15.12.2008 | 20:43
Starfsumhverfi fjölmiðlamanna.
Sjaldan hefur birst magnaðri lýsing á starfsumhverfi fjölmiðlamanna en í símtalinu milli ritstjórans og blaðamannsins, sem birt var í Kastljósinu í kvöld. Flestir sjóaðir fjölmiðlamenn kannast við svipað frá ferli sínum þótt í mismiklum mæli sé.
Í sumum tilfellum kann að vera rétt að fjölmiðlamenn hafi af mannúðarástæðum aðgát í nærveru sálar og taki tillit til slíks í fréttaflutningi. Viðhafa ekki að óþörfum særandi eða meiðandi fréttaflutning.
Það sem hins vegar gerir þetta tiltekna mál sérlega athyglisvert er lýsing ritstjórans á því umhverfi "lífs eða dauða" sem fjölmiðlar og fjölmiðlamenn verða að lifa við. Í þessu tilfelli ekki aðeins hver blaðamaður og ritstjórinn líka, heldur blaðið sjálft, vinnustaður, sem hægt er að "skrúfa fyrir" umsvifalaust,i ef marka má orð ritstjórans, gott ef er ekki með einu símtali.
Af orðum ritsjórans í samtalinu má ráða að hann vilji frekar að stórfrétt, almennilegt "risaskúbb" verði "dauða"sök blaðsins heldur en lítil frétt.
En ég fæ ekki betur séð en að ritstjórinn hafi lagt til "risaskúbb" í samtalinu í kvöld og einn af þeim kostum sem hann virðist nú eiga í þeirri stöðu sem komin er upp sýnist vera að leggja öll spilin á borðið, upplýsa um önnur svipuð atvik, sem áður hafi gerst og falla með sæmd svo notað sé orðalag í stíl við það sem heyrðist í samtalinu.
Fullkomlega óháðir fjölmiðlar verða því miður aldrei til í mannheimum ófullkomleikans þótt hugsanlega sé hægt að komast nálægt því og reyna það eftir fremsta megni. Aðferðirnar við að hafa áhrif á umfjöllun og hræða fjölmiðlamenn geta verið margvíslegar og sjálfur hef ég reynslu af slíku.
P.S.
Nú heyri ég í tíufréttum Sjónvarpsins að Reynir upplýsir að þrýstingurinn, sem hann talar um, hafi ekki komið frá eigendum blaðsins. Það minnir mig á að þrýstingurinn sem ég varð fyrir á sínum tíma vegna starfa minna við Sjónvarpið kom ekki innan frá heldur utan frá. Mér var eindregið "ráðlagt" að söðla um því að annars yrði ég "búinn að vera" og stórskaðaði í ofanálag fréttastofuna, vinnufélagana og stofnunina.
![]() |
Upptaka af útskýringum ritstjóra DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu. Að leggja spilin á borðið væri það besta sem Reynir gæti gert núna, beðist afsökunar, verið heiðarlegur við þjóðina og sjálfan sig. Og beðið Jón Bjarka afsökunar á lygunum sem hann hafði um hann í dag.
Ef ekki, nú þá krefjumst við þess að hann leysi frá skjóðunni, taki af öll tvímæli um hver hótaði hverju, Björgólfur Guðmundsson, Sigurjón, Hreinn? Þetta er stórt mál´og grafalvarlegt.
Hannes MAgnússson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:02
Reynir er virkar heilsteyptur og hefur komið við kauninn á ýmsum.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:03
Í framhaldi af því að safna saman punktum um ýmsar góðar hugmyndir til að hjálpa þjóðinni út úr þeim vanda sem hún er komin í, þá byrjaði ég að safna punktum um fjölmiðla á Íslandi og stækkar sá listi ört!
Z) FJÖLMIÐLAR
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.12.2008 kl. 21:08
Reynir Traustason minnir í undanhaldi sínu nokkuð á mann sem Árni Johnsen heitir í viðtali við Reynir Traustason.
"Dúkurinn sá arna á að fara undir steinplanið við Þjóðleikhúsið".
Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.12.2008 kl. 21:30
Laupurinn Reynir að ljúga,
Loftssyni undan vill smjúga,
sem Carla Bruni,
kallinn úti á túni,
og Hreinn sveinn taugahrúga.
Þorsteinn Briem, 15.12.2008 kl. 21:34
KAUPIÐ ALDREI AFTUR DV!
corvus corax, 15.12.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.