Líka Björk, Vigdís og Helgi.

Ég hef áður sagt frá styttunni af "Hjallis" á gangstétt á götu einni í Þrándheimi og það hve skemmtilegan svip hún setur á borgina. Skautahlauparinn Hjalmar Andersen var frægasti afreksmaðurinn á Vetrarólympíuleikunum 1952.

Hann er í skautahlauparastellingum á gangstéttinni og Albert á auðvitað að vera í hinni frægu stellingu sinni sem franskur blaðaljósmyndari fangaði hann í á blaðamannafundi.

Ég sé fyrir mér styttu af Vigdísi hvítklæddri við Tjörnina, Björk í svanakjólnum og Helga Tómsson í ballettdansarastellingu við Þjóðleikhúsið. Allt heimsfrægir Íslendingar rétt eins og Hjallis var heimsfrægur Þrándheimsbúi.  

 


mbl.is Stytta af Alberti rís á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

...og Vilhjálmur Einarsson á Egilsstöðum...

Benedikt V. Warén, 4.1.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Heidi Strand

Flott hugmynd!

Ég man eftir Hjallis (Hjálmar Andersen) eins lengi og ég man eftir mér. Hann var stóra hetjan okkar. Þegar hann hætti að keppa á skautum byrjaði hann í kappróðri í Þrándheimi og ég hitti hann í tengslum við það þegar ég var unglingur.

Heidi Strand, 4.1.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þeir sem þurfa líkneski eiga það ekki skilið.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.1.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við megum ekki líta á stytturnar út frá þröngu persónulegu sjónarhorni þeirra sem þær eru af. Framangreindar persónur eiga stytturnar skilið og "þurfa" ekki þeirra við, heldur við hin.

Stytturnar tákna hluta af þjóðarsögu, af sögu staðanna þar sem þær eru reistar. Styttan af Hjallis varpar ljóma á menningu og afrek íbúa Þrændalaga og Noregs.

Þrándheimur yrði fátæklegri án styttunnar af Hjallis.

Reykjavík yrði fátæklegri án styttunnar af Jóni Sigurðssyni. Sú stytta er ekki aðeins til að halda lofti merkisbera og mesta baráttumannsins fyrir sjálfstæði þjóðarinnar heldur er hún líka tákn um stolt og heiður þjóðarinnar og varpar ljósi á sögu okkar og menningu.

Myndin af brautryðjandanum á fótstallinum er jafnvel enn merkilegri en styttan sjálf.

Styttur af Alberti, Vigdísi, Björk og Helga Tómassyni eru til minnis um sögu okkar og framlag okkar litlu þjóðar til heimsmenningarinnar, - til merkis um það, hve sterkir einstaklingar geta gert mikið fyrir heildina og verið fyrirmynd fyrir aðra.

Þær myndu lífga upp á Reykjavík eins og samsvarandi styttur eða minnismerki annars staðar á landinu.

Beggja vegna við heimabæ Burt Rutans í Mojave í Kaliforníu eru stór skilti sem minna á það að ferðamaðurinn sé á leið inn í heimabæ hans. Rutan þessi er afburða hönnuður flugvéla og geimfara.

Við smáþorpið Manassa í Colorado er safn og stytta af Jac Dempsey, fyrstu heimsfrægu ofurstjörnunnar á sviði íþrótta. Þar getur að líta litla húsið sem einstæð móðir hans bjó í með honum og gerð er grein fyrir grýttum vegi þessa örfátæka æskumanns upp á tindinn.

Þetta er í raun ekki stytta af Jack Dempsey, heldur minnisvarði um það hvernig menn geta spilað úr spilum sínum, - ameríski draumurinn í hnotskurn, persónugerður í einum manni.

Vilhjálmur á sinn Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum, en það ætti líka að vera stytta af honum í upphafsskrefinu á helstu gatnamótum bæjarins.

Ómar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 15:58

5 identicon

Og eina af þér steypta í ál  á Kárahnjúkum

Kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 16:01

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta síðastnefnda myndi hugsanlega endurlífga gamla hugmynd gárunga innan Landsvirkjunar þegar leitað var að nafni á yfirfallsfossinn, sem er þarna í nokkrar vikur á haustin, manngerður að sjálfsögðu og því í litlum metum hjá mér.

Viðmælandi minn, einn af deildarstjórum Landsvirkjunar sagði mér að menn hefðu viljað leita að hliðstæðu við íslensk fossanöfn, sem lýstu hávaðanum, eins og Dynjandi, Dynkur, Dunkur, Gjallandi og Grenjandi og látið sér detta í nafnið Ómar!

Síðan hló þessi viðmælandi, sem er einstakur hæglætismaður, dátt!

Ómar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 16:24

7 Smámynd: Eyþór Árnason

Auðvitað verður stytta af þér - með gamla farsímann... Sammála það er flott að búa til styttur. Kveðja og takk fyrir kommentið hjá mér.

Eyþór Árnason, 4.1.2009 kl. 18:01

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Styttur dálítið gamaldags..eiginlega bara fyrir manni. Kannski vaxmyndasafn væri betri hugmynd.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband