"Nær því..." en af hverju ekki alla leið?

Nýju eftirlaunalögin færa að sögn stuðningsmanna þess kjör æðstu embættismanna "nær" eftirlaunakjörum almennings en gömlu lögin. Rökin fyrir gömlu lögunum voru meðal annars þau að þingmenn og æðstu menn nytu svo lítils atvinnuöryggis.

Nýlega var rýnt í það atriði hjá annarri sjónvarpsstöðinni og kom í ljós að ekki þurftu þingmenn og ráðherrar að hafa áhyggjur af atvinnuleysi.

Meiri hluti þingmanna verður þar að auki í svonefndum "öruggum sætum" við næstu þingkosningar ef kosningalögin verða óbreytt. Þannig hefur það verið árum saman. Til dæmis hafa efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík "átt" þau sæti í 79 ár, hvernig sem allt hefur velst.

Hafi verið einhver rök fyrir því að atvinnuöryggi þingmanna og ráðherra væri minna en almennings hefur kreppan feykt því út í veður og vind. Þessu er nú algjörlega öfugt farið.

Þeir sem báru mesta ábyrgð á því að slíkt ástand skapaðist ríghalda nú í forréttindi sem eiga ekki lengur neina stoð í veruleikanum, hafi þau þá einhvern tíma átt það.


mbl.is Eftirlaunafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalmunurinn á eftirlaunum þessara opinberu starfsmanna og almennings er sá að almenningur borgar sín eftirlaun sjálfur. Almenningur greiðir í sinn lífeyrissjóð allan sinn starfsaldur og tekur síðan inneignina út sem eftirlaun. Þessir "æðstu embættismenn" láta hinsvegar aðra (almenning) greiða meginhluta sinna eftirlauna.

Var að skoða þessi lög og sé ekki að þeir ætli að hækka greiðsluhlutfall sitt. Svo munu þeir halda afram að ávinna sér réttindi til 1. júli á næsta ári, það munar um það. Þessi lög eru sýndarmennska, varla hægt að tala um skerðingu og enn er gífurlegur munur á eftirlaunum þessara aðila og almennings.

Mér er nokk sama hvað þessir aðilar hafa í eftirlaun - svo framarlega sem þeir borgi sín eftirlaun sjálfir.

sigurvine (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn Solla eftir mér beið,
og ansi mikið henni það sveið,
að aldrei við færum alla leið,
því ætíð var þar leiðin greið.

Þorsteinn Briem, 23.12.2008 kl. 00:13

3 identicon

Ég gerði skrípó um þetta. Sjá hér.

Henrý Þór (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 02:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Góður, Henrý Þór!

Þorsteinn Briem, 23.12.2008 kl. 02:22

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Spurning með að koma Ómari inn næst. Ekkert kjaftæði með dauð atkvæði. Ef við kjósum eins og áður verðum við sjálf dauð.

Villi Asgeirsson, 23.12.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband