Gróinn vinur.

Ég kynntist Eiđi Guđnasyni fyrst í M.R. og ţađ nokkuđ vel ţótt hann vćri ári eldri og í bekk á undan mér ţví ég hafđi nćstum eins mikil samskipti viđ ţann bekk og minn eigin. Strax tókst međ okkur góđ vinátta sem hefur enst ć síđan.

Leiđir okkar lágu aftur saman á fréttastofu Sjónvarpins ţar sem Eiđur var varafréttastjóri ţangađ til hann skellti sér í pólitíkina fyrir kosningarnar 1977. Um ţau ár "svart-hvíta gengisins, sem stóđu í rúman áratug, hef ég reynt ađ tjá hug minn međ textanum "Ó, ţessi ár međ ţér", sem gerđur var viđ lagiđ "Those were the days."

Á ţessum tíma var Eiđur í fararbroddi í fréttamennsku, sérlega öflugur, iđinn og vandađur fréttamađur. Hann varđ snemma einkar snjall í fréttaferđum til útlanda og lagđi ţar grundvöll ađ ferli sínum á sviđi stjórnmála og í utanríkisţjónustunni.

Eiđur var afburđa íslenskumađur, ţótt enginn okkar kćmist ţó jafnfćtis fréttastjóranum okkar, Emil Björnssyni. Eiđur fékk sérstök móđurmálsverđlaun ađ launum.

Eiđur var umhverfisráđherra í fyrstu ríkisstjórn Davíđs Oddssonar og átti ţar góđan feril. Hann getur litiđ ánćgđur yfir ćvistarf sitt.

Viđ hjónin, Helga og ég sendum ţeim Eiđi og Eygló okkar bestu kveđjur.


mbl.is Eiđur Guđnason hćttir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Aldrei hann gat í eyđur,
og engum ţótti leiđur,
í Sjónvarpinu var seiđur,
ţví svarthvítur var Eiđur.

Ţorsteinn Briem, 8.1.2009 kl. 04:24

2 Smámynd: Margrét Birna Auđunsdóttir

Ég man ţegar Eiđur lét sér vaxa skegg, ţađ var ţegar hann var fréttamađur. Ţetta er sennilega eitt umdeildasta skegg Íslandssögunnar, hvílík mótmćli sem ţađ vakti. Fólk sendi inn vísur og ég man bara niđurlagiđ af einni:

Rakađu af ţér, Eiđur minn,

andskotans skegghýunginn.

Ef einhver kann fyrripartinn ţá vćri ţađ mjög skemmtilegt

Margrét Birna Auđunsdóttir, 8.1.2009 kl. 15:36

3 identicon

Um vísuna:

Sumariđ  1974 lét ég mér vaxa skegg , er viđ   Örn Harđarson kvikmyndatökumađur og Oddur Gústafsson  hljóđmađur  vorum   rúma  viku  viđ ţáttagerđ   austur á  Seyđisfirđi og á Hérađi.  12. október  1974  fékk ég međfylgjandi vísu  frá  Agli Jónassyni bóksala á Húsavík: Dáđi ég  sjónvarpssvipinn ţinn –söknuđ í mínu hjarta finn.Rakađu af ţér Eiđur minn,andskotans tísku hýjunginn.  Svo  rakađi ég af mér skeggiđ  ţegar kom fram á haustiđ og ţá fékk ég  svohljóđandi bréf: Eyrađ heyrir og augađ sér,andstyggđ,sem  tískunafniđ ber,snyrtimennskuna ţakka ég ţér,og ţađ gera fleiri norđur hér. Gleđileg jól! 

Ţinn  ađdáandi Egill Jónasson, Húsavík.

Ţannig  var  nú ţađ. Einhver  bréf  fékk ég líka,  međal  annars  frá  ţremur  hjúkrunarkonum   á  Akranesi sem  buđu fram  ađstođ  viđ  raksturinn. Ţađ  virtust allir  hafa skođanir á  ţessu skeggi mínu  !

Eiđur (IP-tala skráđ) 9.1.2009 kl. 22:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband