Erfiðleikarnir efla nauðsynlegt endurmat.

Margir kannast við það að alvarleg veikindi hafi fengið þá til að endurmeta lífsgildin. Án kreppunnar miklu hefði meistaraverk Steinbecks, "Þrúgur reiðinnar" líkast til aldrei orðið til. Heldur ekki snilldarsmábíllinn Fiat Topolino eða ljóminn af forsetatíð Franklins D. Roosevelts.

Fyrr í haust var í athugun að gefa út diskinn "Birta-styðjum hvert annað" til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, ekki aðeins á tonlist.is heldur líka til sölu í verslunum. 

Í fyrstu virtist allt mæla á móti þessu, því að til þess að ágóði yrði þyrfti að selja ca 1500 plötur. Tækist það ekki yrði þetta tóm leiðindi og einnig yrði ágóðinn, sem rynni til fátækra, alltof lítill, jafnvel þótt 1500 platna markinu yrði náð.

Sem sagt: Fyrir nokkrum mánuðum hefði það verið óhugsandi sem nú hefur gerst: Tuttugu tónlistarmenn, 11 söngvarar, 9 hljóðfæraleikarar og einn laga- og textahöfundur gefa alla vinnu sína og flutning á níu nýjum lögum á diskinum "Birta - styðjum hvert annað," upptökustúdíóin sömuleiðis svo og Bergvík, sem framleiðir diskana, Samskipti sem sér um prentun og dreifingaraðilarnir 3d tonlist.is hjá Senu, verslanir Skífunnar og Smekkleysu og verslanir Olís.

Það þýðir einfaldlega að ALLT söluandvirðið rennur frá fyrsta diski til mæðrastyrksnefndar. Þetta er vottur um aukna samkennd í þjóðfélaginu á erfiðum tímum.  

 

 


mbl.is Svört spá um efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er atvinnuleysið á Suðurnesjum skráð 1150 manns þar af eru 500 konur. Geta þessar konur sem dæmi óskað eftir styrk hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur eða er þessi sala á þessum diski bundin við verslanir í Reykjavíkurborg?

Ég hef haft það sem vana síðustu árin að kaupa 15 CD-diska eða svo frá sama Íslenska tónlistamanninum í hvert skifti til að gleðja með á jólunum. Ég gerði einnu sinni undantekningu þegar ég keypti jóladiskinn með Elvis en síðustu jól keypti ég diskanna hjá Magnúsi Þór Sigmundssyni sem hann gaf út í fyrra. Ég á eftir að ákveða hvað diskur verður fyrir valinu sem jólagjöfin í ár.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Nafni minn Nielsen, ég held að umsóknir um aðstoð frá Mæðrastyrksnefnd séu alls óháðar búsetu.

En sérlega finnst mér jólagjafasmekkur þinn ó-rómantískur

Gefðu nu börnunum heldur eitthvað fallegt til tilbreytingar þessi jólin 

Baldvin Jónsson, 10.12.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.01.2003: "Það er stundum sagt að vald spilli og að mikið vald gjörspilli. Verst fer þá á því þegar menn eru með valdið of lengi í hendi sér. Undanfarin misseri hefur það komið æ betur í ljós að það er kominn tími á Davíð Oddsson.

Framkoma hans í Falun Gong málinu síðastliðið sumar og ummæli hans í garð Mæðrastyrksnefndar þar sem hann afgreiddi þeirra ómetanlega starf í einu vetfangi með þeim orðum að það væri alltaf til fólk sem hugnast hlaupa eftir ókeypis mat og fatnaði, sýnir vel að breytinga er þörf."

http://agustolafur.blog.is/blog/agustolafur/month/2003/1/

Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ofangreind bloggfærsla Ágústs Ólafs Ágústssonar var reyndar einum degi fyrr, 21.01.2003.

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir;

Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 14:50

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, Ómar, það er svo merkilegt að góðverkin eru frekar tengd mögru árunum. Það er eins og fólk missir skilningu og tilfinningu fyrir hvort annað þegar það hefur meira en nóg af öllu.

Úrsúla Jünemann, 10.12.2008 kl. 15:02

6 identicon

Til hamingju, Ómar. Og allt gagnsætt, uppi á yfirborðinu, kristaltært hvert peningarnir fara. Mætti ríkisstjórnin taka ykkur til fyrirmyndar.

Það er líka gott að engin hugmynd er enn komin fram um þjóðarsöfnun fyrir einkaþotu fyrir forsetahjónin til að auðvelda þeim ferðalög til fína fólksins. Þau þurfa dýran bíl og mikla risnu og allt það, vegna þess að þarna er um að ræða forsetann okkar, sameiningartákn þjóðarinnar. Á öðrum stað skrifaði ég að það þýddi lítið fyrir þau hjón að taka á móti öllu fína og ríka fólkinu á ullarsokkum og í lopapeysum, bjóða soðna ýsu með kartöflum og bræddu smjörlíki af því mörinn er svo dýr.  En með söfnuninni fyrir mæðrastyrksnefnd tel ég að það verði örlítil bið eftir hinni söfnuninni, þið vitið, með þotuna sem á að heita Airforce One svo allt sé í stíl við fína fólkið í útlöndum.

Gangi ykkur vel. 

Nína S (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband