Ekki slaka á !

Ég sá hluta af leik Chelsea og Arsenal í dag. Þar var leikmönnum skipt út af og inn á til að styrkja liðin. Ef annað hvort þessara liða fer að förlast flugið og tapa oft, mikið og lengi, er þjálfunum skipt út af. Þetta er ekki spurning um sökudólga eða refsivert athæfi, heldur spurning um að mannskapurinn nái sem bestum árangri.

Þetta er gert tii að forðast ófarir og niðurlægingu. Ekkert slíkt virðist í gangi í mestu hrakförum íslenskrar þjóðar í manna minnum. Allir spila inni á eins og ekkert hafi í skorist og enginn þarf að fara eða tekur í mál að fara út af.

Þess vegna er nauðsynlegt að slaka ekki á hjá þeim grasrótarhreyfingum utan þings sem nú láta að sér kveða.
Borgarahreyfingin er ein þeirra og ein þeirra heitir reyndar Íslandshreyfingin - lifandi land.

Ekki slaka á 1. desember! Bæði stofnun Auðlindar á morgun og þjóðfundir Borgarahreyfingarinnar eru atburðir sem verða að takast vel.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband