Louis Crossley: "Verið alls staðar!"

Baráttukonan Louis Crossley, sem kom hingað til lands og hélt hér fyrirlestur gaf íslensku umhverfisverndarfólki ýmis ráð varðandi það hvernig helst sé hægt að ná árangri. Eitt þeirra var að láta að sér kveða sem oftast og víðast, jafnvel í forsetakosningum.

Þetta getur birst á mörgum sviðum eins og sjá af frábæru framlagi Bjarkar Guðmundsdóttur til stofnunar myndarlegs frumkvöðlasjóðs.

Þetta getur einnig átt við í byggðakosningum og strax við lok síðustu Alþingiskosninga var þetta að sjálfsögðu rætt meðal fólks í Íslandshreyfingunni, sem er í eðli sínu "þverpólitískt" afl, hreinn grænn flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri.

Með því að láta til sín taka í sveitarstjórnarmálum fær fólk dýrmæta reynslu sem getur verið góður grunnur fyrir baráttu á landsvísu.

Það er að vísu eitt og hálft ár til byggðakosninga en eftir ár eru að mörgu leyti síðustu forvöð að skipa fylkingum fram. Ár er að vísu óratími í pólitík en hins ber að gæta að baráttan um náttúruverðmæti landsins er ekki aðeins að verjast leifturstríðum þeirra sem engu vilja eira, heldur líka langhlaup yfir á tíma afkomenda okkar.

Áhugi á grænu framboði í Hafnarfirði er því af hinu góða, hvernig sem fer.


mbl.is Sól í Straumi íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband