Mismunandi viðbrögð.

Viðbrögðin eru misjöfn hjá þeim sem ábyrgð bera í þjóðfélaginu. Kreppuástand setur hluti í nýtt ljós. Þegar maður með milljón á mánuði lækkar laun sín um 150 þúsund og kemst samt auðvitað ágætlega af eftir sem áður, sýnir það muninn á kjörum hans og þess sem hefur aðeins 150 þúsund á mánuði.

Sláandi munur er á milli landa. Í Grikklandi gerðu tveir lögregluþjónar mistök og fyrstu viðbrögð dómsmálaráðherrans voru þau að bjóðast til að segja af sér. Sjáið þið fyrir ykkur svona viðbrögð Björns Bjarnasonar við svipaðar aðstæður?

Nú logar allt í óeirðum í Grikklandi og allsherjarverkfall er á döfinni til að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Ekki er þó að sjá að í því landi hafi orðið viðlíka hrun og hér á landi. Raunar höfðu Íslendingar úr hærri söðli að detta eftir einstætt "góðæri" sem byggðist á því að lifa langt um efni fram á margfölduðum lánum, sem slógu heimsmet.

Langlundargeð og æðruleysi Íslendinga er mikið en þeir sem ábyrgð bera ættu ekki að misnota það eins og þeir virðast hafa einsett sér að gera með því að enginn axli ábyrgð sína.


mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt munað hjá mér að Guðmundur Árni Stefánsson er síðasti (sá eini?) ráðherran sem sagði af sér, árið 1994?  Meira vegna þrýstings innan frá en ekki endilega vegna andstöðu almennings?  Þetta er bara eins og íslenska landsliðið í fótbolta var í gamla daga.  Erfitt að komast í liðið en enn erfiðara að "losa" sig úr því aftur.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:55

2 identicon

Er allsherjarverkfall kannski sú tegund mótmæla sem gæti komið einhverri hreyfingu á það að krefjast afsagnar ráðherra og eftirlitsaðila?

Tryggvi Már (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslendingar eru aumingjar Ómar.. þá segi ég og meina.. Aumingjar ! 

Óskar Þorkelsson, 10.12.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband