjóðríkja þar á meðal er Ísland. Fiskurinn sem fiskvinnslukonan í Danmörku vinnur við er oft keyrður alla leið frá Norður-Noregi á stórum flutningarbílum. Þegar konan hefur unnið úr hráefninu í fiskvinnsluhúsinu í Danmörku fer varan inn á markaði annars staðar í Evrópu mest til Þýskalands þar sem mikil samkeppni fer fram við Íslenska fiskinn sem þar berst frá Íslandi. Íslenski fiskurinn er bestur í heimi þess vegna spyr ég alla aftur og þig Óskar sérstaklega afhverju þessi mikli munur á milli Íslands og Danmerkur þegar kemur að því að greiða fiskvinnslukonum launin sín?

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Skattgreiðandi sem er meðlagsskyldur í Danmörku  fær 33% í skattaafslátt á Íslandi var skattafslátturinn afnuminn 1981 ef ég man rétt svo þeir sem þurfa að greiða fleirra en eitt meðlag til Danmerkur er því miður best borgið að yfirgefa landið okkar því annars bíður hans aðeins þunn súpa til að lifa á. 

B.N. (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:11

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þarna Baldvin erum við að tala um allt annan hlut.. konan mín vann í fiski hér árið 2006 og hafði undir 150.000 á mánuði.. launakjör íslendinga hafa alltaf verið frekar dularfull.. ég hækkaði td í launum um næstum 100 % þegar ég flutti til noregs árið 1997.. nokkrum árum seinna var þessi jöfnuður horfinn í gróðærið.. í dag er þessu munur aftur orðinn 100 % norðmönnum í vil.. 

Ef þú skuldar meðlög til norðurlanda með meira en einu barni þá mæli ég með því að þú flytjir til viðkomandi lands.. og skv lögum í noregi allavega má ekki taka meðlög af atvinnulausu fólki en það er gert hér á landi miskunnarlaust.  

Óskar Þorkelsson, 30.11.2008 kl. 13:20

9 identicon

Innlent | mbl.is | 25.6.2007 | 14:19

Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.

Afnám 10% álags vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandi til að bæta gráu ofan á svart

Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.

Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk. Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''

Sendi þessa frétt sem bitist á mbl.is í fyrra uppl.sem dæmi afhverju lífskjör eru að verða svona slæm á Íslandi. Í þessari frétt má sjá að sjávarútvegsráðherran okkar leggur sig allan fram þegar kemur að því að styðja við byggðir á Énglandi. Þessi aðgerð ein og sér fellur í sér milljarða tap í gjaldeyristekjum til okkar Íslendinga. Það þýðir að krónan  veikist sem leiðir svo af sér að lánin hækka hjá okkur og það á við vöruverð einnig sem dæmi. Þessi frétt er skólabókadæmi hvernig Íslenskir stjórnmálamenn beita sér fyrir sérhagsmuni hina fáu útvöldu á kostnað þjóðarinar. Íslenska krónan er ekki stóra vandamálið eitt og sér því það er mannanna verk hvernig hún hagar sér það á við aðra gjaldmiðla líka.  Áfram Ísland!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband