Askja skelfur.

Í tvö ár hafa verið skjálftahrinur á svæði sem er 25 - 30 km fyrir austan Öskju og hafa vísindamenn tengt það hreyfingum hraunkviku, sem streymir í átt til yfirborðs.

Í dag brá svo við að myndarleg skjálftarhrina varð í Öskju og fyrir norðvestan hana, yfir í Dyngjufjalladal.

Páll Einarsson jarðfræðingur sagði mér í kvöld að ólíklegt væri að skjálftarnir í Öskju boðuðu eldsumbrot, því að land hefði verið að síga þar allar götur frá 1973.

Hins vegar benti margt til að hraunkvika streymdi undan Öskju til austurs í átt að skjálftasvæðinu þar, sem upphaflega var við suðurenda Upptyppinga en færðist síðan yfir á Álftadalsdyngju, skammt fyrir norðaustan Upptyppinga og hefur síðan verið undanfarnar vikur við lítið fell, skammt norðan við Upptyppinga, sem heitir Hlaupfell.

Allt er því enn á huldu um það hvernig fer um kvikuna, sem er að brjótast þarna neðan jarðar og veldur því að land rís þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það væri gaman að setja upp gátuleik, hvar og kannski hvenær mun gjósa á þessu svæði.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Askja er líkleg

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kannsk að það verði ekki fyrir austan eða hvað segir í spádómum Nostradamusar

" Þau verða dæmd til gjalda fyrir glæp sem þau hafa ekki drýgt. Með yfirborðsmennsku verður hinu mæta lýðveldi gert rangt til."

Þetta er hluti úr einum tekið af vef snerpu líkist þetta ekki bankahruninu.

Og síðan " Hin merka sjávarborg í Atlantshafi,  sem er í umhverfi flóa og silfurbergs, verður á vetrarsólstöðum og um vorið fyrir barðinu á ógnvekjandi vindhviðu."

Vetrarsólstöður eru jú um helgina nú er að sjá hvort kallin hefur enn einusinni rétt fyrir sér .

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.12.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er stein nú Askja geld,
og allur ketill mér féll í eld,
á uppboði var í öskju seld,
af öskureiðum Jóni Ísfeld.

Þorsteinn Briem, 18.12.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband