16.12.2008 | 18:46
Lútum valdinu en stöndum á réttinum.
Í málatilbúnaði í deilum okkar við Breta höfum við orðið að lúta fyrir alþjóðlegu valdi á sama hátt og Íslendingar þurftu fyrr á öldum að lúta fyrir valdi Dana. Þá urðu fleyg orð Íslendingsins gagnvart dönskum valdsmanni: "Ég beygi mig fyrir valdinu en stend á réttinum."
Þetta var stefna Jóns Sigurðssonar sem háði sína baráttu á grundvelli laga og forns réttar og höfðaði til réttlætiskenndar góðra Dana.
Fyrir bragðið var sjálstæðisbarátta Íslendinga einstæð að því leyti til að hún kostaði ekkert mannslíf.
Jafnvel þótt við kunnum að tapa málarekstri við Breta eigum við að fylgja fordæmi Jóns Sigurðssonar og vinna sleitulaust að því að endurheimta virðingu okkar og heiður og ná fram sanngjörnum málalyktum, hvað sem lagabókstaf eða lyktum málaferla líður.
Mál verði höfðað gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við endurheimtum amk virðingu okkar með þessum málaferlum. Ef ekki annarra, þá að minnsta kosti sjálfsvirðinguna
Sigurbjörg, 16.12.2008 kl. 18:50
Má ekki allt eins kalla hlutina sínu rétta nafni? Hið alþjóðlega vald = ESB.
Ólafur Als, 16.12.2008 kl. 18:51
Ég varð vitni að því, staddur í Bandaríkjunum, að þar í landi fauk virðing og álit Íslands út um gluggann með margspiluðum ummælum seðlabankastjóra okkar í sjónvarpsfréttum. Við stöndum því eins og er ekkert skár þar en annars staðar.
Ómar Ragnarsson, 16.12.2008 kl. 19:30
Black is black, Mister Brown,
and we will take you down!
We want our money back,
and you can live on crack!
We feel blue, it's so true,
you are not our love guru!
You look grey, we say svei,
hey hey ho and nei nei nei!
Þorsteinn Briem, 16.12.2008 kl. 19:37
Ætli það verði hægt að fá tvöfaldan í kók á þjóðrembingaballinu ?
Atli (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:56
Ég sé nú engan Staðarhóls-Pál fyrir mér á Íslandi í dag Ómar minn. Í dag krjúpa íslenskir menn á bæði hnén í auðmýkt fyrir erlendum embættis-og valdsmönnum.
Árni Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 21:34
Þessi þjóð er svo vön að lúta valdinu allar götur frá því að við fórum undir Noregskonung að það er orðin gentísk fötlun í þjóðarsálinni.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.