Mikilvægi hjartalagsins.

Útför Rúnars Júlíussonar var óvenjuleg um margt. Ekki rekur mig minni til þess að kirkjur í tveimur byggðarlögum hafi verið fullar út úr dyrum við slíka athöfn. Alls hafa líkast til á annað þúsund manns hafi verið viðstaddir.

Ahöfnin í Keflavík var mjög eftirminnileg og einhvern veginn mótaði hún endanleg tímamót í viðhorfi margra til þessa bæjarfélags.

Nú, þegar tvö ár eru liðinn síðan herinn fór af vellinum, er hið raunverulega gildi þessa samfélags, fólksins sem þar býr, menningar þess og þess gildis sem það hefur gefið Íslendingum að birtast þjóðinni í sinni réttu mynd, óbjagað af harðvítugum deilum um varnarliðið og áhrif þess á íslenskt samfélag.

Loksins fær hin keflvíska menning að njóta sannmælis. Rúnar var mikill Keflvíkingur og það er af ráðnum hug sem ég nota það orð í minningu hans. Vona ég að íbúar Reykjanesbæjar virði það.

 Það sem stendur upp úr að mínum dómi var að það var einstakt hjartalag þessa öðlings sem dró svo margt fólk að við hinstu kveðju, sennilega meirihluta jarðarfarargesta.

Það er uppörvandi og táknrænt á tímum, þegar gildismat þjóðarinnar gengur í gegnum nauðsynlega og þarfa endurnýjun. Að því leyti eigum við Rúnari svo miklu meira að þakka en felst í þeim dýrmæta tónlistararfi sem hann lét eftir sig.    

 


mbl.is Fjölmenni við útför Rúnars Júlíussonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þar fór góður og vandaður drengur langt um aldur fram. Ég var svo lánssamur að kynnast þeim heiðurshjónum lítillega sumarið 1990 þegar þau, ásamt hljómsveit, héldu uppi stanslausu fjöri á útihátíð heila helgi hjá stofnuninni sem ég starfaði hjá.

Nú, mörgum árum seinna, ylja ég mér við góðar minningar sem ég kem til með að eiga um ókomna framtíð.

Guð blessi minningu Rúnars.

Þráinn Jökull Elísson, 13.12.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband