Gamalkunnugt ferli.

Gamalkunnugt ferli er nú hafið varðandi gengi krónunnar sem stjórnað er með haftakerfi og gjaldeyrishöftum sem sagt er, eins og oft áður, aðeins eiga að vera í gildi um takmarkaðan tíma.

Þetta ferli fór til dæmis ævinlega í gang eftir gengisfellingar síðustu aldar, þegar gengislækkunin jók dýrtíð innanlands, þrýstingur myndaðist til að vinna það upp og hið handstýrða gengi krónunnar fór upp fyrir raunvirði.

Oftast var það gert með verkföllum og kauphækkunum með verðbólgu í kjölfarið. Á sjötta áratugnum var einnig haldið uppi margföldu gengi og gjaldeyrishöftum.

Svona ráð voru notað í ráðstöfunum vegna kreppunnar 1931. Þetta áttu oftast að vera skammtímaráðstafanir meðan verið væri að ná tökum á vandamálunum en höftin fóru samt ekki alveg fyrr en 65 árum síðar.

Í byrjun haftatímabilsins spruttu upp iðnfyrirtæki á ótrúlega mörgum sviðum, sem síðan urðu smám saman að láta undan síga fyrir ódýrari erlendum vörum þegar Íslendingar gengu í EFTA 1970.

Haftakerfinu fylgdi spilling sem hefur lifað af undir mismunandi heitum allt til dagsins í dag.

Eftir á að hyggja kostuðu haftakerfið, röng gengisskráning og verðbólga þjóðina áreiðanlega miklu meira en menn ímynda sér og ranglætið sem fólst til dæmis í því að skuldarar, eins og húsakaupendur, fengu til sín hundruð milljarða sem í raun var rænt af sparifjáreigendum svo sem gömlu fólki og góðgerðasjóðum.


mbl.is Eftirstöðvar gengistryggðra lána minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband