Ekki lengur 1965.

Ein helsta röksemdin fyrir fyrstu álbræðslunni í Straumsvík á sjötta áratug síðustu aldar var sú að einhæfni íslensks atvinnulífs og útflutnings væri of mikil með hlutdeild fiskafurða yfir 90%. Ekki væri heppilegt að vera með öll eggin í einni körfu.

Síðustu ár hafa margir ekki enn áttað sig á því að nú hefur þetta snúist við heldur hafa látið eins og ekkert hafi breyst í 40 ár, haldið fram sömu rökum og þá og engan veginn skilið að á þessum tíma hafa orðið grundvallarbreytingar á viðhorfum í heiminum gagnvart náttúruverðmætum og í umhverfismálum.

Í ferðalögum í fjölmörgum löndum austan hafs og vestan hefur það verið sláandi að umræðan hér á landi hefur verið á sama plani og hún var í þessum löndum fyrir 30 til 40 árum og við Íslendingar að ganga í gegnum sömu mistökin og þá voru gerð þar.

Viðmælendur mínir í þessum löndum undruðust að ég skyldi halda fram rökum sem lotið höfðu í lægra haldi í þeirra löndum eftir ítarlegar umræður og átök fyrir mörgum áratugum.

Í ofanálag erum við með allt niðurum okkur varðandi hina "endurnýjanlegu og hreinu" orku, sem við teljum okkur sjálfum og útlendingum um að við séum að nýta á Nesjavöllum, Hellisheiði og suður með sjó.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú verð ég að vera sammála, ég sé ekki hvernig við getum haft hag af því að vera með fleiri álver. Ég persónulega er á því að ríkið á að gera samninga við þessi Álfyrirtæki um að íslensk fyrirtæki geti verslað álið á heimsmarkaðsverði mínus flutningskostnaður frá Rottendam... þá sparar álverðið sendingakostnaðinn þangað og íslenska fyrirtækið sendingakostnaðinn hingað.

 Svo þurfum við einfaldlega að fara framleiða eitthvað úr þessu áli hérlendis og þannig auka virði útflutnings okkar án þess að þurfa að flytja mikið inn í staðin og værum við því að skapa hreina virðisaukningu :)

Jóhannes Guðni (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:47

2 identicon

Já, nákvæmlega.  Það hefur ekket breyst í 40 ár.  Öll atvinnustarfsemi og uppbygging atvinnutækifæra er öll á Suð-Vesturhorninu.  Þar eru öll sprota og hátæknifyrirtækin.  Og þar eiga öll gagnaverin að rísa.  Þessir fáráðar sem öllu ráða halda alltaf að Ísland sé bara Suð-Vesturhornið.  Þetta er svo þröngsýnt fólk.

Daði Hreinsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Er það trú þín Daði að það sé stjórnvalda að ákveða hvar atvinnurekstur byggist upp í landinu? Ef svo er þá erum við afar ósammála þar.

Það er stjórnvalda að styðja við góðar hugmyndir að sjálfsögðu, en hugmyndirnar koma frá fólkinu og viðskiptalífinu í mínu draumaríki.

Hvernig skildi standa á því að flestar hugmyndir koma fram á suðvesturhorninu? Jú, líklegasta ástæðan er líklega sú að á suðvesturhorninu búa 70% þjóðarinnar. Önnur ástæða gæti líka verið sú að á suðvesturhorninu er hefð fyrir því að fólkið sýni frumkvæði. Ég veit að það verður alltaf allt vitlaust þegar að maður segir þetta upphátt, en ég spyr samt. Af hverju er fólk á landsbyggðinni alltaf að bíða eftir því að einhver annar geri eitthvað hjá þeim?

Það vantar nýjar hugmyndir, líka á suðvesturhorninu að sjálfsögðu, en bráðvantar nýjar hugmyndir. Þær munu aldrei koma frá ráðamönnum, við munum öll svelta ef við ætlum að bíða þess.

Nýjar hugmyndir eru að mínu mati ekki fólgnar í því að sækja í 40 ára gamlar hugmyndir frá Evrópu og þá aðallega austur Evrópu.

Gerum nú eitthvað geggjað, finnum a.m.k. eina algera spútnik hugmynd á komandi ári.

Baldvin Jónsson, 12.12.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Asskoti vel mælt, Baldvin.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 12:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru mörg ál-egg í körfu Húsvíkinga í dag?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 17:52

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Getum við ekki selt alla þessa mengunarvænu orku sem við eigum?  Sæstrengur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2008 kl. 17:53

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Já, Gunnar. Fleiri en heimsbyggðin kærir sig um að torga.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband