30.11.2008 | 23:51
Ekki að klappa með kattarrófunni.
"Þið eigið ekki að klappa ráðamönnum með kattarrófunni" sagði Emil Björnsson heitinn, fyrsti fréttastjóri Sjónvarpsins oft við okkur fréttamenn, sem undir stjórn hans voru. Síðan er langt um liðið, en nú sé ég að félagar í því fagfélagi sem ég var í til skamms tíma hafa lagt kattarrófuna til hliðar og eru með bein í nefinu.
Aðför að fréttastofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hækkaði ekki launakostnaður úr 700 miljónum í 18.000 milljónir við yfirtöku Páls Magnússonar?
Þá fór hann að kaupa t.d. Silfur Egils á ofurbankastjóraverði auk þess að gera vel við sjálfan sig og forstjórabíl RUV.
Á einu ári hækkuðu laun s.s. um 1.100 milljónir - væri ekki bara hægt að spara þessar 800 millur sem RUV ætlar að ná fram með því að reka nýjabrumið og lofa gamla genginu að vera áfram. Næst verður fréttatímum fækkað eða jafnvel sjálfhætt - en Silfrið verður látið fljóta áfram - og Palli heldur bílnum sínum örugglega líka.
Ég er kominn á þá skoðun núna að það eigi að leggja niður Ríkisútvarpið - nema Rás-1 og lofa starfsmönnum að eignast Sjónvarpið og Rás 2 og ég er viss um að þeir geta rekið það betur.
Stefna RUV er að þjóna landsbyggðinni sérstaklega - gera þeir það með þvi að leggja niður landsbyggðarútvarpið?
Guðmundur Jónsson, 1.12.2008 kl. 00:43
Meira að segja þjóðgarðsvörður gæti rekið Ríkisútvarpið fyrir miklu minni pening en þessi gjörspillti útvarpsstjóri og sjónvarpsþula.
Þorsteinn Briem, 1.12.2008 kl. 01:23
Ég veit ekki, mér hefur ekki fundist að ég hafi verið betur upplýst af RUV en öðrum fréttamiðlum. Kannski er það vegna krúttvæðingar Kastljóssins og þurrar hlutleysistöku Fréttatímans sem manni finnst að maður fái nákvæmari fréttir erlendis frá.
Káta (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 01:34
Að mínu áliti þá hefur einkavæðing ljósvakamiðla ekki skilað sér í auknum dagskrárgæðum. Rásir eitt og tvö eru að senda út efni sem mundi líklega ekki eiga uppá pallborðið hjá markaðsmógúlum, sem eru með hagnaðinn einan að leiðarljósi. Þær eru hins vegar að sinna ýmsum menningarkimum. Mig minnir t.d. að slökkt hafi verið á útsendingum á Músíktilraunum í miðjum klíðum á einni frjálsu stöðinni á sínum tíma. Svona hlutum hefur Rás tvö sinnt. Óli Palli hefur verið mjög iðinn við að spila efni með óþekktum tónlistarmönnum utan úr bæ og ætti skilið fálkaorðuna fyrir hvernig hann hefur á þann hátt stutt við íslenska tónlist. Frjálsu stöðvarnar eru hins vegar ofurseldar því að verða að höfða til fjöldans.
Guðmundur Benediktsson, 1.12.2008 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.