Litlar "kristalnætur" á Íslandi ?

"Kristalnóttin" svonefnda 1938 í Þýskalandi þegar nasistar réðust á verslanir og synagogur Gyðinga og brutu þær og brömluðu var frægur og illræmdur viðburður í aðdraganda Helfararinnar. Nóttin fékk nafn sitt af öllum gler- og postulínsvörunum sem eyðilagðar voru ásamt listaverkum í synagogunum og margs kyns verðmæti öðru.

21 gyðingur var drepinn og milli 25-30 þúsund hnepptir í fangabúðir.

Á atburðunum á Vesturgötu og Kristalsnóttinni er auðvitað gríðarlegur stigsmunur en vafasamara er um það hvort að öllu leyti sé um eðlismun sé að ræða. Það vekur áhyggjur. Vonandi stigmagnast þetta ekki.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikill eðlismunur þarna á. Þar með er þetta með engu móti réttlætt. Kristalsnóttin var reyndar 1938 minnir mig...

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Odds með djöfulgang,
í dóti nornar á Vesturgötunni,
hann færðist þar mikið í fang,
fjandinn er enn á ríkisjötunni.

Þorsteinn Briem, 2.1.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég þakkaði Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur fyrir frábært Mbl. sjónvarp en hún varð bara feimin og undirleit.

Þorsteinn Briem, 2.1.2009 kl. 15:06

4 Smámynd: Sævar Helgason

Vonandi fer Davíðstíminn , sem haldið hefur þessari þjóð í ánauð þagnar og skoðanakúgunar, í um einn og hálfan áratug- að renna skeið sitt á enda. 

Þjóðverjar stóðu á algjörum rústum alls þjóðfélagsins - eftir þá sem stjórnuðu "Kristalnóttinni "

En við erum lásamari við lok Davíðstímans. Hér er efnahagurinn í rúst- mikill munur á- þó slæmt sé.  

Hvaðan þeim árásum sem Eva Hauksdóttir, mótmælandi með friðsömum hætti, er stýrt er ekki vitað- en þarna er engin tilviljun á ferð- það sást bíll aka á brott að árásinni lokinni.  Hér er mikil hætta á ferð- svona atburðið geta stigmagnast og breiðst út .

 Mega þeir sem mæta á Austurvöll og krefjast úrbóta á stjórnarfari búast við að ráðist verði á heimili þeirra hvers um sig ???  

Sævar Helgason, 2.1.2009 kl. 15:55

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Það versta er að hellingur af bloggurum, sem hafa mótmælt ofbeldi og eignatjóni í mótmælum, virðast styðja þessa aðgerð íslenskra brúnstakka.

Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 16:47

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Margir mótmælenda hafa hulið andlitið - það er greinilega ástæða til þess. Það eru auðvitað ekki allir hrifnir af hörkulegum mótmælum og sumir eru alfarið á móti mótmælum. En greinilega eru skuggabaldar á ferð - á nægilega lágu siðferðisstigi til að beita svona aðferðum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.1.2009 kl. 17:17

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hr. Ómar Ragnarsson, hvaða óeðli er komið í þessa söguorgíu þína. Kristalnóttin er ekki komin til Íslands og gyðingar eru ekki einhver kona sem býr í glerhúsi og þykist geta slett skyri í allt og alla. Auðvitað er þetta lítilmannleg aðför að lífsviðurværi nornarinnar, kommersíellu kukli og exhíbisjónisma, en þeir sem sjálfir kasta og hvetja jafnvel til skemmdarverka, hljóta að vera með góða tryggingu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.1.2009 kl. 21:39

8 Smámynd: Hlédís

Þökk sé ykkur, Þrymur og Steini!  Látum ekki nojuna ríða um á nornarkústi vegna tiltölulegra smámuna.  Bjálfagangi þessum á Vesturgötunni er EKKI jafnandi við Kristalnóttina 1938. - langt í frá.  Aðfarir ísraela líkjast, hinsvegar, gömlu nasistavinnubrögðunum óþægilega.

Hlédís, 2.1.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband