23.12.2008 | 00:52
"Við fjörðinn."
Ég nefndi það fyrir 2-3 dögum að ég myndi í tilefni af jólunum setja nokkra texta inn á bloggið. Hér kemur einn, - kannski sérstaklega tileinkaður Gunnari Th. Gunnarssyni, bloggvini mínum.
Kannski líka vegna þess að Einar Bragi Bragason leikur áberandi hlutverk í undirleik ásamt Grétari Örvarssyni við lag sem heitir "Við fjörðinn" og er eitt níu laga á diskinum "Birta - styðjum hvert annað", sem gefinn er út fyrir Mæðrastyrksnefnd og er með land og þjóð, æðruleysi, kjark og samhug sem meginstef.
Ég var staddur á Eskifirði þegar þetta varð til og hugsaði til konu minnar sem er frá Patreksfirði.
Lagið var flutt með tilheyrandi myndum í einum af spurningaþáttunum í keppni kaupstaðanna á Stöð tvö 1989-90.
Helga Möller söng lagið.
VIÐ FJÖRÐINN.
Við fjörðinn þegar fegurst er jörðin. /
Þegar fjólan litar börðin og hafið skín. /
Við sæinn þegar sól vermir bæinn /
get ég setið allan daginn og hugsað til þín. /
Hve blíð voru bernskunnar vor /
og blómin og hið ljóðræna vor. /
Öll þessi fegurð hún ylja mér og gefa mér oft þrek og þor. /
Við fjörðinn þegar fegurst er jörðin, /
þegar fjólan litar börðin ég hugsa til þín. /
Hér enn vil ég eiga mín spor /
og endurlifa bernskunnar vor /
Á ævikvöldi mun það ylja mér og gefa mér oft þrek og þor. /
Við sæinn þegar sól vermir bæinn /
get ég setið allan daginn og hugsað til þín. /
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir þetta Ómar. Ég lít á þetta sem alveg sérstakan heiður fyrir mig og mér þykir vænt um þetta. Góð jólagjöf til mín
Ég flutti einmitt á Reyðarfjörð frá uppeldisstöð minni, höfuðborginni árið 1989 og á því bráðum 20 ára reyðfirskt afmæli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.12.2008 kl. 10:12
Þakka ;)
Einar Bragi Bragason., 24.12.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.