9.12.2008 | 23:46
Þetta er nú ekki mikið.
Ástríðufull fyrstu kynni hafa hvað eftir annað, svo lengi sem sögur ná aftur, valdið því að viðkomandi hefur ekki aðeins hætt að heyra, heldur líka að sjá eða vita sitt rjúkandi ráð. Ef það er rétt í fréttinni að kínverska konan hafi fengið heyrnina mjög fljótlega eftir kossinn mikla hefur hún farið betur út úr þessu en margur annar.
Það var til dæmis ekki fyrr við skilnað rúmum 40 árum eftir fyrstu kynni foreldra minna sem móðir mín áttaði sig endanlega á að þessi sjóðheita ást hafði verið verið blind og heynarlaus ást frá upphafi, - og löngu vonlaust að halda hinni stormasömu sambúð áfram.
Og mikið á maður nú slíkri blindu og heyrnarleysi ástarinnar að þakka!
Missti heyrnina eftir ástríðufullan koss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég held ég verði bara að segja að það er kannski eitthvað til í þessu hjá þér.
Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 10.12.2008 kl. 00:20
Ja, hvar væri maður ef ástin væri ekki staurblind?
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:53
Hann er asni, hún er svín,
hrikaleg ástin ekkert grín,
hann er Gaga, hún er Rín,
hatur úr þeirra augum skín.
Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 01:58
Það er víst rétt hjá þér Ómar. Mikið rétt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:25
Þessi færsla er alger snilld. Velti því stundum fyrir mér hvenær ég fái vitið aftur
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.