10.12.2008 | 19:58
Betra að kalla kreppuna "dýfu".
Mér skilst að í kínverska orðinu yfir kreppu felist bæði hreyfingin niður og upp. Kreppa er afar neikvætt orð því að hún felur aðeins í sér að allt sé á niðurleið.
En það er til ágætt íslenskt orð yfir kreppu, og það er orðið "dýfa". Skip í ólgusjó tekur dýfur og fer niður í öldudal en kemur síðan upp aftur. Þannig hefur það verið um nær allar efnahagskreppur síðustu alda og í orðinu "dýfa" felst bæði "hrunið" en einnig þeir nýju möguleikar sem skapast vegna endurmats og endurreisnar til að komast upp úr öldudalnum.
Ég er að hugsa um að prófa að gera þá tilraun að tala um dýfu þegar rætt er um kreppu og sjá hvernig til tekst.
Hallinn yfir 150 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki veitir af að setja smá jákvæðni í ástandið - Kreppa er neikvætt orð og lýsir einhverju varanlegu. Það er slæmt.
Orðið dýfa innifelur bæði neikvæða og jákvæða tilvísun.
Dýfa skal það vera.
Það finnst mér.
Sævar Helgason, 10.12.2008 kl. 20:04
Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér, þetta er bara dýfa, en samt djúp dýfa. En mikið er ég nú samt hræddur um að allavega hjólabúnaður þjóðfélagsins muni skemmast algerlega áður en hægt er að fara (fljúga) upp aftur. En það hefur alls ekki bara ókosti. Ef þjóðfélagið veit að hjólabúnaðurinn er ónýtur, mun það eflaust reyna að halda sér uppi.
Í gær var ég á jólamarkaði í Þýskalandi, og mér leið eins og að kreppan hefði tekið Þjóðverja heljartaki. Varla nokkur maður á ferli. Þjóðverjar hafa lent í ýmsu í gegnum tíðina (ég er hér ekki bara að tala um hjólabúnaðinn), og virðast vita hvernig á að bregðast við vondum eða breyttum aðstæðum. Þjóðverjar eru búnir að læra sitt af sínum "dýfum" og eru eftir á séð orðin "betri þjóð". Ég vona svo sannarlega að við Íslendingar komum sterkari upp úr "dýfunni" en við höfum verið í gegnum tíðina. Styrkur fest ekki í hroka og græðgi - það er eitthvað sem margir þyrftu að læra. Vonandi lærum við aftur að meta gömlu góðu gildin og verðum betri manneskjur fyrir vikið. Ísland á von.
áhugasamur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:28
Nú er lægð yfir landinu, og stormbeljandi eins og skáldið sagði. Lægðin gengur yfir og á milli koma svo tímabil þegar loftvogin er í jafnvægi, og svo koma blessaðar hæðirnar yfir landið stundum. Ég nota frekar orðið lægð, mér finnst það betur lýsandi. En þetta er spurning um smekk - sammála því að kreppa er vont orð og á ekki við þessa djúpu efnahagslægð.
Guðjón Baldursson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:45
Kreppa eða dýfa? Hvorugt orðana lýsa því ástandi sem hér ríkir. Rétta orðið er spilling.
Hakur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:46
Alltaf ertu samur við þig og trúr jákvæðninni'
En Ómar minn Nú erum við í miðju rönni á softfíld teioffi og fíldurinn búinn svo nú þarf Kraftaverk
Gunnar Þór Ólafsson, 10.12.2008 kl. 21:06
Það kreppir að þá sumir [sennilega margir] þurfa að herða að sultarólarnar. Hjá þeim sem hafa siðferðið á hreinu gæti spilling komið upp í hugann. Ég er ekki Kínverji þó ég get svo sem skilið opinbera boðskapinn sem felst í Kínverska orðinu dýfa. Öll él styttir upp um síðir sem betur fer. Nú er um að gera að bíta á jaxlinn. Hugarkreppa getur orsakast af skorti á vali. Kreppur finnst mér ekki merkja langatíma nema talað sé um langvarandi kreppu. Skreppur er skotfljótur.
Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 21:20
Lagleg en dáldið lúin,
í loftinu oft var Frúin,
sem Doris Day þá,
hún dýfur tók smá,
í ástandi þó góðu og ófúin.
Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 21:39
Mér finnst mest um vert að fólk geri sér grein fyrir því að við erum ekki í miðri kreppu (ég nota orðið kreppa og mun halda því áfram). Ég trúi því að fólki gangi betur að lifa kreppuna af ef það gerir sér grein fyrir því að enn erum við stödd í fordyrinu að henni og það fordyri að mjög djúpri kreppi og langvarandi. Mín tilfinning er að fólk finni fyrst fyrir yfirvofandi kreppu í febrúar og Guð má vita hver verður ásýnd hennar á seinni hluta ársins og þarnæsta ári. Ég frábið mér að vera vænd um svartsýni. Þetta er raunsæi.
Helga (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:39
Stysta leiðin í land úr öldudalnum eftir brotsjó er beint niður.´Ferskir straumar og ferskir vindar geta gefið býr í seglin en stemma skal ár við ósa. Til að koma í veg fyrir að þjóðarskútan fari ekki stystu leið í land þ.a.s. á botninn verðum við að losa um þá kúgun sem kvótakerfið gefur af sér.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:21
Nýjustu tölur um atvinnuleysið frá Suðurnesjum 1183 þar af 508 konur. Vegna góðærisins svokallaða í Reykjavík og verðsprengju á húsnæði og leigumarkaði sem ýtti fólki til að leita suðureftir eftir hagstæðari lífsskilyrðum. Á það má benda að 9% kvenna´í Reykjanesbæ sem dæmi eru öryrkjar. Af ofanrituðu þegar frá eru skilinn börn og gamalmenni má álykta að rétt tæplega bæjarstjórnin haldi vinnu og býr í leiguhúsnæði allt samkvæmt lögmáli Sjálfstæðismanna -betra er að láta aðra sjá um viðhaldið og leigja en að eiga.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 02:03
Þegar skip tekur dýfu kemur það upp eftir nokkuur andartök. Núna hörfum við upp á skuldahrauk fyrir amk tvær kynslóðir til að moða úr. Er það dýfa, kreppa eða eitthvað annað?
Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 08:35
Sammála, það er ekkert mál að taka dýfu en einmitt í svona ferðalagi, þar sem maður er ekki sjálfur við stýrið þegar dýfan er tekin, heldur farþegi, Þá fer allt í hönk. Ekkert til að halda sér í og maður búinn að losa beltið.
Polaris 800, 11.12.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.