Hvað var sagt? Spilin á borðið!

Spurningarnar hrannast upp varðandi helstu bomburnar sem Davíð Oddsson sprengir þessa dagana. Í stað þess að mál skýrðust eitthvað í dag hafa þau þvert á móti vakið nýjar spurningar og óróa.

Nú liggur fyrir eftir fund viðskiptanefndar Alþingis að mjög mikilvægum purningum, sem varða bæði Íslendinga, Breta og aðrar þjóðir, verði ekki svarað vegna bankaleyndar.

Í ófanálag bætist við grundvallar ósamræmi í frásögnum Davíðs og Ingibjargar Sólrúnar af fundi Davíðs með formönnum stjórnarflokkanna, og geta þau ekki einu sinni komið sér saman um í hvaða mánuði fundurinn var haldinn. Ingibjörg nefnir þó dagsetninguna 7. júlí en Davíð aðeins júnímánuð.

Davíð er víst góður bridge-spilari og gefur í skyn að hann hafi alger tromp á hendi, en heldur spilunum fast að sér.
Geir Haarde var á þessum þriggja manna fundi. Hvað segir hann? Hvort þeirra segir rétt frá, Davíð eða Ingibjörg?
Eða megum við eiga von á þriðja framburðinum af því sem sagt var á þessum fundi.

Ekki var langt liðið frá þessum fundi þegar Geir tók undir það sem sagt var að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hefði borið árangur! Ekki bendir það til þess að Davíð hafi sagt á fundinum að bankarnir ættu 0%, sem á mannamáli útleggst enga möguleika til að lifa af.

Enn sem komið er heldur Geir sínum spilum að sér og ekkert heyrist frá honum um þetta.

Í þessum tveimur málum er ekki hægt að sætta sig við svona laumuspil. Hver sagði hvað og hvað gerði hver?
Hvað sagði Davíð á fundinum? Hvað var sagt í samtölunum sem bankaleyndin hvílir yfir? Það verður að leggja spilin á borðið.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er sláandi í ljósi ósamræmis í frásögn Davíðs og Ingibjargar, að Ingibjörg skuli ekki koma heiðarlega fram og greina frá sinni hlið á málinu. Enn eitt dæmið um hvernig ríkisstjórnin málar sig út í horn.

hilmar jónsson, 4.12.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Er ekki meiri ástæða til að hafa áhyggjur af ástæðum þagnarinnar en þögninni sjálfri, þegar Davíð gat ekki svarað á fundi viðskiptanefndar í morgun? Það er full þörf á að ýta rannsóknarnefndinni í gang.

Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 23:19

3 identicon

Æ, hver tekur orðið mark á orðum Davíðs núorðið í pólitísku tilliti? Held að það sé það versta sem hendir manneskju að fólk tekur ekki mark á henni. Davíð er í mínum huga að nálgast það stig og um leið að missa alla virðingu. Það sem pólitíkusar átta sig ekki á, svona almennt, að það er ný kynslóð að ganga til kosninga næst þegar kosningar verða haldnar. Og - hefur einhver pælt í hvað því unga fólki finnst? Ungt fólk sem man ekkert eftir blómaskeiði Davíðs í pólitík. Og hvað skyldi ungt fólk að hugsa einmitt núna þegar kreppan er byrjuð að krafsa í launaumslögin þeirra, atvinnuöryggi og framtíðarhugsanir?

Nína S (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hilmar. Ingibjörg Sólrún er nú einmitt að segja frá sinni hlið á málinu með þessari yfirlýsingu.

Þorsteinn Briem, 5.12.2008 kl. 00:11

5 identicon

Ég hef mjög takmarkaðan áhuga á því að heyra hvað fór fram á fundum Davíðs, Geirs og Ingibjargar. Birna Einarsdóttir bankastýra Glitnis varaði bankastarfsmenn við því að rjúfa bankaleynd. Mér þætti meiri fengur í að heyra hvað þeir hafa að segja. Þeirra vegna þarf að breyta lögum um bankaleynd.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 01:39

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég er búinn að snúa þessu út pólitísku yfir á Íslensku sjá hér (hobbý hjá mér, sumir eru í krossgátunum ég er í þessu):

http://savar.blog.is/blog/savar/entry/735029/

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:41

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Svo lengi hefur Davíð Oddson verið rúinn trausti fólksins í landinu hann á ekkert erindi í nokkurt opinbert starf.  Það er einfaldlega enginn sem treystir honum lengur. Hans útskýringum ber ekki saman við þeirra sem hann starfar með og tilfinningasprengjur hans eru með þeim hætti að fólk er fyrir löngu hætt að fá ónota- og óttatilfinningu yfir sig.

Svo ætlar Davíð núna að "hóta sér leið" til lengra stjórnmálalífs, hvort sem það er nú í bankanum eða á Alþingi.   Sorry, sé ekki að flokkurinn mun hagnast mikið á því að draga fram gamla prófíla úr stjórnmálasögu sem fáir orðið af nýjustu kjósendunum þekkja til.  Go home Davíð, go home!

Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2008 kl. 08:58

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hér situr þjóð í djúpum skít og það helsta sem er í fréttum er það hvað einn maður segir eða segir ekki - hvað einn maður ætlar að gera í framtíðinni eða ekki!

Hverskonar vitleysa er þetta! Geta fréttamenn ekki hætt að elta hverja hugdettu sem DO lætur frá sér fara? Hann á að vera að sinna málum í Seðlabankanum en spilar pólitískan póker í kastljósi fjölmiðla. Og hann hefur gaman af því hversu menn eru eljusamir að lepja upp eftir honum. Er ekki mál að linni?

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.12.2008 kl. 09:53

9 identicon

Frekur er og fáráður

í fjölmiðlana "skubbi"

siðblindur og sjálfhverfur

svörtulofta-lubbi

Alli (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:00

10 identicon

Það er ótrúlegt hvað Davíð hefur mikin sjarma það þolir hann engin núna né áður en samt situr hann sem fastast og kemur með einhverja vitleysu af og til og fær mikla athygli. Hann er bara gá hvað fólk er vitlaust

Guðrún (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:04

11 Smámynd: Arnar Pálsson

Stjórnarandstaðan og annað skynsamt fólk á að setja saman nýtt frumvarp um sameiningu seðlabanka og fjármálaeftirlits, byggða á góðri fyrirmynd (e.t.v. norskri eða sænskri?). Frumvarpið fæli í sér faglegann seðlabankastjóra, minni áhrif stjórnmálaflokka í seðlabankaráði og tæki gildi 1 janúar 2009.

Arnar Pálsson, 5.12.2008 kl. 11:17

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Klásúla úr lögum um Seðlabankann (36/2001):

"35. gr. Bankaráðsmenn, bankastjórar og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt".

Viðskiptanefnd þingsins ætti kannski að óska eftir dómsúrskurði vegna þjóðarhagsmuna?

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 11:50

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Friðrik Þór: Með slíkum úrskurði væri viðskiptanefnd e.t.v. komin út fyrir verksvið sitt. Hins vegar er verið að setja á laggirnar rannsóknarnefnd sem á að skoða þetta og hefur heimildirnar. Þarf engan úrskurð. Það væri betra að reyna að koma henni í gagnið. Og í raun skandall að hún hafi ekki byrjað að vinna fyrir átta vikum eða svo.

Haraldur Hansson, 5.12.2008 kl. 11:57

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Haraldur; Hvítbókarnefndin verður lengi að komast á koppinn og síðan lengi að vinna sína vinnu. Þjóðin þarfnast þessara upplýsinga upp úr Davíð sem allra fyrst, enda treysti ég því að enn sé verið að skoða möguleikann á því að höfða mál gegn Breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaganna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 12:18

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðvörunin fór fram með þessum hætti:

"Geir var spurður um þau orð Davíðs á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær að stjórn Seðlabankans hefði varað ríkisstjórnina við því í júní að 0% líkur væru á því að bankarnir myndu lifa af.

„Hann mun vera að vitna í símtal við mig sem ég man nú ekki sjálfur eftir,“ (mbl.is)

Málið dautt.  Getur ekki verið skýrara. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2008 kl. 12:25

16 identicon

Ég verð alltaf jafn undrandi þegar starfsmenn ríkisins deila um hvað hafi verið sagt eða ekki sagt á fundum.  Þetta gerist nokkuð oft, og ekki síst undanfarið.  Ég er formaður fyrir 50 manna karlakór, og þar eru ekki haldnir stjórnarfundir, félagsfundir eða nefndarfundir án þess að ritaðar séu fundargerðir.  Annað væri alger óhæfa.  Þar að auki held ég dagbók um allt varðandi starf kórsins. Hvernig ætti ég annars að geta rifjað upp hvað gerðist fyrir mánuði eða ári?  Eru Geir og Davíð að treysta á minnið, með þessum hörmulegu afleiðingum?

Á ég að trúa því að ekki sé hægt að fletta því upp hver sagði hvað á öllum fundum þessarra opinberu aðila?  Ef svo er hlýtur það að vera brot á stjórnsýslulögum.  Jafnvel símtöl milli embætta eins og Seðlabanka og Forsætisráðuneytis ættu að vera skráð.

Hver er sannleikurinn í málinu?

 Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband