9.12.2008 | 15:56
Ýmislegt fæst upp á borðið, - en of lítið.
Á mótmælafundunum að undanförnu hafa ýmsar upplýsingar komið fram sem sennilega hefðu annars ekki gert það. Viðskiptaráðherrann tók afstöðu með þeirri skýringu minni í bloggpistli að allir embættismenn sem ríkisstjórnin hefði yfir að segja, sætu á ábyrgð beggja ríkisstjórnarflokkanna, en ekki aðeins annars flokksins.
Þar með er hann ekki sammála Össuri samráðherra sínum og öðrum í Samfylkingunni sem bóka að Seðlabankastjóri sitji ekki að ábyrgð flokksins.
Þetta kann að sýnast smámál en er þó skref í þá átt til að fá ráðamenn og aðra sem bera mesta ábyrgð á bankanhruninu til að viðurkenna þótt ekki sé annað en einhvern hluta af ábyrgð sinni. Með ummælum Björgvins er að minnsta kosti einhver hluti flokksmanna hans byrjaður að hörfa úr því vígi afneitunar, sem þeir hafa verið í.
Því miður er þetta allt of lítið og því sýður á fólki vegna ástandsins. Ef til vill verður eitthvert hlé yfir hátíðirnar, eins og eðlilegt er á þessari hátíð friðarins. En þegar kemur fram yfir áramót er hætt við að óróinn verði jafnvel enn meiri en hann hefur verið í haust.
Mótmælendur eiga ekki að bíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar minn. Þú hlýtur að geta dregið einhverjar upplýsingar upp úr honum Þorfinni. Ef ekki þú - hver þá?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 16:04
Er stjórnarráðshúsið blátt? Ragnar Aðalsteinsson fullyrti að því mætti halda því fram, mér sýnist það vera hvítt. Reyndar tók Ragnar það fram að það væri hvítt. Það er grundvallaratriði í lögfræði að lagatexta á að túlka eftir orðana hljóðan. Dæmi: Bannað er að aka yfir á rauðu ljósi? Það þýðir að það er líka bannað að keyra yfir á rauðu ljósi og ekki dugir að halda því fram að ljósið sé gult.
Samkvæmt lögum er seðlabankinn undir forsetisráðherra. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað vald og seðlabankinn ekki á ábyrgð viðskiptaráðherra nema hann sé forsetisráðherra líka, Björgvin er ekki forsetisráðherra. Annar sláandi misskilningur er að ráðherrar sæki umboð sitt til Alþingis. Það er rangt. Það er Forseti Íslands sem ræður þá og rekur. Ég spurði Björn Bjarnason í bréfi. Í hvaða umboði situr þú sem ráðherra? Svarið kom skjótt: Alþingis.
Alþingi er fjölskipað stjórnvald. Alþingi hefur aldrei, aldrei skorið úr um hver skuli vera ráðherra og hver ekki, aldrei.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.12.2008 kl. 22:14
Athugasemd:
Ég er almennt sammála mati Ómars í færsluunni Ábyrgð Samfylkingarinnar og ný ríkisstjórn. nema þar virðist hann líkja seðlabankastjóra við flugvélstjóra. Réttara væri að líkja seðlabankastjóra við Hannes Smárason á fríu fari (að eilífu) sem kominn er fram í klefa að skipta sér af. Seðlabankastjóri er ekki áhafnameðlimur í ríkisstjórn.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.12.2008 kl. 22:46
Í flugvélunum hér í gamla daga, sem hér eru teknar sem líking, stjórnuðu flugstjórarnir flugvélinni, en flugvélstjórinn fylgdist með hreyflunum og ástandi þeirra og sá um að þar væri allt í lagi.
Ómar Ragnarsson, 9.12.2008 kl. 23:51
Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í Stjórnarskránni. Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum, samkvæmt Stjórnarskránni og Lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.
Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:
5. grein. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt Stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra. Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.
Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál en hann hefur aldrei komið saman.
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun, yfirstjórn hennar er í höndum forsætisráðherra og bankaráðs og Alþingi kýs sjö fulltrúa í ráðið. Bankastjórnin, sem skipuð er þremur bankastjórum, skal jafnan upplýsa bankaráðið um helstu þætti í stefnu bankans og þær reglur sem hann setur, samkvæmt lögum nr 36/2001.
Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 00:23
Já það má þræta endalaust um valdið. En að minni skoðun og litlu þekkingu lá valdið í Evrópu hjá konungi, síðan varð breyting fyrst á Englandi að ráðgjafaþingið fékk einhver völd og breiddist sú skipan út um Evrópu. Við þetta situr í dag þrjú-fjögurhundruð árum seinna. Aðalvaldið liggur enn hjá "konungi" og konungur er flokkseigandafélag stjórnarflokkana sem ræður yfir þinginu í reynd. Löggjafarþing Evrópu eru valdalítil í reynd, ekki bara Alþingi. Þetta sást best þegar Bandaríkjaforseti sóttist eftir stuðningi við innrásina í Írak það voru ekki þingin í Evrópu sem tóku afstöðu fyrir hönd þjóða sinna, það voru konungarnir.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.12.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.